SELDUR! Panasonic PT-AX100 720p skjávarpi

Hér má kaupa og selja allt svo lengi sem það er löglegur varningur.
Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

SELDUR! Panasonic PT-AX100 720p skjávarpi

Pósturaf hagur » Þri 05. Júl 2011 22:32

SELDUR!


Jæja,

Ætla að prófa að auglýsa skjávarpann minn til sölu. Er með hann í stofunni hjá mér sem er nokkuð erfitt að myrkva almennilega (sérstaklega um hásumar) og því ákvað ég að "leggja" honum og keypti mér í staðinn stórt LCD sjónvarp.

Ætlaði nú ekkert að týma að selja varpann, var að spá í að eiga hann ef maður skyldi nú einhverntímann komast í íbúð/hús þar sem væri hægt að útbúa spes heimabíóherbergi, en það má nú alltaf kaupa nýjan varpa ef svo verður einhverntíman.

Þetta er semsagt Panasonic PT-AX100 skjávarpi, sem er native 720p en getur tekið við 1080p merki og birt og gerir það alveg með glans.

Mynd

Hérna eru detailed speccar:

  • ANSI lumens: 2000
  • Contrast (full on/off): 6000:1 with auto-iris
  • Light Engine: 1280x720, native 16:9, 3x 0.7" PolySi LCD with a 220W UHM lamp.
  • Video Compatibility: HDTV 1080p/60, 1080p/50, 1080p/24, 1080i, 720p, 576p, 576i, 480p. NTSC/PAL/SECAM.
  • Data Compatibility: Computer resolutions up to SXGA.
  • Connection Panel: One HDMI input, one VGA input, one set of component YPbPr inputs, one S-Video input, one composite input, one serial port, one kensington lock point, hardwired power on/off switch.
  • Lens and Throw Distance: 2:1 manual zoom/focus lens with manual H/V lens shift. Throws a 100" diagonal 16:9 image from 9.9' to 20.3'

Nánari uppl. og review: http://www.projectorcentral.com/panasonic_ax100.htm

Þessi varpi fékk fullt hús á ProjectorCentral á sínum tíma og þótti þá besti 720p skjávarpinn sem völ var á.

Það er ofboðslega auðvelt að staðsetja hann og setja upp í hvaða rými sem er, vegna þess að hann er með svokallað lens shift sem gerir manni kleift að færa myndina töluvert mikið upp/niður og til hægri/vinstri án þess að færa varpann sjálfan.

Ég keypti hann í janúar árið 2006 eða 2007, hreinlega man það ekki alveg, og er hann því orðinn nokkurra ára gamall og ekki lengur í ábyrgð. Ég keypti hann hjá SvarTækni og kostaði hann 199þús krónur.

Hann er notaður ~600 tíma (mjöööööög lítil notkun m.v. aldur), en peran er gefin upp fyrir 2000-3000 tíma (normal/eco mode). Ég hef nánast alltaf verið með hann í ECO.

Með honum fylgir nett universal loftfesting og 10 metra HDMI kapall.

Hann er ekki gallalaus, algengur kvilli í þessum skjávörpum (og mörgum LCD vörpum almennt) er svokallað color shift, sérstaklega blár/rauður litur. Þetta lýsir sér þannig að ef maður varpar alveg skjannahvítri mynd þá má sjá svona smá bleikt hue öðrumegin á myndfletinum en blátt hinumegin. Þetta hefur hinsvegar aldrei truflað mig við venjulega notkun, sést eiginlega bara þegar maður varpar alveg hvítum fleti upp á vegginn/tjaldið.

Ég hef enga sérstaka verðhugmynd, bara skjóta á mig tilboðum og ég væri jafnvel til í skipti á einhverju sniðugu tölvudóti. Ég hugsa þó að þessi skjávarpi sé alveg 70-80þús króna virði.

EDIT: Nei, segjum frekar 50-60þús. Hann er nú orðinn 4-5 ára gamall. Fannst hreinlega eins og ég hefði keypt hann í gær ;)

Ef ég fæ ekkert viðunandi tilboð þá áskil ég mér þann rétt að hætta einfaldlega við söluna og bara eiga hann áfram.

Best er að senda mér PM hérna eða tölvupóst á haukurhaf [hjá] gmail.com
Síðast breytt af hagur á Fim 28. Júl 2011 13:48, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: TS: Panasonic PT-AX100 720p skjávarpi

Pósturaf hagur » Fim 07. Júl 2011 00:22

Bumpeddí ...




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: TS: Panasonic PT-AX100 720p skjávarpi

Pósturaf AntiTrust » Fim 07. Júl 2011 00:34

50-60 þús fyrir native 720p varpa með 2000-2500 tíma eftir á perunni?

Gjöf en ekki gjald.




dave57
Nörd
Póstar: 148
Skráði sig: Lau 25. Júl 2009 18:10
Reputation: 1
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: TS: Panasonic PT-AX100 720p skjávarpi

Pósturaf dave57 » Lau 09. Júl 2011 01:00

Átti PT-900 varpan, sem er módelið á undan, í fimm ár og var mjög ánægður með hann. Þótti sá besti í sínum flokki á þeim tíma.
Keypti þann varpa í USA á 2800$.

Gott verð fyrir mjög gott tæki.


Samtíningur af alls konar rusli

Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: TS: Panasonic PT-AX100 720p skjávarpi

Pósturaf hagur » Mán 18. Júl 2011 18:59

Enginn áhugi?

Bjóðið mér eitthvað í skiptum ... Skoða allt sem eitthvað vit er í.