Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Hér má kaupa og selja allt svo lengi sem það er löglegur varningur.

Höfundur
loftzon
Nýliði
Póstar: 19
Skráði sig: Fös 05. Nóv 2010 04:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf loftzon » Mið 29. Ágú 2012 16:07

Ég setti upp auglýsingu hér á Vaktin.is til að selja iPad original sem ég á fyrir c.a. mánuði síðan.

Nokkrir höfðu samband en einn var fyrstur til að segjast ætla kaupa hann. Vandamálið væri að hann væri á Akureyri en ég þyrfti bara að senda iPaddinn í póstkröfu. Ég sendi honum að ég væri til í það en hann virkaði á mig sem solid kaupandi, svo liðu 1-2 dagar þangað til ég komst á pósthúsið og aðrir höfðu samband sem vildu kaupa á Reykjavíkursvæðinu en ég ákvað að taka "leap of faith" þar sem hann var fyrstur og ég var búinn að segjast ætla að selja honum, og ákvað að senda iPaddinn minn til hans. Þrátt fyrir að hafa hringt í hann og sent honum SMS nokkrum sinnum um að pakkinn væri kominn til Akureyrar seinast liðinn mánuð var pakkinn endursendur til mín í dag þ.a. á mér stendur að borga c.a. 4000 kr flutningsgjald fyrir þessi ævintýri með c.a. 35þ kr iPaddinn minn.

Þetta þykir mér sérstaklega leiðinlegt fyrir hönd þeirra sem eru úti á landi að svona menn séu að grafa undir trausti þeirra sem þurfa að fá pakka senda í póstsendingu út á land.

Svo aðrir geri ekki sömu mistök og ég með þennan tiltekna notanda amk ætla ég að gefa upp hver þetta er: Notandanafnið er "krat" (search.php?author_id=14142&sr=posts) en hann býr sem áður segir á Akureyri.
Síðast breytt af loftzon á Mið 29. Ágú 2012 16:11, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf AciD_RaiN » Mið 29. Ágú 2012 16:10

Og er þetta þá algilt með fólk úti á landi??


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com


Höfundur
loftzon
Nýliði
Póstar: 19
Skráði sig: Fös 05. Nóv 2010 04:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf loftzon » Mið 29. Ágú 2012 16:11

AciD_RaiN skrifaði:Og er þetta þá algilt með fólk úti á landi??

Nei, ég er alls ekki að segja að þetta sé algilt. Ég er að segja að þetta sé varavert.



Skjámynd

bulldog
Besserwisser
Póstar: 3439
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 18:33
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf bulldog » Mið 29. Ágú 2012 16:14

fólk er jafn misjafnt og það er margt. Ég hef margoft sent út á land og aldrei lent í veseni, gott fólk sem býr út á landi =D>




Höfundur
loftzon
Nýliði
Póstar: 19
Skráði sig: Fös 05. Nóv 2010 04:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf loftzon » Mið 29. Ágú 2012 16:17

bulldog skrifaði:fólk er jafn misjafnt og það er margt. Ég hef margoft sent út á land og aldrei lent í veseni, gott fólk sem býr út á landi =D>

Þetta er klárlega ekki áfellisdómur um landsbyggðarfólk. Þetta á líka t.d. erindi við landsbyggðarfólk sem er að selja til Reykjavíkur. Þetta á erindi við þá sem standa í póstkröfuviðskiptum.



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf AciD_RaiN » Mið 29. Ágú 2012 16:29

loftzon skrifaði:
bulldog skrifaði:fólk er jafn misjafnt og það er margt. Ég hef margoft sent út á land og aldrei lent í veseni, gott fólk sem býr út á landi =D>

Þetta er klárlega ekki áfellisdómur um landsbyggðarfólk. Þetta á líka t.d. erindi við landsbyggðarfólk sem er að selja til Reykjavíkur. Þetta á erindi við þá sem standa í póstkröfuviðskiptum.

Enda er ég hættur að senda í póstkröfu þar sem það getur tekið viku að fá greiðsluna inn á reikning eftir að aðilinn er búinn að sækja vöruna. Er búinn að selja heilan helling frá mér og búinn að kaupa slatta líka og bý á Siglufirði og alltaf gengið eins og í sögu...


