Sæl öll;
Ég á rétt rúm 200þús í tölvusjóð sem ég þarf að nýta (rennur annars út). Ég hef marg oft pantað frá Overclockers og það hefur komið vel út, en það er reyndar komið dálítið síðan ég pantaði þaðan síðast.
Mig langaði að forvitnast hvort þið mælið með frekar með Overclockers eða öðrum síðum þegar panta þarf leikja fartölvu?
Ég er líka að spá hvaða fartölva er skemmtilegust á þessu budget?
Væri gaman að heyra hvað þið mælið með fyrir "vara" leikjavélina.
Hvaða leikja fartölvu og hvaðan?
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 1
- Skráði sig: Mið 07. Des 2022 00:25
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16810
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2198
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Hvaða leikja fartölvu og hvaðan?
Ef þú getur bætt milljón við þá mæli ég með þessari:
https://tl.is/msi-titan-18-hx-dragon-ed ... iance.html
https://tl.is/msi-titan-18-hx-dragon-ed ... iance.html
Re: Hvaða leikja fartölvu og hvaðan?
Myndi eiginlega bara kaupa einhverja sem er þekkt fyrir að vera hljóðlát. Ég keypti Legion fartölvu frá Lenovo á sínum tíma, mjög öflug tölva. En hávaðinn í henni var of mikill þannig að ég seldi hana.
-
- Kóngur
- Póstar: 6552
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 350
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða leikja fartölvu og hvaðan?
Ragvandill skrifaði:Ég á rétt rúm 200þús í tölvusjóð sem ég þarf að nýta (rennur annars út).
Er þetta eitthvað í gegnum stéttarfélag? Ef svo, hjá hvaða stéttarfélagi ertu og er ekkert vesen að fá greitt fyrir pantanir sem koma frá útlöndum?
"Give what you can, take what you need."
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 317
- Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
- Reputation: 60
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða leikja fartölvu og hvaðan?
GuðjónR skrifaði:Ef þú getur bætt milljón við þá mæli ég með þessari:
https://tl.is/msi-titan-18-hx-dragon-ed ... iance.html
Sko ég er ekki að gera lítið úr Elite Magic Dragon MSI tölvunni sem ég er viss um að er mjög fín en það væri hugsanlega þess virði að fara frekar í þessa hér fyrir aðeins meira bæng fyrir penge https://ofar.is/tolvur-og-skjair/vinnus ... w11p-39556
Re: Hvaða leikja fartölvu og hvaðan?
Það eru allavegana nokkrar góðar til sölu hér á vaktinni, en geri ráð fyrir að þú þurfir að versla nýja og sýna fram á kvittun.