Síða 1 af 2

[TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km lækkað ve

Sent: Mið 17. Júl 2013 19:56
af Alex97
Ég er með Znen QT-50 Wacky vespu sem er með innsigli svo hún kemst ekki hraðar en 25km sem gerir það að verkum að það þarf ekki að tryggja né skrá hana. Einnig þarf ekki próf á hana þar sem að það má keyra hana á gangstéttum eins og rafmagnsvespurnar. Hún er blá á litin og aðeins keyrð rúmlega 2 þúsund km. Hún er í flottu ástandi fyrir utan nokkrar rispur. Hún er eins og vespurnar á myndunum nema blá.

Verð 140.000kr
Ný kostar 190.000kr

Endilega hafa samband í einkaskilaboðum eða í síma 773-5699 Alex

Re: Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Mið 17. Júl 2013 20:17
af Moquai
Held það myndi alveg hjálpa að henda inn mynd af gripnum :).

Gangi þér annars vel.

Re: Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Mið 17. Júl 2013 20:46
af Alex97
Takk fyrir ábendinguna geri það á eftir ;)

Re: Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Fim 18. Júl 2013 23:49
af Alex97
Hér er mynd af hjólinu.Mynd

Re: Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Fös 19. Júl 2013 12:15
af Alex97
Upp

Re: Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Lau 20. Júl 2013 10:38
af Alex97
Upp

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Lau 20. Júl 2013 19:47
af SIKk
Tek hana um mánaðamótin á 60 þúsund ef það er möguleiki fyrir þér. . Fer ekki krónu hærra hún er innsigluð á svo lágann hraða..

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Lau 20. Júl 2013 20:04
af Yawnk
zjuver skrifaði:Tek hana um mánaðamótin á 60 þúsund ef það er möguleiki fyrir þér. . Fer ekki krónu hærra hún er innsigluð á svo lágann hraða..

Hún kostar ný 190.000? Ekki segiru þetta við innflutningsaðila? ''tek á 60, ekki krónu hærra því hún fer svo hægt''

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Lau 20. Júl 2013 20:14
af rango
Yawnk skrifaði:
zjuver skrifaði:Tek hana um mánaðamótin á 60 þúsund ef það er möguleiki fyrir þér. . Fer ekki krónu hærra hún er innsigluð á svo lágann hraða..

Hún kostar ný 190.000? Ekki segiru þetta við innflutningsaðila? ''tek á 60, ekki krónu hærra því hún fer svo hægt''


Hefur einhver prufað það? :-k

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Lau 20. Júl 2013 20:17
af Yawnk
rango skrifaði:
Yawnk skrifaði:
zjuver skrifaði:Tek hana um mánaðamótin á 60 þúsund ef það er möguleiki fyrir þér. . Fer ekki krónu hærra hún er innsigluð á svo lágann hraða..

Hún kostar ný 190.000? Ekki segiru þetta við innflutningsaðila? ''tek á 60, ekki krónu hærra því hún fer svo hægt''


Hefur einhver prufað það? :-k

Valid point, mætti kannski skoða það :-k

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Lau 20. Júl 2013 20:25
af Arnarmar96
Yawnk skrifaði:
rango skrifaði:
Yawnk skrifaði:
zjuver skrifaði:Tek hana um mánaðamótin á 60 þúsund ef það er möguleiki fyrir þér. . Fer ekki krónu hærra hún er innsigluð á svo lágann hraða..

Hún kostar ný 190.000? Ekki segiru þetta við innflutningsaðila? ''tek á 60, ekki krónu hærra því hún fer svo hægt''


Hefur einhver prufað það? :-k

Valid point, mætti kannski skoða það :-k

Besta samtal hingað til.. ég hló hahaha \:D/

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Lau 20. Júl 2013 21:08
af Alex97
Haha ég verð því miður að hafna þessu rausnarlega boði þínu bwhaha

En aftur að alvörunni ef uppsett verð fæst þá getur Hjálmur fengið að fljóta með.

