Síða 1 af 2

Tölvuleikir Lagga

Sent: Mán 19. Nóv 2012 21:27
af Kjáni
Góða dag, ég var að sitja upp þennan leik en ég lagga í drasl tölvan nær bara ekki að höndla hann þótt þetta sé gamall.


Tölva er:

Örgjörvi : Quad Core 6600
Vinnsluminni : 6Gb DDR2 @ 1066
Harður diskur 320Gb @ 7200Rpm
Skjákort : Gigabyte 6850

======================================
Nýtt
======================================

Það virðist vera að þetta sé ekki sá eini leikur sem laggar hjá mér það eru flest allir eins og Minecraft, Battlefield Bad Company 2, Black Ops, A Game Of Dwarves, Mirrors Edge og meira.

Veit eithver hvað gæti verið að ? er búin að vera prófa þetta allt í lægstu gæðum samt laggar þetta, búin að prófa að strauja, prófa að sitja aftur upp leikinna, fikta í stillingum samt ekkert þetta laggar bara. tölvan á að ráða við þessa leiki í hærri gæðum.

Re: Command & Conquer: Generals Lag

Sent: Mán 19. Nóv 2012 21:30
af Olli
Recommended: PC:
1.6 GHz Processor
256+ RAM
64 MB Video Card
Directx 9c


Þetta hlýtur bara að vera hugbúnaðarvandamál, búinn að gúgla hvort að fleiri séu að lenda í þessu, þá kannski með Windows 7?

Ertu með rétta drivera?
Er directx up to date?

Re: Command & Conquer: Generals Lag

Sent: Mán 19. Nóv 2012 21:51
af Kjáni
Olli skrifaði:Recommended: PC:
1.6 GHz Processor
256+ RAM
64 MB Video Card
Directx 9c


Þetta hlýtur bara að vera hugbúnaðarvandamál, búinn að gúgla hvort að fleiri séu að lenda í þessu, þá kannski með Windows 7?

Ertu með rétta drivera?
Er directx up to date?
Fín ekkert sem virkar :thumbsd vá hvað ég spilaði þennan leik samt fyrir 6 árum mikkið og allt var perfect núna virkar ekkert, endist ekki einu sinni 5 mín í leik 4x4 eða 1x1 :crying

Re: Command & Conquer: Generals Lag

Sent: Mán 19. Nóv 2012 22:13
af Garri
Spilaði þennan á gamla P4 2.8Ghz og hann laggaði aðeins í flóknustu og stærstu borðunum.. virkilega leiðinlegt að spila hann svona en man að ef maður þrjóskaðist við, þá var eins og hann lagaðist.

Hef spilað alla þessa leiki frá day-one og spila einmitt þennan enn þann dag í dag (Zero Hour).. oft nokkrum sinnum á dag. Frábær leikur.

Reyndar get ég ekki spilað hann nema í Solo eða í Skirmis, þar sem hann er alltof hraður í verkefnunum (enda frekar einhæf).. get ekki hægt á honum í Core Duo E8200 en get það í Skirmis. Hef prófað að fara í config skrárnar á bak við og fleira..

Hugsa að flöskuhálsinn hjá þér sé örrinn. Leikurinn er sýndarveruleiki þar sem hver botti er að gera nákvæmlega það sama hvort sem hann er sýnilegur eður ei. Þannig skiptir engu þótt þú minnkir upplausn, cpu-inn þarf alltaf að reikna allt sem er að gerast á borðinu sama hvað. Þessi leikur keyrir nokkuð örugglega bara á einum þræði (einum kjarna) sem útskýrir hversvegna þinn laggar.

Mundi prófa að yfirklukka örrann upp í 3.2Ghz með góðri kælingu.

Re: Command & Conquer: Generals Lag

Sent: Mán 19. Nóv 2012 22:15
af Hnykill
C&C Generals er FPS cappaður í 30 FPS.. getur verið að það sé að pirra þig

Farðu í Gamedata.ini fælinn og settu ef það er ekki þar..

