Síða 1 af 1

HDMI

Sent: Fim 09. Sep 2010 11:05
af PepsiMaxIsti
Góðan dag

Mig langar að koma með eina spurningu.

Ég er með sjónarp sem að er með HDMI tengi og tölvu, mig langar að ath hvort að það sé nóg að vera með hdmi snúru, eða hvort að ég þurfi sér snúru fyrir hljóðið.

Síðan langar miglíka að athuga hvaða forrit er best til að spila svona mkv og þannig fila. Endilega láta vita ykkar skoðun.

Ps. er með windows 7

Re: HDMI

Sent: Fim 09. Sep 2010 12:58
af Sydney
Í fyrsta lagi er þessi þráður á vitlausum stað, ætti ekki að vera í markaðnum.

Í öðru lagi fer það eftir skjákortinu. Ef þú ert með ATi kort, 4000 eða 5000 seríu, eru allar líkur á að það sé innbyggt hljóðkort í skjákortinu, sem þýðir að einfaldur HDMI kapall er nóg.

Ef þú ert með nvidia kort, 200 eða 400 sería, þá þarftu að tengja skjákortið við móðurborðið með S/PDIF kapli sem fylgir með skjákortinu, þá færðu það sem mig minnir að kallist "passthrough" audio, móðurborðið sér um digital hljóðið og sendir það í gegnum skjákortið yfir í HDMI tengið.

Ef þú ert með innbyggt HDMI á móðurborðinu og ert að nota það, þá eru að öllum líkindum líka hljóð í gegnum það tengi.

Ef ekkert að þessu á við þig, verðuru tengja hljóðið sér.

Ef skjákortið er ekki með HDMI og þú ætlar að nota DVI>HDMI breytistykki þá virkar það bara með einstökum ATi kortum með sérstökum ATi adapter.

Varðandi forritið, þá mæli ég með VLC.