Síða 1 af 1

SATA-AV8-winXP64-vandamál

Sent: Þri 07. Feb 2006 17:57
af arnarpb
Tiltillinn segir nokkurnveginn allt en málið er það að tölvan finnur ekki nýja SATA diskinn minn. Ég er nokkuð viss um að diskurinn sé rétt tengur.
Held samt að vandamálið liggi í því að ég finn engan driver fyrir þetta.

Einhver gáfaður þarna úti sem getur hjálpað mér?

Sent: Þri 07. Feb 2006 18:27
af mjamja
er hann bæði tengdur í psu og móðurborðið? ef svo er þá er hann rétt tengdur, prófðu að fara í bios og láta hann skanna eftir nýjum disk

Sent: Þri 07. Feb 2006 19:21
af Mazi!
er diskurinn formattaður?

Sent: Þri 07. Feb 2006 19:28
af arnarpb
ég get ekkert formattað hann ef ég finn´ann ekki

Sent: Þri 07. Feb 2006 19:28
af Mazi!
arnarpb skrifaði:ég get ekkert formattað hann ef ég finn´ann ekki


finnuru hann ekki heldur í diskmanagement?

Sent: Þri 07. Feb 2006 19:30
af arnarpb
Eða ertu kannski að meina hvort ég hafi keypt hann formattaðann?
Ef svo er þá hef ég ekki hugmynd um það en held samt ekki, ennþá innsigli á pakkningunni.

Sent: Þri 07. Feb 2006 19:30
af zedro
Lenti í svipuðu,

Var með einn IDE og einn SATA þegar ég tengdi IDE diskinn fann tölvann ekki SATA diskinn. Þarft að velja hann í Bios or sum.

Vonandi hjálpar etta eitthvað. :wink:

Sent: Þri 07. Feb 2006 19:38
af arnarpb
finn hann ekki í diskmanagement og ég er líka búin að reyna að fikta í BIOS´num en það virkar ekkert

Sent: Þri 07. Feb 2006 22:19
af kristjanm
Ertu búinn að installa 64 bita chipset driverunum fyrir móðurborðið þitt?

Sent: Mið 08. Feb 2006 01:25
af zedro
Er jumperinn á réttum stað?

Sent: Mið 08. Feb 2006 15:38
af arnarpb
hvar finn ég þessa 64 bita chipset drivera og hvað í fja... er jumper

Sent: Mið 08. Feb 2006 16:15
af CraZy
arnarpb skrifaði:hvar finn ég þessa 64 bita chipset drivera og hvað í fja... er jumper

oftst svart plast stikki sem er aftan á hdd allavega á IDE diskum, jumper leiðbeningarnar eru oft á hardadisknum sjálfum eða í bæklingnum sem filgdi.
*edit* meira um jumpera.. http://en.wikipedia.org/wiki/Jumper_(computing)

Sent: Mið 08. Feb 2006 16:33
af zedro
Jumper er svona litið plast stikki sem segir til um hvort diskurinn sé
Master eða Slave oftast er líka hægt að velja CableSelect þar sem
Master eða Slave er stillt eftir því hvernig kapalinn er tengdur.

Mynd
ATH: ALLS EKKI STILLA DISKINN ÞINN EFTIR ÞESSARI MYND ÞETTA ER BARA DÆMI UM HVERNIG JUMPER ER TENGDUR!

Sent: Mið 08. Feb 2006 16:43
af arnarpb
uuuu..... þetta er SATA diskur

Sent: Mið 08. Feb 2006 17:38
af CraZy
tja þú spurðir bara hvað jumper væri..
en allavega... Mynd
*edit* veit ekkert hvort þetta sé svona hjá þér eða ekki, veit ekkert um sata þarsem ég er ekki stoltur eigandi af slíku tóli.. og hef ekki nennt að setja mig inní það :)

Sent: Fim 09. Feb 2006 14:53
af kristjanm
Þú þarft að installa chipset driverunum, finnur þá á Abit heimasíðunni.

Sent: Fim 09. Feb 2006 16:11
af arnarpb
ég er náttla búinn að installa nánast öllum driverum sem fyrirfinnast á þessari annars ömurlegu og hægu síðu hjá þeim, en allt kemur fyrir ekki. Diskurinn er ennþá ófundinn.

Sent: Fim 09. Feb 2006 17:49
af arnarpb
heirru.... þetta er komið

takk fyrir hjálpina

Sent: Fim 09. Feb 2006 17:50
af gnarr
hvernig lagaðir þetta? hvað var málið?

Sent: Fim 09. Feb 2006 20:17
af zedro
gnarr skrifaði:hvernig lagaðir þetta? hvað var málið?

Segi það fá smá "closure" í málið.

Sent: Fim 16. Feb 2006 12:57
af arnarpb
Málið var það að rétti driverinn var ekki á sama stað og allir hinir driverarnir fyrir mitt móðurborð á abit síðunni. Svo þegar ég fann réttan driver þá small þetta allt saman.