UseFPSLimit = NO

Getur verið að hann sé í my document en ekki í aðal foldernum sjálfum.. man ekki alveg

http://www.actiontrip.com/cheats/comman ... rals.phtml getur dl .INI fælnum þarna líka samt. "FPS LIMIT REMOVER" stendur þarna einhverstaðar. 7kb fæll

Re: Command & Conquer: Generals Lag

Sent: Mán 19. Nóv 2012 22:28
af Kjáni
Hnykill skrifaði:C&C Generals er FPS cappaður í 30 FPS.. getur verið að það sé að pirra þig

Farðu í Gamedata.ini fælinn og settu ef það er ekki þar..

UseFPSLimit = NO

Getur verið að hann sé í my document en ekki í aðal foldernum sjálfum.. man ekki alveg

http://www.actiontrip.com/cheats/comman ... rals.phtml getur dl .INI fælnum þarna líka samt. "FPS LIMIT REMOVER" stendur þarna einhverstaðar. 7kb fæll
Fín bara "game.dat" ekkert sem endar á INI.

Var að bæta þessu inn í prófa á morgun :happy vona að þetta virki.

Re: Command & Conquer: Generals Lag

Sent: Mán 19. Nóv 2012 23:05
af Hnykill
INI fællinn er held ég í C:\Documents and Settings\user\My Documents\ Command and Conquer Generals

Re: Command & Conquer: Generals Lag

Sent: Mán 19. Nóv 2012 23:20
af playman
profaðu að installa VM Oracle og setja upp windows XP á hana, sjáðu hvort að hann lagist ekki þá.
Málið er að þu getur verið bæði með of nýlega vél fyrir leikinn, eins getur stýrikerfið verið það nýtt að það supportir leikinn ekki alveg.
http://www.oracle.com/technetwork/serve ... index.html

Re: Command & Conquer: Generals Lag

Sent: Mán 19. Nóv 2012 23:36
af DJOli
Prufa að ræsa task manager meðan þú spilar leikinn og taka hakið úr öllum nema einum kjarnanum?.

Re: Command & Conquer: Generals Lag

Sent: Þri 20. Nóv 2012 00:13
af Hnykill
playman skrifaði:profaðu að installa VM Oracle og setja upp windows XP á hana, sjáðu hvort að hann lagist ekki þá.
Málið er að þu getur verið bæði með of nýlega vél fyrir leikinn, eins getur stýrikerfið verið það nýtt að það supportir leikinn ekki alveg.
http://www.oracle.com/technetwork/serve ... index.html


Er þá ekki eins gott að keyra leikinn bara í Windows XP compatibility mode ? stað þess að innstalla heilu stýrikerfi bara fyrir þetta.

Re: Command & Conquer: Generals Lag

Sent: Þri 20. Nóv 2012 00:37
af playman
Hnykill skrifaði:
playman skrifaði:profaðu að installa VM Oracle og setja upp windows XP á hana, sjáðu hvort að hann lagist ekki þá.
Málið er að þu getur verið bæði með of nýlega vél fyrir leikinn, eins getur stýrikerfið verið það nýtt að það supportir leikinn ekki alveg.
http://www.oracle.com/technetwork/serve ... index.html


Er þá ekki eins gott að keyra leikinn bara í Windows XP compatibility mode ? stað þess að innstalla heilu stýrikerfi bara fyrir þetta.

Ég veit nú ekki til þess að það sé það sama.

Re: Command & Conquer: Generals Lag

Sent: Þri 20. Nóv 2012 00:46
af AntiTrust
playman skrifaði:profaðu að installa VM Oracle og setja upp windows XP á hana, sjáðu hvort að hann lagist ekki þá.
Málið er að þu getur verið bæði með of nýlega vél fyrir leikinn, eins getur stýrikerfið verið það nýtt að það supportir leikinn ekki alveg.
http://www.oracle.com/technetwork/serve ... index.html


Spila tölvuleik á VM? Það kemur ekki til með að virka vel þar sem VMið notast við vGPU. Það væri þá ekki nema með því að setja upp VM á Hyper-V host með RemoteFX.

