Síða 1 af 1

Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Þri 09. Ágú 2011 19:57
af FuriousJoe
Sælir, var ekki viss hvar ég gæti sett þetta (veit ekki um neinar síður þar sem þetta myndi henta) svo ég ákvað að prófa hér.
(vonandi fæ ég ekki bann fyrir)


Góðan dag, vantar svona glerflöskur með áföstum smellitappa t.d Grolsch flöskurnar og svoleiðis.

Helst 500ml til 750ml flöskur skoða samt allt.
Þær meiga vera hvernig sem er á litinn.

Er á Akureyri.
Edit; Er auðvitað að tala um tómar flöskur.

Sendið á mig PM ef þið eigið einhvern slatta af þessu (20-40)

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Þri 09. Ágú 2011 20:11
af Hvati
Menn að fara að brugga? :lol:

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Þri 09. Ágú 2011 20:17
af Bassi6
http://www.ikea.is/products/7148 En raunar svívirðilega dýrt

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Þri 09. Ágú 2011 20:41
af FuriousJoe
Bassi6 skrifaði:http://www.ikea.is/products/7148 En raunar svívirðilega dýrt


Þessi er líka 1L :/ of mikið.


Hvati skrifaði:Menn að fara að brugga? :lol:


Ekki séns að ég fari í ríkið í dag og láti nauðga mér 14 sinnum fyrir hádegi, heimabrugg er mjög gott ef það er gert rétt :)

(A.t.h þetta er aðeins í einkaneyslu, og vantar mér þessar flöskur bara fyrir mig.)

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Þri 09. Ágú 2011 20:50
af FriðrikH
hefurðu athugað á fagun.is þar halda heimabruggararnir sig.

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Þri 09. Ágú 2011 21:04
af FuriousJoe
FriðrikH skrifaði:hefurðu athugað á fagun.is þar halda heimabruggararnir sig.


Já, það eru ca 2 sem nota þann vef.

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Þri 09. Ágú 2011 21:09
af AncientGod
Það er verið að selja svona flöskur í vinnuni hjá mér rúmfatarlagerinu en einni gallin er að þær eru lítaðar sem sagt, grænar, gular og þannig.

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Þri 09. Ágú 2011 21:14
af FuriousJoe
AncientGod skrifaði:Það er verið að selja svona flöskur í vinnuni hjá mér rúmfatarlagerinu en einni gallin er að þær eru lítaðar sem sagt, grænar, gular og þannig.


Þær meiga alveg vera litaðar, veistu hvað þær kosta þar ? og hvort þær séu 500ml eða 750ml ?

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Þri 09. Ágú 2011 21:33
af AncientGod
þær eru minni mig 500 ml mann því miður ekki verðið en þetta er eithvað um 1 þúsund krónur minnir mig kannski 700 og eithvað veit að þetta er til í rúmfatarlegeri í reykjarvík sem ég er að vinna en veit ekki hvort það sé til á AK en það skaðar ekki að gá.

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Mið 10. Ágú 2011 00:08
af FuriousJoe
AncientGod skrifaði:þær eru minni mig 500 ml mann því miður ekki verðið en þetta er eithvað um 1 þúsund krónur minnir mig kannski 700 og eithvað veit að þetta er til í rúmfatarlegeri í reykjarvík sem ég er að vinna en veit ekki hvort það sé til á AK en það skaðar ekki að gá.


700-1000kr flaskan ? það er bara allt of mikið.

Endurvinnslan gefur þér 12kr fyrir þetta helvíti :P
En þeir vilja ekki selja mér þessar flöskur þar því það var svo mikið um landabruggara að koma og kaupa þær til að selja landa (sem ég er ekki að gera, aðeins bjór í einkaneyslu)

Keypti 48 plastflöskur af aman.is og það kostaði bara 10.000kr, sem er bara rugl... Afhverju fæ ég bara 12kr skilagjald á eitthvað sem kostar 208kr ? (per flaska)

Anyways, off topic. Vantar enþá svona flöskur !

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Mið 10. Ágú 2011 00:10
af Black
Keyptu bara nóg af Grolsch and drink up :beer

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Mið 10. Ágú 2011 00:13
af AncientGod
En af hverju glerflöskur ? getur farið út í bónus og keypt past flöskur á 95 kr stykkið.