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Skjámynd

Gunnar Andri
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 17:59
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf Gunnar Andri » Mið 29. Ágú 2012 16:31

AciD_RaiN skrifaði:
loftzon skrifaði:
bulldog skrifaði:fólk er jafn misjafnt og það er margt. Ég hef margoft sent út á land og aldrei lent í veseni, gott fólk sem býr út á landi =D>

Þetta er klárlega ekki áfellisdómur um landsbyggðarfólk. Þetta á líka t.d. erindi við landsbyggðarfólk sem er að selja til Reykjavíkur. Þetta á erindi við þá sem standa í póstkröfuviðskiptum.

Enda er ég hættur að senda í póstkröfu þar sem það getur tekið viku að fá greiðsluna inn á reikning eftir að aðilinn er búinn að sækja vöruna. Er búinn að selja heilan helling frá mér og búinn að kaupa slatta líka og bý á Siglufirði og alltaf gengið eins og í sögu...


Já ég hef nú selt slatta út á land og aldrei verið vesen sérstaklega með hann Acid rain honum sendi ég nú bara það sem hann er að versla af mér og svo borgar hann bara eftir á :) (ekkert vesen á því ennþá :) )


Leikjavél W10 Pro
| i7 10700k | | Corsair 32GB 4x8GB 3600MHz | MSI GeForce GTX 2080ti | Asus Z490-Prime-A| Corsair RM 750| 2x Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD |Corsair 570x| ]Custom Vatnskæling EK|
Server
| i5 10600k |Artic freezer | Corsair 2*8GB |Asus Z490 |Corsair RM 850 |Samsung 500gb 980 Pro NVMe/M.2 SSD | HDD: 48Tb | Corsair 400d|

Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf Glazier » Mið 29. Ágú 2012 16:31

AciD_RaiN skrifaði:Og er þetta þá algilt með fólk úti á landi??

Nei, en þar sem þessi maður hefur núna einu sinni lent í þessu veseni við það að senda vöru út á land þá er ekkert víst að hann treysti næstu manneskju sem biður hann um að senda út á land.
Þannig þó þetta gildi ekki um alla þá minkar þetta samt líkurnar á að aðrir muni fá vörur sendar til sín í póstkröfu vegna þess að menn hugsa sig 2svar um næst eftir að þeira hafa lent í svona veseni einu sinni.


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf vesi » Mið 29. Ágú 2012 16:32

Held þú verðir seint sakaður um eithvað óhreint Acid.


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf AciD_RaiN » Mið 29. Ágú 2012 16:41

Mynd


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf lukkuláki » Mið 29. Ágú 2012 16:54

Sem betur fer þá virðast svona atvik vera algjörar undantekningar.
Ég hef sent út á land margoft og aldrei lent í þessu.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf CendenZ » Mið 29. Ágú 2012 16:54

fólk útá landi... það notar ekki einu sinni klósettpappír.........











;)



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf pattzi » Mið 29. Ágú 2012 17:00

Láta Bara Millifæra áður

Hef gert það og sent vöruna eða millifært sjálfur á einhvern og fengið svo vöruna :)




doc
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Mán 30. Ágú 2010 02:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf doc » Mið 29. Ágú 2012 18:21

hef sent útá land sjálfur án þess að búið sé að millifæra svo þegar varan er kominn þá hefur alltaf verið greitt hef ekki mikið af áhyggjum af landsbyggðarfólki topp fólk


MS Windows 7 Home Premium 64-bit
CPU Intel Core i5 2500K @ 3.30GHz Sandy Bridge 32nm Technology
RAM 8,00 GB Dual-Channel DDR3 @ 798MHz (9-9-9-24)
Motherboard MSI Z77A-GD65
Graphics BenQ G2750 (1920x1080@60Hz)1023MB GeForce GTX 550 Ti (MSI)

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf Danni V8 » Mið 29. Ágú 2012 18:40

Ég hef alltaf varann á sama hvert ég þarf að senda vöruna. Ég læt leggja inn á mig áður en ég sendi dótið. Ég veit það einna best að ég myndi aldrei svíkja neinn og færi í það að senda vöruna um leið og greiðsa bærist, en það er síðan bara upp undir kaupandanum hvort hann vilji taka sénsinn. Fyrir hann gæti ég alveg eins verið hinn versti svindlari. Ef einhverjir utan af landsbyggðinni treystir sér ekki fyrir að greiða fyrirfram þá er þetta ekki flókið, ég sel þá einhverjum öðrum vöruna. Ég ætla ekki að taka á mig auka fjárhagsáhættu vegna þess að einhver sem vill vöruna sem ég er að selja hefur ekki tök á því að sækja hana. Það kemur mér bara ekkert við.

