Tölvukaup


Höfundur
Cvureti
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 16:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Tölvukaup

Pósturaf Cvureti » Mið 19. Feb 2025 22:17

Góðan daginn,

Til að gera langa sögu stutta, þá hef ég hug á að kaupa mér nýja tölvu. Tölvan sem ég nota í dag, sem er um 10 ára gömul, er eingöngu notuð fyrir niðurhal og ljósmynda vörslu (tímabundið, áður en ég færi þær á flakkara).

Fyrir mörgum árum, þegar tölvan sem ég nota núna var sett saman, fékk ég aðstoð frá starfsmanni í tölvuverslun við val á íhlutum. Núna gerði ég það sama, fór að lesa mig til um skjákort, vinnsluminni og allt hitt, og setti saman lista. Ég sendi svo minn lista á tölvuverslunina þar sem ég ætla að kaupa þessa hluti, en Þeir hafa ekki svarað tölvupósti mínum (ég ætla ekki að nefna verslunina ef þetta fór fram hjá þeim). Mögulega munu einhverjir ykkar átta sig á hvaða verslun þetta er, en það skiptir ekki máli.

Mér vantar ráð og leiðbeiningar. Það sem mig langar að gera í þessari tölvu er tvennt: spila leiki og vinna með ljósmyndir. Ég hef ekki spilað leiki í mörg ár og geri engar kröfur um hámarks gæði. Ég er að vinna ljósmyndir sem áhugamál, en ekki í atvinnuskyni.

Ætti ég að leggja í þá vinnu að setja tölvuna sjálfur saman eða láta verslunina sjá um það fyrir mig? Ég er með 1920x1200 (2K) tölvuskjá, en ég ætla líka að tengja við sjónvarp sem er Samsung QLED.
Ég deili listanum með ykkur ef ég get dregið eitthvað út eða hvort ég þurfi að bæta við eitthvað.

• Intel i5-14600KF Raptor Lake LGA1700
• Z790 PG Lightning ATX Intel LGA1700
• Be Quiet Pure Power 12 850W
• G.Skill 32GB (2x16GB) Ripjaws S5 6000MHz DDR5
• 500GB WD PCIe 4.0 M.2 NVMe SSD (fyrir OS)
• 2x.1TB PCIe 4.0 M.2 NVMe SSD (1. leikir, 2. ljósmyndir/torrent)
• GeForce RTX 4070 Dual 12GB

Takk fyrir að lesa yfir þetta, ég met allar ábendingar og ráð sem þið hafið um málið.

Bestu kveðjur
RK




Hausinn
FanBoy
Póstar: 729
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 164
Staða: Ótengdur

Re: Tölvukaup

Pósturaf Hausinn » Fim 20. Feb 2025 10:42

Fyrir létta leikjaspilun og ljósmyndavinnslu ættir þú ekki að þurfa neitt sérstaklega öfluga tölvu. Ef þú hefur lítinn áhuga á að læra að setja saman tölvur getur þú annað hvort látið verslunina setja hana saman fyrir þig eða fengið einhvern á Vaktinni til þess að gera það. Margir hérna sem myndi redda því í hvelli.

Þú tókst ekki fram neitt ákveðið budget í þessa tölvu. Langar þér frekar að eyða minna eða meira?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16708
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2170
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvukaup

Pósturaf GuðjónR » Fim 20. Feb 2025 11:16

Þetta lookar vel hjá þér, spurning samt um örlítið stærri aflgjafa? Svo er alltaf spurning um skjákortin, hvað er til og hvað borgar sig að kaupa nú þegar 50xx er komið út.
Og kannski bera þetta setup saman við AMD Ryzen 7 9800X3D setup? (hélt ég ætti aldrei eftir að segja þetta).




Höfundur
Cvureti
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 16:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvukaup

Pósturaf Cvureti » Fim 20. Feb 2025 11:41

Hausinn skrifaði:Fyrir létta leikjaspilun og ljósmyndavinnslu ættir þú ekki að þurfa neitt sérstaklega öfluga tölvu. Ef þú hefur lítinn áhuga á að læra að setja saman tölvur getur þú annað hvort látið verslunina setja hana saman fyrir þig eða fengið einhvern á Vaktinni til þess að gera það. Margir hérna sem myndi redda því í hvelli.

Þú tókst ekki fram neitt ákveðið budget í þessa tölvu. Langar þér frekar að eyða minna eða meira?


Tölvan á að vera budget friendly. 250k - 350k max.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4218
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1374
Staða: Tengdur

Re: Tölvukaup

Pósturaf Klemmi » Fim 20. Feb 2025 12:42

Þetta er flott setup hjá þér, ef þú ert að leita að hagstæðu, þá myndi ég skoða mATX móðurborð og kassa.
Þarft líklega ekki Z790 borð, værir vel settur með B760M útgáfu.

Spurning líka með af hverju þú vilt hafa svona marga diska í vélinni, skil alveg pælinguna að hafa stýrikerfisdisk, en ég myndi alveg íhuga að fækka diskunum niður í 2 eða 1, og nota bara partition eða einfaldlega möppu strúktúr til að aðskilja gögnin.

Getur farið upp og niður í skjákorti, eftir því að hverju þú ert að leitast. 4070 er smá mögulega óþarfa stepping stone finnst mér milli 4060 Ti og 4070 Super, en alveg undir þér komið hvað þú velur.


Veit að þú segist hafa myndirnar einnig á flakkara, en mæli með því að setja upp einhverja sjálfkrafa afritun, hvort sem það er í skýið eða á aðra vél annars staðar ef þú ert ekki með slíka afritun nú þegar :happy


Starfsmaður Tölvutækni.is