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Lau 20. Júl 2013 22:00
af Bjosep
Þetta kostar meira en rafmagnsvespa en eyðir meiru en rafmagnsvespa .... :no

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Lau 20. Júl 2013 22:03
af darkppl
en endist líklegast lengur en rafmagnsvespa...

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Lau 20. Júl 2013 22:06
af Bjosep
Er ekki tveggja ára ábyrgð á rafmagnshlutum? :D

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Lau 20. Júl 2013 23:05
af Alex97
Og langaði að benda á eitt það er hægt að rjúfa innsigli á vespunni svo hún komist hraðar en þá þarf að götuskrá hana svo það er alltaf möguleiki.

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Lau 20. Júl 2013 23:12
af biturk
Hvaða árgerð er hún

sent úr s2

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Lau 20. Júl 2013 23:53
af Alex97
Hún var keypt í ágúst í fyrra og er keyrð 2þús kílómetra

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Sun 21. Júl 2013 00:53
af GullMoli
Ekkert mál að rjúfa innsiglið á þessum hjólum, eitt lítið plögg sem maður tosar í sundur = 60-80km/klst.

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Sun 21. Júl 2013 01:02
af Alex97
Einmitt það er eitthvað svoleiðis

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Sun 21. Júl 2013 14:34
af Alex97
Upp

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Mán 22. Júl 2013 08:45
af Alex97
Enn til sölu

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Mán 22. Júl 2013 09:50
af mainman
Eitt sem mætti kanski benda á fyrst svona umræða er komin í gang og ég er búinn að kynna mér þetta vel, bæði hjá umferðarstofu og lögregluni.
Vespa sem kemur til landsins er alltaf með serialnúmer á sér, þegar hún er tolluð þá er því númeri slegið inn í tölvuna og þá poppar upp gluggi sem segir t.d. "þetta er 45km tæki og á að fá blá (léttbifhjóla) númer.
Þetta er vegna þess að þegar tækið er framleitt þá er búið að láta samþykkja einhverja týpu af vespu og búið er að skoða hvort hún standist allar kröfur sem 45km vespa þarf að gera svo hún verði lögleg á götum í evrópu og í kjölfarið af því eru framleidd x mörg hundruð þúsund tæki sem eru eins og númerin á þeim öllum send í skráningu, eftir það skiftir ekki máli hvar þú ert staddur í heiminum og ætlar að skrá tækið þitt, það poppar alltaf upp gluggi hjá skráningarstofunni í hverju landi að þetta sé 45km tæk og eigi að fara á blá númer.
Þessu er aldrei hægt að breyta vegna þess að frumsrkáningin segir hvernig tæki þetta er og því verður ekki breytt.
Það er því ekki hægt að taka bara einhverja vespu, skrúfa af henni númerið og setja innsigli í hana og halda að hún sé lögleg þannig.
Það er það sama og að taka númerin af toyotu corolla og setja innsigli í hana, hún má samt ekki keyra á gangstéttum og hún er ólögleg sama hvar hún fer og ótryggð að auki vegna þess að þú getur ekki tryggt tæki sem er óskoðað og ekki á númerum.
nákvæmlega sömu reglur gilda um 25km vespurnar sem koma frá verksmiðju með 25km innsigli.
Þær eru sendar út út verksmiðjuni með serialnúmer sem segir að þetta sé 25km tæki og því er að sama skapi aldrei hægt að breyta.
Sem þýðir að þótt þú klippir á innsiglið þá getur þú aldrei sótt númer á hana og skráð sem 45km og fengið að leika þér á götunum og í umferðinni.

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Mán 22. Júl 2013 19:08
af Alex97
Upp

Re: [TS] Til sölu bensín vespa sem er innsigluð í 25km

Sent: Þri 23. Júl 2013 08:33
af Alex97
Enn til sölu