Síða 1 af 1

Von á stærri iPhone?

Sent: Fim 24. Nóv 2011 22:48
af gutti
jæja þá er iphone að stækka sig í skjá tommu humm

Frá mbl.is
Orðrómur er um, að bandaríski tölvuframleiðandinn Apple muni á næsta ári breyta hönnun allra helstu tækjanna, sem þar eru framleidd. Þannig verði skjárinn á iPhone símanum stækkaður og skjárinn á iPad verði bættur.

svo fyrir mac fólkið
Loks segir iLounge, að árið 2012 verði árið þegar MacBook Pro fær nýtt útlit. „Hugsið þynnra," segir vefurinn.

svo í lokinn fyrir ipad fólkið

Heimildarmaður iLounge segir einnig, að búast megi við að ný útgáfa af iPad spjaldtölvu verði 0,7 millimetrum þykkari en sú sem nú er seld. Er ástæðan fyrir því að skjárinn verði mun betri, með fjórum sinnum meiri upplausn. Búist er við að þessi tölva líti dagsins ljós í byrjun ársins.

linkið er hér http://mbl.is/frettir/taekni/2011/11/24 ... ri_iphone/

djö langar mar í iphone þegar minn LG GW620 Android drasl simi :pjuke

Re: Von á stærri iPhone?

Sent: Fim 24. Nóv 2011 23:01
af Daz
gutti skrifaði:djö langar mar í iphone þegar minn LG GW620 Android drasl simi :pjuke

"Fyrsti Android síminn frá LG." "Android OS 1.5"
Auðvitað langar þig í nýjan síma, þessi sími hefur líklega (á sínum tíma) ekki kostað helminginn af samtíma Iphone. (Það er hægt að kaupa hann nýjann núna sýnist mér á ca. 10 þúsund). S.s. grey síminn þinn hefur aldrei verið í sama flokki og Iphone.


(Afhverju var ég að skrifa þetta, æji bara þetta með eplin og appelsínurnar).

Re: Von á stærri iPhone?

Sent: Fim 24. Nóv 2011 23:03
af gardar
Mynd

Re: Von á stærri iPhone?

Sent: Fös 25. Nóv 2011 00:06
af Raidmax
gutti skrifaði:Heimildarmaður iLounge segir einnig, að búast megi við að ný útgáfa af iPad spjaldtölvu verði 0,7 millimetrum þykkari en sú sem nú er seld. Er ástæðan fyrir því að skjárinn verði mun betri, með fjórum sinnum meiri upplausn.


Ipad 2 er hvað með 1024x768 í upplausn en núna verður það 4 x 1024 x 768 ? það er nú ekki mjög líklegt...

Re: Von á stærri iPhone?

Sent: Fös 25. Nóv 2011 00:32
af chaplin
Raidmax skrifaði: Ipad 2 er hvað með 1024x768 í upplausn en núna verður það 4 x 1024 x 768 ? það er nú ekki mjög líklegt...


1024*768 = 786.432
786.432 * 4 = 3.145.728
2048*1536 = 3.145.728