Síða 1 af 3

Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 16:10
af bulldog
Ég er með ársgamla bolabítstík til sölu. Ástæða sölu eru breyttar aðstæður. Hún er án ættbókar og verðhugmynd 130 þús. Áhugasamir hafi samband í skilaboðum.

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 16:22
af Glazier
Mmmm.. 130.000 kr. fyrir 1 árs gamlan hund sem er ekki ættbókafærður ? #-o

Værir heppinn að fá þetta verð fyrir tíkina ef hún væri hvolpur (ný fædd) en hún er orðin 1 árs gömul og ekki ættbókafærð þá er þetta gefins.

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 16:26
af bulldog
Hún er tryggð sem heimilishundur fyrir 100 þúsund. Takk samt fyrir áhugann.

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 16:39
af snaeji
Hundur án ættbókar er því miður ekki mikils virði í peningum....

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 16:42
af bulldog
Hundur og hundur er ekki það sama ..... Það eru heldur ekki allir sem eru að sýna hundanna sína.

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 16:44
af Glazier
bulldog skrifaði:Hundur og hundur er ekki það sama ..... Það eru heldur ekki allir sem eru að sýna hundanna sína.

Þeir sem ætla sér ekki að sýna hundana sína eða rækta undan þeim þeir fá sér hunda sem eru ekki ættbókafærðir til þess að spara pening.. í þessu tilfelli væri fólkið ekki að spara neinn pening.

Ég sem dæmi var að taka að mér 8 ára gamla Írska setter tík, ættbókafærð og með alla löglega pappíra til ræktunar (reyndar orðin frekar gömul til þess) og fékk með henni 2 stór búr, hundasjampó, ól, 2 stóra poka af hundamat, bæli fyrir hana, rakvél, naglaklippur og eitthvað meira.
Borguðum ekki krónu fyrir hana. Þó svo að hún hefði verið 1 árs þá hefðum við ekki þurft að borga krónu fyrir hana.

Þetta er bara svona (því miður) með hunda að þegar þeir eru orðnir 1 árs þá eru þeir einfaldlega verðlausir, hvað þá ef þeir eru ekki ættbókafærðir.

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 16:52
af bulldog
Ég er alls ekki sammála þessu sjónarmiði hjá þér Glazier. Heldurðu að ættbókarfærðir 1 árs hundar séu gefins vegna þess að þeir séu orðnir 1 árs ? Þetta er bara eins heimskuleg staðhæfing og hægt er að koma með. Þú ert að borga 300-350 þúsund algengt verð fyrir hunda með ættbók og þú vilt meina að þeir séu orðnir verðlausir 1 árs.

Ég fékk mér ekki óættbókafærða tík til þess að spara pening heldur vegna þess að mér stóð hún til boða og borgaði c.a. helming af því sem hún hefði kostað ættbókarfærð. Hún er tryggð fyrir 100.000 sem heimilishundur ertu semsagt að segja mér að ég myndi koma betur út úr því að stúta henni en að selja hana ????

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 16:54
af biturk
bulldog skrifaði:Ég er alls ekki sammála þessu sjónarmiði hjá þér Glazier. Heldurðu að ættbókarfærðir 1 árs hundar séu gefins vegna þess að þeir séu orðnir 1 árs ? Þetta er bara eins heimskuleg staðhæfing og hægt er að koma með. Þú ert að borga 300-350 þúsund algengt verð fyrir hunda með ættbók og þú vilt meina að þeir séu orðnir verðlausir 1 árs.

Ég fékk mér ekki óættbókafærða tík til þess að spara pening heldur vegna þess að mér stóð hún til boða og borgaði c.a. helming af því sem hún hefði kostað ættbókarfærð. Hún er tryggð fyrir 100.000 sem heimilishundur ertu semsagt að segja mér að ég myndi koma betur út úr því að stúta henni en að selja hana ????



nei, það væri tryggingarsvik og ber að tilkynna ;)

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 16:56
af bulldog
Ég er að reyna að koma vitinu fyrir þeim tóma mann .....

