nú erum við kærastan að fara út í íbúðarkaup og ætlum því að selja annann bílinn til að minnka útgjöld heimilisins
Því verð ég víst að setja gullmolann minn á sölu, en það er Toyota Corolla, nýskráður í nóvember 2003. Helstu upplýsingar:
- Toyota Corolla VVT-I Hatchback 2003
- Keyrður 154.xxx
- 1.6 bensínvél – 108hö, eyddi hjá mér 6,3L/100km síðasta sumar og 7,1L/100km í vetur.
- Beinskiptur 5 gíra
- Næsta skoðun í júlí 2015
- Kemur á nýjum Hankook vetrardekkjum, ónegld en neglanleg, keypt í október á 70.000kr.-
- Fjarstýrðar samlæsingar, rafmagn í rúðum að framan og aftan, reyklaus, smurður reglulega.
- Ásett verð 800þús
Það var farið yfir bremsur að framan fyrri part árs í fyrra, skipt um diska, klossa og annan stimpil sem var orðinn lélegur. Farið yfir bremsur að aftan í nóvember, skipt um klossa og borða, stimplar og gúmmí hreinsuð.
Bíllinn er með tímakeðju og líkt og þeir sem þekkja til þessara bíla vita, þá eru þeir viðhaldslitlir, þægilegir í akstri og sparneytnir.
Ég er opinn fyrir tilboðum og ekki hika við að hafa samband ef það eru einhverjar spurningar