Síða 1 af 3

Hvolpur með heimili

Sent: Mið 04. Sep 2013 18:32
af Páll
Þarf að losna við þennan hvolp vegna þess að ég fékk vinnu sem hentar ekki að ala upp hvolp

Mjög sæt tík sem er blanda af labrador og íslensk, er meira labradorleg í útliti og er snögghærð

Fylgir með matardallur, hvolpafóður ól og band

Skýrði hana Aríel enn hún er ekki farinn að svara nafni þannig það er allt í lagi að skýra hana öðru nafni

ÞARF að losna við hana, plís vill einhver vera svo vænn/væn að taka þennan sæta hvolp að sér

Mynd

Uploaded with ImageShack.us

sími 7778757 eftir kl 5-6 á daginn

Re: Gefins hvolpur

Sent: Mið 04. Sep 2013 18:44
af Yawnk
Ég á ekki orð :cry: :dissed manni langar að borða hana bara, hún er svo sæt

Myndi þyggja þetta anytime..anyday.. and twice on sundays ef ég væri ekki með ofnæmi..

Re: Gefins hvolpur

Sent: Mið 04. Sep 2013 18:51
af AntiTrust
Bara til að friða samviskuna mína, er hún nokkuð skilin eftir ein í 8 tíma á dag þessa dagana?

Re: Gefins hvolpur

Sent: Mið 04. Sep 2013 18:58
af Páll
Nei.

Re: Gefins hvolpur

Sent: Mið 04. Sep 2013 19:03
af AntiTrust
Páll skrifaði:Nei.


Flott :) Spyr einfaldlega vegna þess að ég þekki svo mörg svona svipuð tilfelli þar sem hvolpurinn verður hreinlega fyrir miklum persónuleikabreytingum og andlegum skaða af einveru svona ungur.

Vona að þú finnir flott heimili, myndi klárlega taka þetta krútt að mér ef ég hefði tíma (og pláss fyrir fleiri loðbolta..)

Re: Gefins hvolpur

Sent: Mið 04. Sep 2013 19:47
af rickyhien
:( :'( aweeeee

Re: Gefins hvolpur

Sent: Mið 04. Sep 2013 20:10
af Páll
Þarf að fara eiginlega strax í gær :crying

Re: Gefins hvolpur

Sent: Fim 05. Sep 2013 19:32
af Páll
Þá er hún komin með nýtt heimili blessunin :happy

Re: Gefins hvolpur

Sent: Fim 05. Sep 2013 19:44
af Yawnk
Páll skrifaði:Þá er hún komin með nýtt heimili blessunin :happy

Fór hún til einhvers á Vaktinni? :japsmile

Re: Gefins hvolpur

Sent: Fim 05. Sep 2013 19:45
af Páll
Yawnk skrifaði:
Páll skrifaði:Þá er hún komin með nýtt heimili blessunin :happy

Fór hún til einhvers á Vaktinni? :japsmile


Jamm.

viddi stjórnandi hér tók hana að sér :)

Re: Gefins hvolpur

Sent: Fim 05. Sep 2013 19:55
af AntiTrust
Viddi, við viljum daglega krúttmynd héreftir!

Re: Gefins hvolpur

Sent: Fim 05. Sep 2013 20:25
af Xovius
Ef hann hættir við þá er önnur fjölskylda hérna tilbúin að taka við honum :) Vorum bara aðeins of sein að hringja

Re: Gefins hvolpur

Sent: Fim 05. Sep 2013 21:05
af viddi
AntiTrust skrifaði:Viddi, við viljum daglega krúttmynd héreftir!


Geri mitt besta :megasmile

Imgur Album: http://imgur.com/a/fAvmM

Strax búin að koma sér vel fyrir við tölvustólinn

Mynd

Re: Gefins hvolpur

Sent: Fim 05. Sep 2013 22:09
af Yawnk
viddi skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Viddi, við viljum daglega krúttmynd héreftir!


Geri mitt besta :megasmile

Imgur Album: http://imgur.com/a/fAvmM

Strax búin að koma sér vel fyrir við tölvustólinn

Mynd

Re: Gefins hvolpur

Sent: Fim 05. Sep 2013 22:18
af halldorjonz
Algjört krútt, allir labrador/+ eitthvað hundar eru alltaf svo fallegir :)

Re: Gefins hvolpur

Sent: Fös 06. Sep 2013 10:13
af siggik
það sama og allir aðrir hafa sagt hérna :D .. æði

Re: Gefins hvolpur

Sent: Fös 06. Sep 2013 11:39
af Viktor
Ég vil fá að fylgjast með þessum stækka! Frábært að eiga svona vaktarhund \:D/

Mynd

Re: Gefins hvolpur

Sent: Fös 06. Sep 2013 14:47
af chaplin
Vaktarhundurinn Vaka. :happy

Re: Gefins hvolpur

Sent: Fös 06. Sep 2013 17:42
af Páll
Geðveikt ánægður með þetta :happy

Re: Gefins hvolpur

Sent: Fös 06. Sep 2013 22:19
af J1nX
Xovius ef þú ert ennþá að leita þá er um að gera að kíkja á https://www.facebook.com/groups/280373701995853/ eða dyrahjalp.is :)

Re: Gefins hvolpur

Sent: Mán 09. Sep 2013 18:34
af viddi
Jæja

Þá er farið svo að littla greyið þarf að fara á annað heimili þar sem aðstæður hér henta ekki.

Einhver sem er tilbúinn að taka hana að sér ?

Re: Gefins hvolpur

Sent: Mán 09. Sep 2013 18:48
af Stutturdreki
Ef ég byggi í stærra húsnæði myndi 15 mánaða Labrador tíkin mín örugglega vilja ætleiða þessa.

En ef engin hérna vill hana þá má alltaf hafa samband við http://www.dyrahjalp.is/

Re: Gefins hvolpur

Sent: Mán 09. Sep 2013 18:54
af AntiTrust
Setja hana inná bland og dyrahjalp.is asap, þessar fyrstu vikur skipta ótrúlega miklu í uppeldinu og bonding ferlinu við eigendur, alls ekki gott að hún sé á flakki svona ung.

Re: Gefins hvolpur

Sent: Mán 09. Sep 2013 19:14
af Xovius
viddi skrifaði:Jæja

Þá er farið svo að littla greyið þarf að fara á annað heimili þar sem aðstæður hér henta ekki.

Einhver sem er tilbúinn að taka hana að sér ?


Já, við erum til í að taka hana að okkur. Við vorum einmitt búin að bjóðast til þess en þú varst bara aðeins fljótari.

Re: Gefins hvolpur

Sent: Mán 09. Sep 2013 19:54
af emmi
Í guðanna bænum hugsið dæmið út til enda áður en þið ákveðið að fá ykkur hund. :face Þetta er lifandi vera en ekki SSD diskur sem þið getið skilað ef hann "hentar" ekki.