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 16:58
af Glazier
bulldog skrifaði:Ég er alls ekki sammála þessu sjónarmiði hjá þér Glazier. Heldurðu að ættbókarfærðir 1 árs hundar séu gefins vegna þess að þeir séu orðnir 1 árs ? Þetta er bara eins heimskuleg staðhæfing og hægt er að koma með. Þú ert að borga 300-350 þúsund algengt verð fyrir hunda með ættbók og þú vilt meina að þeir séu orðnir verðlausir 1 árs.

Ég fékk mér ekki óættbókafærða tík til þess að spara pening heldur vegna þess að mér stóð hún til boða og borgaði c.a. helming af því sem hún hefði kostað ættbókarfærð. Hún er tryggð fyrir 100.000 sem heimilishundur ertu semsagt að segja mér að ég myndi koma betur út úr því að stúta henni en að selja hana ????

Ekki vera svona vitlaus..
Þetta er ekki bara mitt sjónarmið.. þetta er bara svona almennt.
Það vill enginn borga 130.000 kr. fyrir 1 árs gamlann hund þannig er það bara.

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 16:59
af Gúrú
bulldog skrifaði:Ég fékk mér ekki óættbókafærða tík til þess að spara pening heldur vegna þess að mér stóð hún til boða og borgaði c.a. helming af því sem hún hefði kostað ættbókarfærð


Þetta er spes.. hugsunarvilla. :P

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 17:01
af ManiO
Gúrú skrifaði:
bulldog skrifaði:Ég fékk mér ekki óættbókafærða tík til þess að spara pening heldur vegna þess að mér stóð hún til boða og borgaði c.a. helming af því sem hún hefði kostað ættbókarfærð


Þetta er spes.. hugsunarvilla. :P



Nokkuð viss að hann meinti að hann fékk sér hana af því að hún stóð til boða. En vegna þess að hún var ekki ættbókarfærð þá þurfti hann bara að borga helming af verðinu.

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 17:02
af bulldog
Glazier skrifaði:
bulldog skrifaði:Hundur og hundur er ekki það sama ..... Það eru heldur ekki allir sem eru að sýna hundanna sína.

Þeir sem ætla sér ekki að sýna hundana sína eða rækta undan þeim þeir fá sér hunda sem eru ekki ættbókafærðir til þess að spara pening.. í þessu tilfelli væri fólkið ekki að spara neinn pening.

Ég sem dæmi var að taka að mér 8 ára gamla Írska setter tík, ættbókafærð og með alla löglega pappíra til ræktunar (reyndar orðin frekar gömul til þess) og fékk með henni 2 stór búr, hundasjampó, ól, 2 stóra poka af hundamat, bæli fyrir hana, rakvél, naglaklippur og eitthvað meira.
Borguðum ekki krónu fyrir hana. Þó svo að hún hefði verið 1 árs þá hefðum við ekki þurft að borga krónu fyrir hana.

Þetta er bara svona (því miður) með hunda að þegar þeir eru orðnir 1 árs þá eru þeir einfaldlega verðlausir, hvað þá ef þeir eru ekki ættbókafærðir.


Eins og þú settir það fram þarna var eins og þú værir að alhæfa að þetta væri svona en ekki að þetta væri þitt sjónarmið.

Það þurfa ekki allir að vera sammála, en takk fyrir þín 5 cent inn í þessa umræðu.

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 17:03
af AntiTrust
Finnst ógeðslegt að selja dýrin sín. Þetta er EKKI fjárfesting, heldur fjölskyldumeðlimur!

Myndi HIKLAUST gefa tíkina mína og allt sem henni fylgdi svo lengi sem ég vissi að hún væri að fara á frábært heimili með góða eigendur. Myndi hinsvegar aldrei láta mér detta í hug að láta tíkina mína frá mér, en það er svosem annað mál.

