Síða 1 af 1

Bíltæki sem ekki styður MP3

Sent: Fim 19. Sep 2013 16:48
af Bassismus
Ég er með 2008 módel af Subaru Forester og útvarpið/spilarinn í honum er original og styður ekki MP3 brennda diska og er ekki með sýnilegt AUX tengi.

Er til eitthvað apparat sem ég get keypt(fyrir utan nýjann spilara í bílinn sem er maus því þetta er innbyggt í innréttinguna) sem ég get plöggað til að nýta td dropbox í gegnum snjallsíma eða eitthvað slíkt?

Re: Bíltæki sem ekki styður MP3

Sent: Fim 19. Sep 2013 16:54
af jonolafur
Hefurðu Íhugað FM sendi?
Ég leyfi mér að efast um tilvist casettuspilara í tækinu, en ef svo er er til unit sem er AUX í casettu. (spurning með hljóðgæði?)

Re: Bíltæki sem ekki styður MP3

Sent: Fim 19. Sep 2013 16:56
af Bassismus
Verð reyndar að viðurkenna það að ég er mjög illa að mér í sambandi við svona græjur hahaha en jú, er að skoða hér FM sendi í Elko. Og jú rétt hjá þér, ekkert kassettutæki í þessum spilara.
Þetta gæti verið það sem ég er að leitast eftir, orðinn frekar leiður á þessum brenndu diskum sem ég á...

Re: Bíltæki sem ekki styður MP3

Sent: Fim 19. Sep 2013 17:00
af jonolafur
FM er sennilega þín besta lausn í stöðunni, þar sem þú ert ekki til í að skipta græjunni út.

Re: Bíltæki sem ekki styður MP3

Sent: Fim 19. Sep 2013 17:01
af Viktor
Spilarinn þinn á að styðja AUX, þú þarft bara að redda réttri snúru :)

Mynd

Mynd

Re: Bíltæki sem ekki styður MP3

Sent: Fim 19. Sep 2013 17:04
af Bassismus
Þetta er reyndar ekki spilarinn sem er í mínum bíl. Minn er svona http://autospravki.narod.ru/forester_08_int_large.jpg

Re: Bíltæki sem ekki styður MP3

Sent: Fim 19. Sep 2013 17:11
af littli-Jake
Þessi spilari er ekki bygður inn í innréttinguna. Fronturinn á honum er einfaldlega þannig að hann virðist vera innbygður. Það er ekkert mál að skipta um þetta. Hugsa að fyritæki eins og nesradio mundi gera það fyrir þig fyrir smá penning.

Re: Bíltæki sem ekki styður MP3

Sent: Fim 19. Sep 2013 17:15
af Bassismus
littli-Jake skrifaði:Þessi spilari er ekki bygður inn í innréttinguna. Fronturinn á honum er einfaldlega þannig að hann virðist vera innbygður. Það er ekkert mál að skipta um þetta. Hugsa að fyritæki eins og nesradio mundi gera það fyrir þig fyrir smá penning.



Takk kærlega fyrir þetta.

Sölukellan hjá Ingvari Helgasyni hefur þá ekki haft meira vit á þessu en ég, því hún sagði að ekki væri hægt að skipta um spilarann með auðveldum hætti...

Fann fínann spilara hjá Nesradíói sem smellpassar í það sem ég er að leitast eftir.

Re: Bíltæki sem ekki styður MP3

Sent: Fim 19. Sep 2013 20:00
af littli-Jake
Bassismus skrifaði:
littli-Jake skrifaði:Þessi spilari er ekki bygður inn í innréttinguna. Fronturinn á honum er einfaldlega þannig að hann virðist vera innbygður. Það er ekkert mál að skipta um þetta. Hugsa að fyritæki eins og nesradio mundi gera það fyrir þig fyrir smá penning.



Takk kærlega fyrir þetta.

Sölukellan hjá Ingvari Helgasyni hefur þá ekki haft meira vit á þessu en ég, því hún sagði að ekki væri hægt að skipta um spilarann með auðveldum hætti...

Fann fínann spilara hjá Nesradíói sem smellpassar í það sem ég er að leitast eftir.


Ef þú ert að kaupa þér spilara fyrir einhvern pening skaltu fá þér spilara með RCA útgangi. Gefur þér möguleikann á að bæta við magnara síðar meir.