Síða 1 af 1

móðurborð

Sent: Þri 01. Júl 2003 23:27
af Lazylue
Er að fara að kaupa mér tölvu núna um mánaðarmótin eða semsagt kassa með öllu tilheyrandi og get fengið nýja medion v6 vél á mjög góðu verði en það sem hefur verið að angra mig er það að mér tekst ekki að fá upplýsingar um móðurborðið í vélinni.
Mér langaði bara að gá hvort einhverjir hérna gætu gefið mér info um móðurborðið á þessari vél og bara almennt hvort það sé einhvað vit í því að kaupa hana.
Ég er mikið búin að spá í því að setja tölvuna saman sjálfur en það myndi kosta mig miklu meiri pening því ég fæ þessa vél á mjög góðum prís.
og btw ég veit að því að ég er að fara að versla við bt en það ætti ekki að vara vandamál í mínu tilfelli að fá aðstoð hjá þeim ef eitthvað bilar.
http://www.bt.is/BT/Tolvubunadur/Tolvur ... Office.htm

Sent: Mið 02. Júl 2003 00:13
af gumol
Verðin á sem eru ekki með link eru af Vaktinni
    3.06 GHz Intel Pentium 4
    HyperThreading tækni, 512KB / 533 MHz FSB
    43.990

    512 MB DDR 266 MHz minni
    6.800

    120 GB 7200 sn. harður diskur
    13.680

    NVIDIA GeForce4 Ti4200 128MB DDR skjákort
    - VIVO, Video inngangur og útgangur
    14.820

    DVD-R/RW mynddiskaskrifari
    22.705

    10/100 ethernet
    855

    6 rása hljóðstýring
    Hvað er það?

    Skrunmús og lyklaborð
    ca. 2.500

    FireWire tengi (að framan og að aftan)
    Fer eftir móðurborði

    USB 2.0 tengi (að framan og að aftan)
    Staðalbúnaður í næstum öllum nýlegum móðurborðum

    Media Bay, les nær öll minniskort.
    ca. 3.500

    Windows XP Home Edition
    13.205

    StarOffice 5.2a
    Frítt

Tveggja ára ábyrgð

Samtals 122.055

þá hefur 60.000 að eiða í móðurborð og kassa!
t.d.
ASUS P4C800 DL Raid
SkyHawk álkassi
420W hljóðlátt PSU frá Vantec

Það borgar sig semsagt að setja þetta saman sjálfur :)

En ef ég væri þú myndi ég setja mér sama mína eigin tölvu úr íhlutum sem ég vel sjálfur, ef ég ætti pening.

Sent: Mið 02. Júl 2003 03:16
af kemiztry
Hljóðstýring er sama og hljóðkort... 6 rása = 5.1

Sent: Mið 02. Júl 2003 08:14
af Lazylue
ég fæ kassan af þessari vél á rúm 100k-120k setti þennan línk bara til að sýna hvað væri í þessari vél.

Sent: Mið 02. Júl 2003 18:53
af Voffinn
kemiztry skrifaði:Hljóðstýring er sama og hljóðkort... 6 rása = 5.1


ekki 6. 1? þar sem bassaboxið er .1 ? ég myndi alveg halda að það væri talið þannig, en hvað veit ég :=

Sent: Mið 02. Júl 2003 20:58
af halanegri
Nei. Dolby Digital 5.1 hljóðkerfi er t.d. sagt vera 6 rása, þó að það sé punktur sem aðskilur bassaboxið þá eru það samt 6 hljóðrásir ;)

Sent: Mið 02. Júl 2003 21:03
af GuðjónR
hvernin móðurborð er í þessu?
og...266mhz minni? og hvaða tegund af hdd???