Að fólk sé að vitna í e-rja helvítis tryggingar, eins og það sé verið að taka fram brunabótamat.. það sýður á mér!!

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 17:04
af Glazier
bulldog skrifaði:Eins og þú settir það fram þarna var eins og þú værir að alhæfa að þetta væri svona en ekki að þetta væri þitt sjónarmið.

Ég er að alhæfa..

130.000 kr. er enganvegin normal verð fyrir þetta.
Ef þú ert heppinn þá er sá sem tekur hana að sér tilbúinn að borga eitthvað fyrir það sem fylgir með (sem í mínu tilfelli kom frítt með) ef þú ert með búr eða annað álíka sem getur verið dýrt.

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 17:05
af bulldog
antitrust : ég var að reyna að koma honum í skilning um að dýrin eru ekki verðlaus þótt að þau séu orðin 1 árs.

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 17:13
af AntiTrust
bulldog skrifaði:antitrust : ég var að reyna að koma honum í skilning um að dýrin eru ekki verðlaus þótt að þau séu orðin 1 árs.


Veistu, ég verð að vera meira sammála honum en þér. Þetta er ekki ættbókarfærð tík, og því lítið hægt að hafa upp úr ræktun ef út það yrði farið, og hún er orðin 1 árs. Það væri í lagi að fá borgað fyrir búr, mat, ólar og flr. því tengdu, en þegar kemur að því að það þarf að láta gæludýr fara vegna breyttra aðstæðna, þá í mínum huga kemur peningur aldrei upp. Allt það dýrafólk í kringum mig sem hefur þurft að láta hundinn sinn fara, hefur alltaf gefið hann gegn því að hann sé að fá fyrirmyndarheimili.

Mér finnst að það ætti að vera prinsipp númer 1,2, og 3 - Ekki að fá peninginn sinn til baka.

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 17:17
af Gúrú
ManiO skrifaði:Nokkuð viss að hann meinti að hann fékk sér hana af því að hún stóð til boða. En vegna þess að hún var ekki ættbókarfærð þá þurfti hann bara að borga helming af verðinu.


Je en til þess að gefa okkur að þetta sé ekki rit/whateverilla þurfum við að gefa okkur að það séu engar ættbókarfærðar tíkur til sölu, sem ég efa, annars bara spes orðað. :? :)

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 17:27
af Dormaster
OFF TOPIC :
hvað er þetta ættbókar dæmi hvað þýðir það svona

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 17:37
af zedro
Dormaster skrifaði:OFF TOPIC :
hvað er þetta ættbókar dæmi hvað þýðir það svona

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=3107

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 17:48
af AntiTrust
Dormaster skrifaði:OFF TOPIC :
hvað er þetta ættbókar dæmi hvað þýðir það svona


Snobb, og ein stærsta ástæðan fyrir alvarlegum sjúkdómum í hundum í dag. Annars er fræðilegri skýring í vísindavefslinknum.

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 18:21
af Páll
Hættið að eyðileggja söluna hans! PISS OFF! :shooting

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 18:24
af Glazier
Páll skrifaði:Hættið að eyðileggja söluna hans! PISS OFF! :shooting

Bara þessi basic verðvakt sem er hérna á vaktinni.. koma í veg fyrir að menn séu að okra á hvor öðrum ;)

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 18:26
af Páll
Já, enn þið vitið ekkert allt og getið ekkert verðlagt ALLT og hjá öllum....svo kemur þetta ykkur bara alls ekkert við nema þið ætlið að kaupa þetta eða hafið áhuga.

Re: Árs gömul Bolabítstík til sölu.

Sent: Mán 14. Feb 2011 18:28
af Gúrú
Páll skrifaði:svo kemur þetta ykkur bara alls ekkert við nema þið ætlið að kaupa þetta eða hafið áhuga.


Þú ert á vaktinni svo að þetta mottó þitt er frekar kjánalegt, þó að ég hafi ekkert vit á hundaviðskiptum.