Síða 1 af 1

150þús kr bíll til sölu, skoða skipti á tölvu

Sent: Lau 25. Jún 2011 02:34
af KristjánJóhann
Er með Opel Astra '95 station með endurskoðun útá brotinn gorm(annar fylgir með) og púst, gengur vel og góður gírkassi en smá sjabbí útlit ;) bíll sem selst á 250-280þús í góðu standi. Vill fá 150þús fyrir hann og þarf að fara fyrir mánaðarmót.

Skoða að taka tölvudót uppí + pening. Þá er ég aðallega að hugsa flatskjá, fartölvu eða flotta borðvél, er ekki að leitast eftir pappakössum fullum af íhlutum eða eitthvað þannig, skoða einnig skipti á ýmsum raftækjum t.d dýrum símum+pen og bara hverju sem er.

Kv.Kristján

Re: 150þús kr bíll til sölu, skoða skipti á tölvu

Sent: Lau 25. Jún 2011 07:08
af Ulli
Þetta er rosa bíll #-o

Re: 150þús kr bíll til sölu, skoða skipti á tölvu

Sent: Lau 25. Jún 2011 07:45
af Tiger
Meinaru ekki 1.500kr eða mesta lagi 15.000kr..............? Ég myndi ekki skipta á þessu og viftunum í turninum mínum hvað þá meira.

Re: 150þús kr bíll til sölu, skoða skipti á tölvu

Sent: Lau 25. Jún 2011 08:55
af Danni V8
Snuddi skrifaði:Meinaru ekki 1.500kr eða mesta lagi 15.000kr..............? Ég myndi ekki skipta á þessu og viftunum í turninum mínum hvað þá meira.


Svona er þetta bara í dag.

Bílar sem hefðu selst á 20þús kall fyrir 4 árum seljast í dag á 150þús eða meira.

Ég keypti bíl á 20þús árið 2004 bara til þess að eyðileggja hann úti í móa. Það var VW Golf 95 í topp standi nema á ónýtum dekkjum. Hefði ég haldið honum í lagi og keyrt hann í til ársins 2010 þá hefði ég getað selt hann á ca 200þús miðað við hvað alveg eins bílar eru að fara á í dag.

Maður finnur einstaka bíla á undir 80þús en þeir eru oftar en ekki í þannig standi að þeir fá ekki skoðun vegna þess að sílsar og undirvagn eru nánast ryðgaðir í burtu.

Leiðinleg þróun miðað við hvað það var auðvelt að fá fína bíla fyrir nokkrum árum á klink bara vegna þess að þeir sem áttu þá nenntu frekar að selja þá fyrir ca 5þús meira en maður fær fyrir að henda þeim og þar af leiðandi þurftu eigendurinir ekki að standa í veseninu að koma þeim á haugana og fá greiðsluna.

Mig einmitt vantar bíl fyrir veturinn en er ekki tilbúinn að borga meira en 100þús.

Annars gangi þér bara vel með söluna! Skil ekki hvers vegna þú skiptir ekki bara um gorminn og lætur laga pústið og kemur honum gegnum skoðun. Selst eins og skot ef þú gerir það.

Re: 150þús kr bíll til sölu, skoða skipti á tölvu

Sent: Lau 25. Jún 2011 09:11
af Ulli
semsagt fyrir 98 VW Bora keyrðan 180þ sést nánast ekki á boddy með nýja Diska og bremsur allan hringin þá er 300k allt í lagi? :^o
Get semsagt selt hann á sama eða meira og ég keypti hann 2008?

Re: 150þús kr bíll til sölu, skoða skipti á tölvu

Sent: Lau 25. Jún 2011 09:24
af beatmaster
Slétt skipti?

Mynd


Bara smá djók, ég vona að ég sé ekki að særa neinn


Þetta með að hlutir séu dýrari í dag skrifast samt á gjaldmiðilinn okkar, hina alíslensku verðtryggðu krónu sem að gerir það að verkum að krónan síðan í gær er ekki jafn verðmikil og krónan í dag og krónan síðan 2007 hefur engan veginn sama verðgildi og krónan í dag, tala nú ekki um krónu morgundagsins, alltaf gaman að búa á skerinu góða...

Re: 150þús kr bíll til sölu, skoða skipti á tölvu

Sent: Lau 25. Jún 2011 12:08
af Black
vill bara benda á að ég fékk imprezu 2000árgerð með nýrri tímareim heddpakkingum og kúplingu, á 60þ í síðastamánuði :P þannig þessi bíll er ekki virði 200þ !