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Mið 10. Ágú 2011 00:33
af vesley
AncientGod skrifaði:En af hverju glerflöskur ? getur farið út í bónus og keypt past flöskur á 95 kr stykkið.



Mjög "oft" sem maður sér bjór í plasti :lol:

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Mið 10. Ágú 2011 00:53
af FuriousJoe
AncientGod skrifaði:En af hverju glerflöskur ? getur farið út í bónus og keypt past flöskur á 95 kr stykkið.


Vissi ekki að þær væru til þar :O

vesley skrifaði: Mjög "oft" sem maður sér bjór í plasti :lol:


Þær eru notaðar oft í heimabruggið, og mjög þæginlegar reyndar.

Ég keypti þarna frá aman.is 48 plastflöskur, glerflöskurnar eiga til með að springa ef maður er að setja of mikinn sykur til að kolsýra bjórinn eða hann er ekki búinn að gerjast þegar hann er settur á flöskur.
Plastflöskurnar gefa mun meira eftir og því tekst manni nánast að útiloka það vandamál með plastflöskum.

Hinsvegar er ég að elska þessar smelliglerflöskur og "POPP"-ið sem kemur þegar maður opnar þær ;)

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Mið 10. Ágú 2011 00:58
af AncientGod
vesley skrifaði:
AncientGod skrifaði:En af hverju glerflöskur ? getur farið út í bónus og keypt past flöskur á 95 kr stykkið.



Mjög "oft" sem maður sér bjór í plasti :lol:
ég reyndar hef séð það í heimalandi minni mjög mikkið af þessu og sjaldan sér maður þar í glerflöskum.

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Mið 10. Ágú 2011 01:10
af tdog
FOKK hvað mig langar mikið í jökulkaldann bjór núna!

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Mið 10. Ágú 2011 01:28
af Daz
Túbjorg í plasti
Svo var lengi hægt að fá Egils Pilsner í hefðbundunum (Egils-gos) 0,5L flöskum. Það var eins útilegulegt og nokkur áfengi varð...

Varðandi efni þráðsins, splæsa í nokkrar kippur af Grolsch? Ódýrara en að kaupa glerflöskurnar á 1000 kr!

INTERNETS! Rescue to!

IKEA? Y U NO SELL CHEEP?

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Mið 10. Ágú 2011 09:42
af Zorglub
Af hverju verslarðu ekki bara tappalokara og notar vanalegar flöskur?

http://www.vinkjallarinn.is/xodus_SubCa ... t=54&Cat=7

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Mið 10. Ágú 2011 13:40
af FuriousJoe
Zorglub skrifaði:Af hverju verslarðu ekki bara tappalokara og notar vanalegar flöskur?

http://www.vinkjallarinn.is/xodus_SubCa ... t=54&Cat=7


Er ekki að fara að nenna því að nota þetta 4.000kr tæki á 30-40 flöskur, tekur tíma.

Smelliflöskurnar eru svo auðveldar, bara fylla þær og loka, tekur 1-2 sec að loka þeim. Plús þarf ekki að versla tappa reglulega.

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Mið 10. Ágú 2011 14:35
af Snorrivk
Ég er með svona flöskulokara og nota tappana aftur og aftur fer bara varlega þegar ég er að opna þær til að beigla ekki tappana og það tekur ekki langan tíma að setja þá á svona 3-5 sek per flösku.

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Mið 10. Ágú 2011 16:21
af k0fuz
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=03560

Kaupa sér bara nokkrar svona og hirða glerið?? láta nauðga sér aðeins meir af ríkinu áður en þú ferð að leika á það ;)

Re: Óskast - Bjórflöskur með áföstum tappa

Sent: Mið 10. Ágú 2011 18:39
af FuriousJoe
k0fuz skrifaði:http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.aspx/tabid-54?productID=03560

Kaupa sér bara nokkrar svona og hirða glerið?? láta nauðga sér aðeins meir af ríkinu áður en þú ferð að leika á það ;)


Haha já, þetta er meirasegja ódýrara en glerið sem IKEA er að selja, og þessi er fullur af bjór !

Spurning um að gera það bara ;)