Síða 1 af 1

Xbox360 - Verðmat

Sent: Mán 21. Jan 2013 19:27
af dave57
Sælir,

er með Xbox 360 sem ég er að spá hvort ég eigi að láta frá mér. Er mjög lítið notuð.

Það væri gaman ef einhver gæti sagt mér hvað þessar vélar eru að fara á.

Þetta er svört Elite vél með 120GB HDD, keypt í Bandaríkjunum 2007 og tekin með heim. Keypti svo spennubreyti frá Bretlandi, á US spennubreytinn ennþá.
Þannig að menn þurfa að kaupa leiki fyrir vélina í Bandaríkjunum, sem er etv. kostur

Tveir þráðlausir stýripinnar, fjarstýring og einhverir 4 - 5 leikir.

Einhver með verðhugmynd ?

Ætti maður kanski að modda hana og selja svo ?

Re: Xbox360 - Verðmat

Sent: Mán 21. Jan 2013 22:16
af FuriousJoe
Sé ekki hvernig það er kostur að þurfa að kaupa Ntsc leiki.

Að vera Ntsc bundinn er ókostur og hefur áhrif á verð búnaðarins myndi ég halda.

20-25þ fyrir allt myndi ég segja sanngjarnt. Ef hún væri modduð, þá er það önnur saga. Auðveldara að komast í leiki. - Samt ókostur því það er orðið frekar flókið að brenna leiki á þessar vélar og þarft m.a að hafa sérútbúinn skrifara o.s.f

Re: Xbox360 - Verðmat

Sent: Þri 22. Jan 2013 00:04
af dave57
FuriousJoe skrifaði:Sé ekki hvernig það er kostur að þurfa að kaupa Ntsc leiki.

Að vera Ntsc bundinn er ókostur og hefur áhrif á verð búnaðarins myndi ég halda.

20-25þ fyrir allt myndi ég segja sanngjarnt. Ef hún væri modduð, þá er það önnur saga. Auðveldara að komast í leiki. - Samt ókostur því það er orðið frekar flókið að brenna leiki á þessar vélar og þarft m.a að hafa sérútbúinn skrifara o.s.f


takk fyrir svarið,

ég hélt kanski að það væri eitthvað ódýrara að panta leiki frá USA, en að kaupa hér. Ég hef þó ekkert kynnt mér það.
Ég kanski kynni mér aðeins hversu mikið mál er að modda þessar vélar. Ég moddaði tvær orginal Xbox á sínum tíma svo það gæti verið gaman að prófa þetta.