Síða 1 af 1

Óska eftir 26" konureiðhjóli

Sent: Mið 03. Ágú 2011 09:06
af lukkuláki
Óska eftir 26" konureiðhjóli

Helst fjallahjóli með gírum en skoða samt allt.

Hafið samband ef þið eruð með eitthvað handa mér.

Mynd

Re: Óska eftir 26" konureiðhjóli

Sent: Mið 03. Ágú 2011 11:51
af kaktus
keypti hjól handa konunni um daginn í byko á 40% afslætti maske þú ættir að kíkja á þá

Re: Óska eftir 26" konureiðhjóli

Sent: Mið 03. Ágú 2011 12:23
af lukkuláki
kaktus skrifaði:keypti hjól handa konunni um daginn í byko á 40% afslætti maske þú ættir að kíkja á þá


Já ég skoða það takk fyrir ábendinguna.
[edit]
Skoðaði byko.is en þar eru þau uppseld sem mér lýst best á og útsalan er búin/hætt hjá þeim þannig að ég er til í að skoða notuð hjól ef einhver er með eitthvað, væri jafnvel ekkert á móti því að eignast tvö.

Re: Óska eftir 26" konureiðhjóli

Sent: Mið 03. Ágú 2011 12:54
af Halli25
heyrði í útvarpinu í gær að hjólasprettur er með útsölu:
http://www.hjolasprettur.is/

Re: Óska eftir 26" konureiðhjóli

Sent: Mið 03. Ágú 2011 15:10
af FriðrikH
Ég mæli mjög eindregið með því að þú bíðir aðeins eftir útsölunum þegar þær byrja í erninum, GÁP, markinu og þessum alvöru búðum. Um að gera að kíkja í hjólasprett en það er yfirleitt hægt að gera fín kaup seinnipart sumars og oft mjög góð á haustin. En hvað sem þú gerir, ekki kaupa hjól í Byko, Hagkaup og Útilif. Ef það á eitthvað að hjóla á þessu hjóli þá er mjög fljótt að borga sig upp að kaupa almennilegt hjól.
Hjólin sem er verið að selja í Byko, hagkaup og þessum búðum eru ALGERT drasl, trúðu mér, ég hef aðeins verið að skoða componentana á þessu og þeir eru algert djók, í mörgum tilfellum eru ekki til varahlutir til að laga þessi hjól, sveifarlegusettin eru rusl og ekki hægt að fá ný, þegar þau eru búin þá er hjólið bara ónýtt.

Um að gera að skoða líka bara barnaland, oft hægt að finna fín gömul hjól þar. Hef oft rekist á að fólk er að selja gömlu Trek 800 hjólin sem eru með frábær stell.

Tékkaðu á þessu hjóli: https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advtype=4&advid=25030762 Það þarf eitthvað að gera við það, greinilega nýja keðju o.fl. en getur borgað sig ef prísinn á hjólinu er góður. Stellstærðin kemur þó ekki fram, hvað er konan þín stór? Almennt eru kvenhjól 16,5 - 19" (ATH. dekkjastærð (26") er almennt sú sama á 95% fjallahjóla en stellstærðir eru mjög mismunandi).

Hér http://www.hfr.is/main/solutorg.asp er líka verið að selja 2 hjól (4. auglýsing að ofan), trek 800 og trek 820. 820 hjólið er með 19" stelli, ég mundi ekki mæla með því nema að konan sé ca. 175cm eða hærri, annars ætti hitt að vera fínt.

Hvað á annars að nota hjólið í? 100% innanbæjar eða líka einhverjar hjólaferðir í torfærum?

Re: Óska eftir 26" konureiðhjóli

Sent: Mið 03. Ágú 2011 17:02
af lukkuláki
Vá ! þakka ykkur fyrir þessar upplýsingar og svör.
Náði mér í alveg fínasta hjól á bland.is áðan.