Re: Command & Conquer: Generals Lag

Sent: Þri 20. Nóv 2012 00:57
af Haxdal
AntiTrust skrifaði:
playman skrifaði:profaðu að installa VM Oracle og setja upp windows XP á hana, sjáðu hvort að hann lagist ekki þá.
Málið er að þu getur verið bæði með of nýlega vél fyrir leikinn, eins getur stýrikerfið verið það nýtt að það supportir leikinn ekki alveg.
http://www.oracle.com/technetwork/serve ... index.html


Spila tölvuleik á VM? Það kemur ekki til með að virka vel þar sem VMið notast við vGPU. Það væri þá ekki nema með því að setja upp VM á Hyper-V host með RemoteFX.

Þetta er svo gamall leikur að hann gæti örugglega spilað hann í vmware vél ef hann enablear 3d support. Ég hef verið að nota Unity 3 á vmware vél með gtx260 skjákorti og core2duo vél svo hann ætti örugglega að geta spilað 9 ára gamlan leik á virtual vél :)

Re: Command & Conquer: Generals Lag

Sent: Sun 25. Nóv 2012 21:44
af Kjáni
Haxdal skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
playman skrifaði:profaðu að installa VM Oracle og setja upp windows XP á hana, sjáðu hvort að hann lagist ekki þá.
Málið er að þu getur verið bæði með of nýlega vél fyrir leikinn, eins getur stýrikerfið verið það nýtt að það supportir leikinn ekki alveg.
http://www.oracle.com/technetwork/serve ... index.html


Spila tölvuleik á VM? Það kemur ekki til með að virka vel þar sem VMið notast við vGPU. Það væri þá ekki nema með því að setja upp VM á Hyper-V host með RemoteFX.

Þetta er svo gamall leikur að hann gæti örugglega spilað hann í vmware vél ef hann enablear 3d support. Ég hef verið að nota Unity 3 á vmware vél með gtx260 skjákorti og core2duo vél svo hann ætti örugglega að geta spilað 9 ára gamlan leik á virtual vél :)


======================================
Nýtt
======================================

Það virðist vera að þetta sé ekki sá eini leikur sem laggar hjá mér það eru flest allir eins og Minecraft, Battlefield Bad Company 2, Black Ops, A Game Of Dwarves, Mirrors Edge og meira.

Veit eithver hvað gæti verið að ? er búin að vera prófa þetta allt í lægstu gæðum samt laggar þetta, búin að prófa að strauja, prófa að sitja aftur upp leikinna, fikta í stillingum samt ekkert þetta laggar bara. tölvan á að ráða við þessa leiki í hærri gæðum.

Re: Tölvuleikir Lagga

Sent: Sun 25. Nóv 2012 21:51
af beggi90
Getur verið að kælingin sé smá laus hjá þér og vandamálið sé hitatengt?

Re: Tölvuleikir Lagga

Sent: Sun 25. Nóv 2012 21:55
af Kjáni
beggi90 skrifaði:Getur verið að kælingin sé smá laus hjá þér og vandamálið sé hitatengt?
Nei, Under Load er hann stable í 60 Gráður með stock kælingu. það er ekki hita vandamál myndi ég segja.

Re: Tölvuleikir Lagga

Sent: Sun 25. Nóv 2012 22:10
af hjalti8
er skjákortið @100% load? en örgörvinn? byrjaði þetta bara að gerast allt í einu eða varstu að fá þér þessa vél? hvað ertu að ná mörgum FPS? búinn að prufa aðra skjákortsdrivera?

Re: Tölvuleikir Lagga

Sent: Sun 25. Nóv 2012 22:20
af Kjáni
hjalti8 skrifaði:er skjákortið @100% load? en örgörvinn? byrjaði þetta bara að gerast allt í einu eða varstu að fá þér þessa vél? hvað ertu að ná mörgum FPS? búinn að prufa aðra skjákortsdrivera?


Nops örgjörvinn ekki í 100% load, max 50-70 í Battlefield Bad company 2 og lægri tölur í hinum leikjum. Þetta eru ekkert það þungir leikir og ef þú skoðar specs þá ættir þú að geta séð að þessi tölva myndi höndla þessa leiki í allavega lægstu gæðum.