Re: 150þús kr bíll til sölu, skoða skipti á tölvu

Sent: Lau 25. Jún 2011 12:12
af biturk
fyndið hvað margir halda að notaðir hlutir hafi hækkað í verði útaf hruni

það eru bara kjánar sem ákváðu að keira verðið upp af því að hlutir hækkuðu og fólk sættir sig bara við það


ég keipti í hitteðfyrra 93 corollu mjög illa farna í útliti á 33 þúsund. það var fínt verð


ég kalla á sanngjarna verðlagningu á notuðum hlutum.......þá sérstaklega bílum

Re: 150þús kr bíll til sölu, skoða skipti á tölvu

Sent: Lau 25. Jún 2011 19:22
af KristjánJóhann
hahahah shit, það er alltaf það sama þegar maður kemur hérna inn, vælið eins og einhverjar kellingar, þið eruð ekki að fara að kaupa þennan bíl, komið bara hingað til að nöldra. Ástæðan fyrir því að ég er ekki búinn að gera við hann því ég er að vinna 14 tíma á dag og hef bara ekki tíma í hann, til í að lækka mig eitthvað í staðgreiðslu en býst svosem ekki við að hann seljist hérna inni, en sama hvað þið segið, þá selst þessi bíll á þennan pening í þessu standi, bara tímaspursmál. *flamesuit on*

Re: 150þús kr bíll til sölu, skoða skipti á tölvu

Sent: Lau 25. Jún 2011 19:40
af FuriousJoe
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Alveg eins bíll sýnist mér, nema í topp standi og á 160.000 (á bílasölu, eru oftast dýrari þar en í einkasölu)


Þú ert ekki að fara að fá 150.000 fyrir þennan bíl þvímiður, og það þíðir ekkert að vera með móral yfir því.
Þetta er ekkert okkur að kenna þótt við bendum á það.

Re: 150þús kr bíll til sölu, skoða skipti á tölvu

Sent: Lau 25. Jún 2011 19:54
af vesley
KristjánJóhann skrifaði:hahahah shit, það er alltaf það sama þegar maður kemur hérna inn, vælið eins og einhverjar kellingar, þið eruð ekki að fara að kaupa þennan bíl, komið bara hingað til að nöldra. Ástæðan fyrir því að ég er ekki búinn að gera við hann því ég er að vinna 14 tíma á dag og hef bara ekki tíma í hann, til í að lækka mig eitthvað í staðgreiðslu en býst svosem ekki við að hann seljist hérna inni, en sama hvað þið segið, þá selst þessi bíll á þennan pening í þessu standi, bara tímaspursmál. *flamesuit on*



Verður að átta þig á því hversu illa farinn þessi bíll er. Haugryðgaður og er það heljarinnar vinna að laga allt ryðið í þessum bíl, ryð lækkar t.d. verðgildi bíls um heilann helling.
Gefur upp of litlar upplýsingar. t.d. hversu mikið hann sé ekinn, bsk?, hvaða vél og margt margt fleira. Sýnist húddið vera ónýtt og sjálfsagt fleiri hlutir sem þyrfti að skipta um til að koma í sæmilegt ástand.

Þessi bíll er því miður ekki meira en 50þús króna virði. Getur fengið margfalt betri bíl fyrir minni pening en 150þús

Ef það er komið ryðgat í gólfið þá er bíllinn í ömurlegu standi t.d.

Re: 150þús kr bíll til sölu, skoða skipti á tölvu

Sent: Mán 27. Jún 2011 00:11
af KristjánJóhann
Seldist á 140þús, takk fyrir mig

Re: 150þús kr bíll til sölu, skoða skipti á tölvu

Sent: Mán 27. Jún 2011 01:36
af Minuz1
biturk skrifaði:fyndið hvað margir halda að notaðir hlutir hafi hækkað í verði útaf hruni

það eru bara kjánar sem ákváðu að keira verðið upp af því að hlutir hækkuðu og fólk sættir sig bara við það


ég keipti í hitteðfyrra 93 corollu mjög illa farna í útliti á 33 þúsund. það var fínt verð


ég kalla á sanngjarna verðlagningu á notuðum hlutum.......þá sérstaklega bílum


Verð á notuðum bílum miðast við verðið á nýjum bílum og ef nýr bíll hækkar um 100%, þá á notaður bíll líka að hækka um 100%.

Kostar sama í strætó og undanfarið.

Re: 150þús kr bíll til sölu, skoða skipti á tölvu

Sent: Mán 27. Jún 2011 01:54
af kizi86
KristjánJóhann skrifaði:Seldist á 140þús, takk fyrir mig

SHAME ON YOU!

ætti að vera hægt að kæra þig fyrir þetta.. endilega gefðu okkur upp staðfestingu á sölunni, og hverjum þú seldir þetta, væri alveg til í að benda viðkomandi á hvað hann var að gera fáránlega slæm kaup...

er ekki að trúa því að þessi bíll hafi farið á þennan pening sorry....

Re: 150þús kr bíll til sölu, skoða skipti á tölvu

Sent: Mán 27. Jún 2011 02:24
af rapport
Það er skortur á druslum...

Þær eru nýju Range Roverarnir...

To be krepp, you have to look krepp, you know...