Síða 1 af 1

S-Video alltaf svarthvítt?

Sent: Þri 31. Jan 2006 19:13
af Gellyfish
k veit að það eru búnir að koma milljón póstar um þetta en þeir hafa ekkert hjálpað mér

ég er með þetta sjónvarp: http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=UTV20X40

og geforce 6600 gt agp skjákort

svo er ég með s-video tengt í media-bay og scart tengið í sjónvarpið en þegar ég stilli á av þá kemur ekkert ekki einu sinni svarthvítt ég er búinn að setja pal/b og búinn að stilla á composite á skjákortinu en aldrei kemur neitt og ég hef ekki hugmynd um hvernig á að laga þetta

[titli breytt]

Sent: Þri 31. Jan 2006 19:45
af Vilezhout
Ég er með 6600gt

ég verð að nota hdtv kapla sem komu með kortinu því annars virkar ekki neitt

Sent: Þri 31. Jan 2006 19:47
af mjamja
ertu viss um að skjákortið sé tengkt við media bay? prófaðu að tengja það að aftan

Sent: Þri 31. Jan 2006 22:29
af Gellyfish
það er ekkert tengi fyrir þetta að aftan þarf fleiri pinna í það

Sent: Þri 31. Jan 2006 22:32
af Gellyfish
Vilezhout í hvað tengir þú það þarftu þá eitthvað millistykki í sjónvarpið?

Sent: Mið 01. Feb 2006 23:27
af Gellyfish
veit enginn??

Sent: Fim 02. Feb 2006 00:21
af hringir
Hvað meinarðu með að það þurfi fleiri pinna í það? Er ekki S-vhs tengi aftan á skjákortinu.

Sent: Fim 02. Feb 2006 00:50
af zedro
Ég skil hvað þú ert að fara,

Þessi auka göt skipta ekki máli ef þúrt að tala um svhs tengi.
Hef nebla tekið eftir því að það eru fleiri göt á svhs tenginu en
það eru pinnar á snúrunni. Ætti ekki að hafa nein áhrif.
Skelltessu bara í virkar fínt hjá mér ;) GL

Sent: Þri 07. Feb 2006 11:24
af W.Dafoe
Þegar þú færð alltaf svarthvítt þarftu að athuga í skjákortsstillingunum hvort þú sért ekki örugglega að senda út PAL merki, ekki NTSC.

Ef það lagast ekki þá vantar þig lítið millistikki sem heitir composite blabla eitthvað og tengist við s-video rca tengið þitt.