Síða 1 af 1

WiFi baðvigt

Sent: Mán 16. Apr 2012 13:56
af PepsiMaxIsti
Góðan dag

Eru einhverjir sem að hafa einhverja reynslu á svona vigt.

http://www.eirberg.is/Product.aspx?ProductID=17440

Er að spá í þessu, ætla að fara að taka mig á þar sem að þyngd mín er komin í póstnúmer í reykjavík, sem bertur fer ekki í kópavogi eða garðabæ :P

Því langar mig að spyrja ykkur um þetta og hvort að þið hafið einhverja reynslu af svona :D

Re: WiFi baðvigt

Sent: Mán 16. Apr 2012 14:05
af Daz
Fjári dýrt finnst mér. Vigt sem vigtar kostar 1-2000 kall. Persónulega finnst mér það ekki 30.000 króna virði að hún geti líka sent öllum ættingjum mínum facebook skilaboð ef ég þyngist.

Re: WiFi baðvigt

Sent: Mán 16. Apr 2012 14:07
af PepsiMaxIsti
Jamm, veit að þetta er frekar dýrt, en þetta er nú til að fylgjast sjálfur með og skrá niður í forrit eða tölvu, gæti svo sem skráð niður í forrit eða blað, veit það, en var bara að forvitnast um þetta, efast um að ég fari útí þetta. Skoðaði á ebay, og sá að það kostar 45þ ef að maður kaupir þar með sendingar kostnaði, svo skattar og gjöld :P

Re: WiFi baðvigt

Sent: Mán 16. Apr 2012 14:11
af AntiTrust
Á svona, nota hana reglulega og synca allt info automatiskt við VidaOne. Flott vigt, ekki alveg í takt við þær fituprósentumælingar sem ég gerði sjálfur en þær eru svosem allar misjafnar eftir aðferðum. Svo lengi sem það er vigtað á sama tímasólahrings, án þess að vera búinn að taka inn mikið af vökvum er hægt að fylgjast með þónokkurri nákvæmni fituprósentu.

Re: WiFi baðvigt

Sent: Mán 16. Apr 2012 14:18
af PepsiMaxIsti
Vitið þið um eitthvað þægilegt forrit sem að hægt að er setja inn núverandi þyng, og svo setja inn mælingar eftir því sem að maður vigtar sig og til að sjá hvernig manni gengur.

Re: WiFi baðvigt

Sent: Mán 16. Apr 2012 14:23
af axyne
PepsiMaxIsti skrifaði:Vitið þið um eitthvað þægilegt forrit sem að hægt að er setja inn núverandi þyng, og svo setja inn mælingar eftir því sem að maður vigtar sig og til að sjá hvernig manni gengur.


Ef þú hefur grunnkunnáttu í Excel geturðu búið til skjal sem þú fyllir inní og býr til línurit fyrir þig.

Re: WiFi baðvigt

Sent: Mán 16. Apr 2012 14:29
af PepsiMaxIsti
axyne skrifaði:
PepsiMaxIsti skrifaði:Vitið þið um eitthvað þægilegt forrit sem að hægt að er setja inn núverandi þyng, og svo setja inn mælingar eftir því sem að maður vigtar sig og til að sjá hvernig manni gengur.


Ef þú hefur grunnkunnáttu í Excel geturðu búið til skjal sem þú fyllir inní og býr til línurit fyrir þig.



Jamm, veit það, en er samt sem áður að leita að forriti til að gera þetta, þannig að maður sé með þetta með sér, þurfi ekki að fara í tölvuna til að skrá þetta inn, þannig að maður geti vigtað sig hvar sem er :D

Re: WiFi baðvigt

Sent: Mán 16. Apr 2012 14:38
af AntiTrust
PepsiMaxIsti skrifaði:Vitið þið um eitthvað þægilegt forrit sem að hægt að er setja inn núverandi þyng, og svo setja inn mælingar eftir því sem að maður vigtar sig og til að sjá hvernig manni gengur.


Hellingur til af þeim, VidaOne meðal annars eitt af þeim. Ég set inn allt sem ég ét, æfingar, svefn, blóðþrýsting, hvíldarpúls, the whole lot inn í það og fylgist með. Vigtin sendir hverja vigtun inní Vida og Vida reiknar út kaloríuþarfir etc m.v. raunþyngd og fituprósentu.

Re: WiFi baðvigt

Sent: Mán 16. Apr 2012 14:54
af rattlehead
Þegar ég fór að brenna spikið í ræktinni, notaði ég [urlhttps://tracker.dailyburn.com/login][/url]. Þægileg dagbókarsíða sem heldur utan um næringu, æfingar og svefn. Á vigt sem kostaði 995 í rúmfatalagernum sem virkaði....ég léttist.