Síða 1 af 1

Ipod FM sendir

Sent: Sun 19. Des 2010 23:03
af Hvati
Veit einhver um einhverja búð sem selur FM sendi svo hægt sé að hlusta á Ipod í bíl? Fyrir utan það sem er inná epli.is og kostar 10k+, er að leita að einhverju á undir svona 5k. Ég hef prufað að senda Buy.is nokkur e-mail en þeir svara bara ekki, hljóta að vera uppteknir eða eitthvað.

Re: Ipod FM sendir

Sent: Sun 19. Des 2010 23:06
af dedd10
Ég var einmitt að pæla í svipuðu,

Er að íhuga að panta mér bara eitthvað cheap af Ebay, allt í lagi að prufa því það kostar ekki nema 1-2þ mestalagi komið heim

Re: Ipod FM sendir

Sent: Sun 19. Des 2010 23:38
af Hvati
Kannski maður skoði þetta á ebay, ég stórefa samt að þetta ódýrasta séu með einhverri almennilegri drægni eða fínum hljóðgæðum.

Re: Ipod FM sendir

Sent: Sun 19. Des 2010 23:41
af Klemmi
Ekki kaupa ódýra svona senda nema vera búinn að skoða umsagnir um hann fyrst, ég gerði þau mistök þegar ég var staddur í RadioShack í USA að spara í sendi sem ég keypti, leit voða vel út, gefin góð drægni o.s.frv.

Svo þegar ég byrjaði að nota hann, þá kom í ljós að alltaf þegar s-hljóð heyrðist kom bara surg í staðin, sama hvaða tíðni ég notaði...

Re: Ipod FM sendir

Sent: Sun 19. Des 2010 23:46
af Olafst
Hérna eru nokkrir, en þó enginn þeirra undir 5k
http://sm.is/index.php?sida=flokkur&flokkur=3406

Re: Ipod FM sendir

Sent: Mán 20. Des 2010 00:05
af Viktor

Re: Ipod FM sendir

Sent: Mán 20. Des 2010 00:10
af Frost
Ég keypti mér ódýran FM sendi í Elko og hann virkar ótrúlega vel. Eini gallinn við svona senda er að það er erfitt að finna fullkomnu stöðina þar sem það er engin önnur stöð að trufla.

Re: Ipod FM sendir

Sent: Mán 20. Des 2010 00:19
af Klemmi
Get ekki mælt með þessum Logic3 sendi, fékk þannig í jólagjöf í fyrra og bassinn í gegnum hann er gott sem enginn :(

Re: Ipod FM sendir

Sent: Mán 20. Des 2010 01:12
af Lexxinn
Hef prufað 4-5 mismunandi tegundir FM senda fyrir Ipod og þessi virkar best af þeim sem ég hef, en hann er langt frá þínu verði.
http://www.epli.is/griffin-itrip-auto-2010.html

Re: Ipod FM sendir

Sent: Mán 20. Des 2010 01:17
af snaeji
Líklegast ódýrara fyrir þig að kaupa nýtt útvarp með Aux heldur en að fá þér itrip.. gæðin í þessu eru til háborinnar skammar og færð vanalega mikið volume drop...

Re: Ipod FM sendir

Sent: Mán 20. Des 2010 01:24
af Lexxinn
snaeji skrifaði:Líklegast ódýrara fyrir þig að kaupa nýtt útvarp með Aux heldur en að fá þér itrip.. gæðin í þessu eru til háborinnar skammar og færð vanalega mikið volume drop...


Tel þig ekki hafa notað Itrip

Re: Ipod FM sendir

Sent: Mán 20. Des 2010 01:34
af snaeji
Ekkert ásættanlegt allavega... með reynslu af 4 mismunandi gerðum