Stingray80 skrifaði:Minnsta sem hægt er að gera er að koma að leiknum með opinn hug.
Fyrirgefðu, en helsta ástæðan afhverju það þykir mjög erfitt að koma að MW3 með opnum hug er vegna þess hve oft maður hefur orðið fyrir vonbrigðum með leiki í þessari seríu.
Velgengni Call of Duty seríunnar má að mestu leiti rekja til Call of Duty 4: Modern Warfare, enda umbylti hann fyrstu persónu skotleikjum.
Síðan þá hefur lítið breyst nema bara ný saga, ný skins, ný möpp og ný game mode.
Maður keypti World at War og varð fyrir vonbrigðum (fyrir utan Nazi Zombies), maður keypti MW2 og varð fyrir vonbrigðum, maður keypti Black Ops og varð fyrir vonbrigðum (þó margt nýtt í honum t.d. Theater mode og splitscreen online multiplayer).
Afhverju ætti það að breytast núna með MW3 þegar hann lítur nákvæmlega eins út og fyrri leikirnir ?
Fyrir utan að það eru til mun betri leikir eins og t.d. Battlefield leikirnir sem gefa manni ný skins, ný vopn, ný vehicles og ný möpp í formi DLC sem kostar ekki jafn mikið og nýr CoD.. Jafnvel ekki neitt í sumum tilvikum (VIP map packs í BC2 og Back to Karkand fyrir Limited Edition).