Síða 1 af 1

Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Sent: Sun 11. Maí 2025 16:59
af jericho
Sælir.

Er á leið til USA í sumar og ætlaði að nýta tækifærið og kaupa nokkra íhluti fyrir uppfærslu á núverandi tölvu (sjá núverandi specca í undirskrift). Ætla að nota sama tölvukassa áfram (Fractal Meshify C), en hámarkslengd GPU er 315mm. Einnig þarf ég að passa upp á hæðina á RAM, þar sem hæðin er max 32mm með þessu CPU/mobo/cooling combo (annars þarf ég mögulega að hækka fremstu viftuna).

Tók saman nokkra parta ásamt verðum í nokkrum löndum. Það vantar sendingarkostnað og aðflutningsgjöld, þetta er bara til samanburðar. Ef ég fann ekki sömu tegund af íhlut, notaði ég bara það ódýrasta sem ég fann.

Ég er búinn að kaupa geymsludrifið frá Tölvutækni, þar sem verðið var frábært þar (hrós á ykkur).

Annars er mesta óvissan með GPU, en það fer eftir framboði þegar ég verð á staðnum. Er að pæla í Geforce RTX 5070 Ti (ekki viss frá hvaða framleiðanda en lengdin verður að vera <315mm), Geforce RTX 5080 (FE) eða ASRock Radeon RX 9070XT Steel Legend 16GB.

Tölvan verður notuð í leiki og þarf að geta keyrt nýja leiki í 1440p (er með 144Hz skjá með Gsync).

Væri gaman að fá álit ykkar á þessu buildi - pósta svo aftur þegar þetta er klárt :)

Mynd

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Sent: Sun 11. Maí 2025 17:27
af Gemini
Þessi er mjög svipuð minni. B650 er að svínvirka með 9800X3D hjá mér. NH-D15 er líka snilld með honum. Ég skipti úr 360 aio í NH-D15 til að losna við þetta stanslausa dæluhljóð. Auðvitað aðeins verri kæling en alveg nóg og hefur engin áhrif á performance.
Mæli með að reyna að fá betri klukku á minnið. Oftast hægt að fara niður í 30 án þess að borga mjög extra og passa að mhz sé 6000-6400 kannski. Minnis klukkan virðist hjálpa meira en mhz þegar þú ert að nota þetta X3D cache.
Skjákort er auðvitað bara hvað er á besta prísnum fyrir performance þegar þú kaupir.
Persónulega myndi ég kaupa stærra nvme en 2GB í dag þar sem fjöldi M.2 slotta er farið að verða oftar flöskuhálsinn svo ég vill hafa hvert sem stærst.

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Sent: Sun 11. Maí 2025 18:35
af Moldvarpan
Það getur verið ódýrara að kaupa þetta annarsstaðar en USA.

Myndi skoða verðmuninn vel.

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Sent: Fim 03. Júl 2025 17:16
af jericho
[Update] Búinn að setja saman nýju vélina og langaði að deila með ykkur buildinu. Ég reyni yfirleitt að velja best value íhluti (að mínu mati auðvitað) en stundum þarf maður að fara aðrar leiðir þegar hlutirnir eru ófáanlegir. Í mínu tilviki var ég farinn að hallast að RTX 5070 TI (ef undir $800) eða RTX 5080 (ef undir $1000, sem sagt FE útgáfan). En ég endaði á 9070 XT vegna þess að hitt var out of stock - sem er í góðu lagi því 9070 XT var upprunalega hugmyndin hvort sem er.

Ég notaði áfram sama stýrikassa og kæliviftur í honum.

Hér er niðurstaðan:
Mynd

Keypt í íslenskri tölvuverslun
Keypt af Micro Center (USA)
Keypt af Best Buy (USA)

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Sent: Fim 03. Júl 2025 17:55
af emil40
Noctua NH-D15 er hörku kæling, innilega til hamingju með nýju vélina.

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Sent: Fös 04. Júl 2025 15:21
af Dropi
Noctua kæling er fjárfesting fyrir börnin og barnabörnin. Mína NH-D14 keypti ég 2013 og hefur hún verið færð á milli platforma tvisvar síðan þá. Ennþá með original viftum og keyrir 24/7 eftir 12 ár.

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Sent: Fös 04. Júl 2025 20:48
af Gemini
Ég er svo sáttur við mína NH-D15. Skipti úr 360 Arctic freezer ii vökvakælingu í hana. Já já vökvakælingin var betri að kæla en það var algjört overkill anyways á 9800X3D. Stóri kosturinn við NH-D15 er að núna er tölvan alveg silent þegar ég er að browsa og stússast (sem er 95% tímans) meðan vatnskælingin var með lélegri viftum sem heyrðist meira í og pumpan var alveg með smá hljóð líka sem maður heyrði í á kvöldinn í kyrrðinni.

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Sent: Fös 04. Júl 2025 23:41
af Sinnumtveir
jericho skrifaði:[Update] Búinn að setja saman nýju vélina og langaði að deila með ykkur buildinu. Ég reyni yfirleitt að velja best value íhluti (að mínu mati auðvitað) en stundum þarf maður að fara aðrar leiðir þegar hlutirnir eru ófáanlegir. Í mínu tilviki var ég farinn að hallast að RTX 5070 TI (ef undir $800) eða RTX 5080 (ef undir $1000, sem sagt FE útgáfan). En ég endaði á 9070 XT vegna þess að hitt var out of stock - sem er í góðu lagi því 9070 XT var upprunalega hugmyndin hvort sem er.

Ég notaði áfram sama stýrikassa og kæliviftur í honum.

Hér er niðurstaðan:
Mynd

Keypt í íslenskri tölvuverslun
Keypt af Micro Center (USA)
Keypt af Best Buy (USA)


Þetta er bara örugglega alveg yndislegt. En eitt situr í mér. Af hverju keypturðu ekki bara 9800x3d bundle (cpu, mb, ram) af Microcenter?

Hefði sennilega kostað ~ það sama upp á krónu fyrir þessa þrjá íhluti en með hraðvirkara cpu.

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Sent: Lau 05. Júl 2025 13:20
af jericho
Skrifast á klaufaskap í mér

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Sent: Lau 05. Júl 2025 16:27
af beatmaster
Dropi skrifaði:Noctua kæling er fjárfesting fyrir börnin og barnabörnin. Mína NH-D14 keypti ég 2013 og hefur hún verið færð á milli platforma tvisvar síðan þá. Ennþá með original viftum og keyrir 24/7 eftir 12 ár.


Sama hér nema ég keypti mína 2014, besta fjárfesting ever!

Svo var ég að uppfæra í AM4 fyrr í ár og ég hefði getað fengið sent AM4 bracket frítt frá Noctua (en fékk gefins hérna á Vaktinni)

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Sent: Lau 05. Júl 2025 16:35
af jericho
Sammála með kælinguna. Keypti nýja þar sem guttinn fékk gömlu tölvuna sem er með sömu kælingu. Býst við að nota hana þar til ég dey :)