Ráðleggingar varðandi móðurborð og vinnsluminni með 9800x3D


Höfundur
ermehtar
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Mið 22. Apr 2020 09:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ráðleggingar varðandi móðurborð og vinnsluminni með 9800x3D

Pósturaf ermehtar » Sun 23. Feb 2025 13:15

Ætlaði að fá mér 9800x3D en mig vantar ráðleggingar varðandi móðurborð og vinnsluminni.
Er að hugsa um 64GB af vinnsluminni.
Væri hentugast ef móðurborðið væri ekki stærra en micro-ATX því þá passar það í kassann en gæti skipt um kassa ef það væri ekki annað í boði.

Er aðallega að spila cs2 og single player leiki en forrita líka á vélinni, bæði vefforitun og leikjaforritun ef það skiptir einhverju máli.

Er ekki með neitt budget cap en langar bara að kaupa það ódýrasta sem ég kemst upp með án þess að fórna performance O:)
Er alltaf beintengdur svo að wifi er ekki nauðsynlegt.
Síðast breytt af ermehtar á Sun 23. Feb 2025 13:18, breytt samtals 3 sinnum.




Skjámynd

olihar
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 282
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi móðurborð og vinnsluminni með 9800x3D

Pósturaf olihar » Sun 23. Feb 2025 13:40

Ef þú vilt sleppa ódýrar getur þú sleppt WiFi og farið í eitthvað svona.

https://www.asus.com/motherboards-compo ... 850m-plus/

Taka sama RAM og hérna að ofan eða ódýrara með aðeins minna performance. (Passa að það sé Ver 5.43.13)

https://www.corsair.com/us/en/p/memory/ ... yhhG8NmeC_




Gemini
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 21
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi móðurborð og vinnsluminni með 9800x3D

Pósturaf Gemini » Sun 23. Feb 2025 18:01

B650 eða B850 borðin eru alveg meira en nóg fyrir 9800X3D. Lítil ástæða að kaupa dýrari chipsetin nema þú þurfir fleiri móðurborða fídusa eins og pláss fyrir 5 nvme eða eitthvað álíka. Ég sjálfur fór í https://kisildalur.is/category/8/products/3469 og það svínvirkar með honum og er með 4 nvme drif. 3 á móðurborði og 1 auka á expansion cardi í miðjuslotinu.



Skjámynd

olihar
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 282
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi móðurborð og vinnsluminni með 9800x3D

Pósturaf olihar » Sun 23. Feb 2025 19:09

Gemini skrifaði:B650 eða B850 borðin eru alveg meira en nóg fyrir 9800X3D. Lítil ástæða að kaupa dýrari chipsetin nema þú þurfir fleiri móðurborða fídusa eins og pláss fyrir 5 nvme eða eitthvað álíka. Ég sjálfur fór í https://kisildalur.is/category/8/products/3469 og það svínvirkar með honum og er með 4 nvme drif. 3 á móðurborði og 1 auka á expansion cardi í miðjuslotinu.


Það er ein krafan að þetta sé lítið móðurborð.
Síðast breytt af olihar á Sun 23. Feb 2025 19:09, breytt samtals 1 sinni.