Skjákortið er heldur ekki í 100%

Hef ekki spáð mikið í þessu laggi en svo þegar ég byrjaði að spila þyngri leiki og fór svo í léttari þá sá ég þetta ](*,)

Er búin að vera með þessa tölvu í 2-3 mánuði, setti saman sjálfur, búin að fara gegnum allt og allt er rétt tengt og virkar rétt og vel, þetta getur ekki verið hardware tengt.

Er ekki mikkið að spá hvað ég næ mikkið FPS ef ég næ ekki að halda leik stable í mismunandi gæðum.

Jöss :happy ekkert gerðist :thumbsd

Re: Tölvuleikir Lagga

Sent: Sun 25. Nóv 2012 22:57
af Zpand3x
Ertu nokkuð með slökkt á Windows Aero. Ég lenti í því að það komu tear í myndbönd sem ég horfði á og lagg í leiki þegar slökkt var á Aero. Galli í Windows 7 :S Algengt vandamál. Vonandi er þetta lausnin. Hægri klikka á desktop velur personalize og svo eitthvað Theame úr Aero Themes flokknum.

https://www.google.is/search?q=windwos+ ... 41&bih=615

Re: Tölvuleikir Lagga

Sent: Sun 25. Nóv 2012 23:05
af Kjáni
Zpand3x skrifaði:Ertu nokkuð með slökkt á Windows Aero. Ég lenti í því að það komu tear í myndbönd sem ég horfði á og lagg í leiki þegar slökkt var á Aero. Galli í Windows 7 :S Algengt vandamál. Vonandi er þetta lausnin. Hægri klikka á desktop velur personalize og svo eitthvað Theame úr Aero Themes flokknum.

https://www.google.is/search?q=windwos+ ... 41&bih=615
neips það er kveikt á því :crying

Re: Tölvuleikir Lagga

Sent: Mið 28. Nóv 2012 11:03
af Swanmark
Ég spilaði C&C Generals á Virtual vél, virkaði fínt.

best.. game.. evr

Re: Tölvuleikir Lagga

Sent: Mið 28. Nóv 2012 11:15
af Garri
Miðað við lýsinguna og það hversu gamlir leikir þetta eru, þá grunar mig að ef móðurborðið er með innbyggt grafískt kort og þú sért þá með það á default..

Ég disabla alltaf móðurborðsskjákortsstuðninginn.. en skilst að W7 leyfi núna fjöl-skjá-a stuðning með aðstoð mb skjákorts og 3rd party korts, svo í einhverjum tilfellum mun ég nýta mér það.

Re: Tölvuleikir Lagga

Sent: Mið 28. Nóv 2012 11:18
af starionturbo
Fyndið, ég var einmitt að ná mér í leikinn aftur, rétt í þessari viku.

Besti leikur í heimi, en ég bíð virkilega spenntur eftir C&C Generals 2!

Mæli líka með að ná í Red Star moddið ef þú vilt prófa eitthvað nýtt (Færð russian general)

Mynd

Re: Tölvuleikir Lagga

Sent: Mið 28. Nóv 2012 12:46
af Kjáni
starionturbo skrifaði:Fyndið, ég var einmitt að ná mér í leikinn aftur, rétt í þessari viku.

Besti leikur í heimi, en ég bíð virkilega spenntur eftir C&C Generals 2!

Mæli líka með að ná í Red Star moddið ef þú vilt prófa eitthvað nýtt (Færð russian general)

Mynd
ég myndi gera það ef ég gæti spilað hann án þess að fara að hökta.

það er því miður ekkert onbord skjákort.

Re: Tölvuleikir Lagga

Sent: Mið 28. Nóv 2012 16:26
af Bioeight
Setja upp nýjustu drivera fyrir skjákortið, nota driver sweeper til að hreinsa út gömlu driverana fyrst(http://download.cnet.com/Driver-Fusion/3000-2086_4-75748005.html?tag=mncol;1).

Hverjar eru stillingarnar hjá þér í AMD Vision Engine Control Center undir Gaming - 3D Application settings, þá sérstaklega Anti-Aliasing og Anisotropic Filtering?

Hvaða móðurborð ertu með? Búinn að uppfæra BIOSinn á því?