Hljómar kannski hart en ef maður vill passa upp á að lenda í ekki í svona veseni eins og þú gerðir þá verður maður bara að hugsa svona.

Þess vegna finnst mér einhverskonar rep system vera svo nauðsynlegt hérna, þá væri hægt að fara betur yfir einstaklinginn og dæma út frá því hvort maður vilji taka áhættuna eða ekki.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Reputation: 20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf FuriousJoe » Mið 29. Ágú 2012 20:18

Ég hef selt vörur útá allt land, ég bý á AK og eina leiðin til að eiga í viðskiptum við mig er með því að borga fyrir fram.

Ég harðneita að senda í póstkröfu og mun aldrei gera það, og segi fólki frá því eftir að það lýsir áhuga.


Það sem kom mér mest á óvart var núna um daginn þá seldi ég iPad3 á bland.is fyrir 100.000kr, og stelpan þar (17-18 ára) sagðist ætla að taka hann, ég útskýrði fyrir henni hvernig þetta myndi virka þar sem hún byggi útá landi.
Stúlkan sendir til baka "ekkert mál" og áður en ég veit af er búið að leggja inná mig 100.000kr, ég er kannski með þetta í blóðinu að selja hluti en persónulega hefði ég beðið um mynd sem staðfestingu þegar um svona háa upphæð er að ræða :)


Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD

Skjámynd

Steini B
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Mið 02. Feb 2011 21:59
Reputation: 12
Staðsetning: í bjórbaði
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf Steini B » Mið 29. Ágú 2012 21:05

Vanalega þegar ég kaupi af einhverjum þá spyr ég hvort hann sé til í að senda út á land ef ég millifæri áður en hann sendir.
Hef ekki enþá lent í veseni og vona að það haldist þannig :)




krat
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 397
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 21:14
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf krat » Sun 27. Jan 2013 19:39

bara svo fyi þá er ég löngu búinn að borga sendingar kostnaðinn til baka




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf Bjosep » Sun 27. Jan 2013 19:58

Hálfkjánalegur póstur.

Þú ert bara að lenda í því sem margir lenda í sem eru að selja hérna. Einhver segist ætla að kaupa vöruna af viðkomandi en lætur síðan aldrei sjá sig til að sækja vöruna.

Það er heill þráður tileinkaður slíkum meisturum. Getur bætt viðkomandi "viðskiptamanni" í þann þráð ef þér sýnist svo.

viewtopic.php?f=11&t=26603




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf Garri » Sun 27. Jan 2013 20:07

Bjosep skrifaði:Hálfkjánalegur póstur.

Þú ert bara að lenda í því sem margir lenda í sem eru að selja hérna. Einhver segist ætla að kaupa vöruna af viðkomandi en lætur síðan aldrei sjá sig til að sækja vöruna.

Það er heill þráður tileinkaður slíkum meisturum. Getur bætt viðkomandi "viðskiptamanni" í þann þráð ef þér sýnist svo.

viewtopic.php?f=11&t=26603

Sýnist hann vera rúmlega sex mánaða gamall.. skrítið að endurvekja hann og rétt, líka skrítið að innlegg um þennan einstakling hafi ekki verið stofnað á til þess gerðum þræði.




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf Bjosep » Sun 27. Jan 2013 20:08

Hahaha ... úps :guy



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf Gúrú » Sun 27. Jan 2013 20:39

Það var ekki Bjosep sem endurvakti þennan þráð heldur 'krat' sem er þá glæpamaðurinn.


Modus ponens

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Seljendur - Varið ykkur á að senda út á land

Pósturaf ManiO » Sun 27. Jan 2013 20:44

Computer says no to necromancy.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."