Síða 1 af 1

óska eftir páfagauk

Sent: Fim 08. Nóv 2012 00:09
af bulldog
Sælir félagar.


Ég er að leita mér að páfagauk sem félaga þá er ég að hugsa um dísur, african grey, amazon eða eitthvað í þeim dúr. Ég hef tölvuverða reynslu af stórfuglum og væri jafnvel til í að borga fyrir fuglinn með tölvudóti úr rigginu mínu.

Ég er öryrki og er þar af leiðandi mikið heima á daginn og gauknum myndi þarf af leiðandi aldrei leiðast. Ef þið eruð með fugl sem vantar heimili eða páfagauk sem þið viljið selja þá endilega hafa samband.

Re: óska eftir páfagauk

Sent: Fim 08. Nóv 2012 00:32
af J1nX
ef þú ert á fésbók, þá geturðu skoðað eða sett inn auglýsingu þarna, er mestmegnis hundar og kettir, en það sakar ekki að spurja..

https://www.facebook.com/groups/280373701995853/

Re: óska eftir páfagauk

Sent: Fim 08. Nóv 2012 01:02
af bulldog
takk fyrir þennan link :)

Re: óska eftir páfagauk

Sent: Fim 08. Nóv 2012 01:24
af siggi83
Dísur eru flottir fuglar ef þú nærð þeim nógu ungum.
Mæli ekki með að fá fullorðin dísarfugl beint úr dýrabúð.
Finnst kvenfuglarnir líka oft hundleiðinlegir.

Annars fór ég bara yfir í kött og er sjálfur öryrki.

Re: óska eftir páfagauk

Sent: Fim 08. Nóv 2012 01:37
af AciD_RaiN
siggi83 skrifaði:Dísur eru flottir fuglar ef þú nærð þeim nógu ungum.
Mæli ekki með að fá fullorðin dísarfugl beint úr dýrabúð.
Finnst kvenfuglarnir líka oft hundleiðinlegir.

Annars fór ég bara yfir í kött og er sjálfur öryrki.

Kettir geta líka verið svo miklir félagar manns. Sérstaklega þegar maður er með inniketti eins og Maine Coon t.d.

Re: óska eftir páfagauk

Sent: Fim 08. Nóv 2012 10:54
af bulldog
það má ekki vera með hunda né ketti þar sem ég bý en ég fékk leyfi fyrir páfagauk. Ég hefði viljað vera með hund en það er víst ekki í boði.

Re: óska eftir páfagauk

Sent: Fim 08. Nóv 2012 11:44
af Jón Ragnar
AciD_RaiN skrifaði:
siggi83 skrifaði:Dísur eru flottir fuglar ef þú nærð þeim nógu ungum.
Mæli ekki með að fá fullorðin dísarfugl beint úr dýrabúð.
Finnst kvenfuglarnir líka oft hundleiðinlegir.

Annars fór ég bara yfir í kött og er sjálfur öryrki.

Kettir geta líka verið svo miklir félagar manns. Sérstaklega þegar maður er með inniketti eins og Maine Coon t.d.



Er með Maine Coon. gríðarlega skemmtilegir kettir, fyrir utan kettlingafeldsshedding

Re: óska eftir páfagauk

Sent: Fim 08. Nóv 2012 12:59
af urban
bulldog skrifaði:það má ekki vera með hunda né ketti þar sem ég bý en ég fékk leyfi fyrir páfagauk. Ég hefði viljað vera með hund en það er víst ekki í boði.


Hver er ástæðan fyrir því að þú fáir ekki að vera með kött en fáir að vera með gauk ??

þar sem að stórfuglar geta verið gríðarlega hávaðasamir öðru hverju, þá mundi ég nú frekar vilja hafa kött í næstu íbúð en stórfugl einsog cag eða macaw

Re: óska eftir páfagauk

Sent: Fim 08. Nóv 2012 13:23
af ManiO
urban skrifaði:
bulldog skrifaði:það má ekki vera með hunda né ketti þar sem ég bý en ég fékk leyfi fyrir páfagauk. Ég hefði viljað vera með hund en það er víst ekki í boði.


Hver er ástæðan fyrir því að þú fáir ekki að vera með kött en fáir að vera með gauk ??

þar sem að stórfuglar geta verið gríðarlega hávaðasamir öðru hverju, þá mundi ég nú frekar vilja hafa kött í næstu íbúð en stórfugl einsog cag eða macaw


Færri sem hafa ofnæmi fyrir fuglum en köttum og hundum geri ég ráð fyrir. Hávaðinn er ekki stór faktor í þessu býst ég við.

Re: óska eftir páfagauk

Sent: Fim 08. Nóv 2012 15:08
af Benzmann
mæli með www.tjorvar.is

færð handmataða unga hja honum. :-)

Re: óska eftir páfagauk

Sent: Fim 08. Nóv 2012 15:34
af bulldog
það eru bara reglur hjá félagsþjónustunni í reykjanesbæ að katta og hundahald er ekki leyft. Hvað segið þið vantar ykkur ekkert tölvudót úr rigginu hjá mér :)

Re: óska eftir páfagauk

Sent: Fim 08. Nóv 2012 15:42
af lukkuláki
Benzmann skrifaði:mæli með http://www.tjorvar.is

færð handmataða unga hja honum. :-)



Sammála hann Tjörvi er meistari meistaranna þegar kemur að fuglum ættir að tala við hann.

Re: óska eftir páfagauk

Sent: Fim 08. Nóv 2012 15:56
af bulldog
var að senda honum póst :) takk fyrir strákar.