Síða 1 af 2
Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mán 25. Nóv 2024 14:52
af olihar
Hefur einhver heyrt hvernig er með Macland?
Ég er með tölvu sem ég keypti notaða sem er biluð, keypt í Macland og á að vera ennþá í ábyrgð, núna er hvergi hægt að ná í þá og þeir svara engum tölvupóstum, allavegana ekki á póstfanginu sem ég fann.
Samkvæmt fyrirtækjaskrá stendur “ 21.10.2024 (Úrsögn) “
Þetta er þá kannski bara farið á hausinn og maður er screwed.
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mán 25. Nóv 2024 15:15
af rostungurinn77
olihar skrifaði:
Samkvæmt fyrirtækjaskrá stendur “ 21.10.2024 (Úrsögn) “
Þýðir þetta mögulega að fyrirtækið hefur skilað inn vasknúmeri?
Ekki að það sé farið á hausinn
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mán 25. Nóv 2024 15:17
af Njall_L
Epli er lika viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Aplle svo þú getur heyrt í þeim með ábyrgðaviðgerð
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mán 25. Nóv 2024 15:18
af olihar
rostungurinn77 skrifaði:olihar skrifaði:
Samkvæmt fyrirtækjaskrá stendur “ 21.10.2024 (Úrsögn) “
Þýðir þetta mögulega að fyrirtækið hefur skilað inn vasknúmeri?
Ekki að það sé farið á hausinn
Ennþá með VSK númerið, allavegana samkvæmt þessu.
- IMG_0455.jpeg (181.96 KiB) Skoðað 1959 sinnum
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mán 25. Nóv 2024 15:25
af rostungurinn77
Félagið hefur 3x frá 2020 sent inn úrsögn.
Ég er eiginlega bara forvitinn hvað úrsögn merkir í þessu sambandi.
Hjá gjaldþrota félögum eru rauðir stafir á forsíðunni t.d.
(Félag afskráð 16.03.2021)
eða
(Úrskurðað gjaldþrota 12.07.1995)
(Skiptum lokið 05.12.1996)
(Félag afskráð 18.12.1996)
Allavega
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mán 25. Nóv 2024 17:31
af Televisionary
Ég var í sambandi við þá nokkrum dögum fyrir brunann varðandi kaup á vél en þorði ekki að tosa í gikkinn að panta á netinu. Svo kom á daginn að viðkomandi vara var eigi til á lager þannig að ég ræsti tölvupóst samskipti varðandi kaup. Eftir brunann í Kringlunni var eins og þeir hefðu horfið ofan í jörðina
Heimasíðan var uppfærð strax eftir brunann en svo hefur ekkert gerst. Eins gott að ég er ekki enn að bíða eftir tölvu frá þeim.
Var nú að vonast eftir því að þeir hefðu dúkkað upp aftur og þá ekki í verslunarmiðstöð.
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Þri 26. Nóv 2024 08:30
af Jón Ragnar
Epli sér um allt ábyrgðarstuff fyrir Apple á íslandi, gætir farið beint í þá
Macland/Skakki Turninn tóku allt frá Epli
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Þri 26. Nóv 2024 13:05
af dadik
Þetta er úr ársreikningnum frá þeim fyrir 2023
Mikilvægir atburðir eftir reikningsskiladag:
Þann 15. júní sl. varð mikill eldsvoði í Kringlunni. Verið var að skipta um þakpappa á hluta hússins, út
frá því kviknaði eldur sem breiddist hratt út. Umfangsmikið slökkvistarf leiddi til mikils vatnstjóns í hluta
Kringlunnar og varð af þessum völdum altjón í verslun Makklands. Rekstur stöðvaðist þann dag og
hefur enn ekki hafist á ný.
Árið 2022 endurfjármagnaði hluti eigenda Makkland, kom inn með nýtt hlutafé og yfirtók reksturinn.
Rekstur fyrirtækisins var endurskipulagður, farið í umtalsverðar hagræðingaraðgerðir, vörulínan
breikkuð og skipt um stjórnendur. Áætlanir miðuðu að því að á þriðja og fjórða ári færi reksturinn að
skila hagnaði. Gerðir voru hagstæðari samningar við birgja sem tryggja áttu aukna framlegð vegna sölu
á vinsælum vörulínum Apple 2024 og 2025, sem settar eru á markað á haustin. Markvisst var unnið að
aukningu á umsvifum verkstæðis, m.a. með samningum við aðra smásala um viðgerðir á Apple vörum.
Lagt var í mikla fjáfestingu árið 2020 þegar verkstæðið var keypt af VISS ehf., enda aðeins annað
tveggja vottaðra Apple verkstæða á Íslandi, með vottun beint frá Apple corp.
Nokkrum vikum áður en rekstur Makklands stöðvaðist, vegna eldsvoðans í Kringlunni, veittu eigendur
félaginu lán sem staðfestir trú þeirrra á félaginu.
Eignarhald félagsins:
Í árslok 2023 nam hlutafé félagsins 27.546.311,- kr. að nafnverði. Engin breyting varð á hluthafahópi
félagsins á árinu 2023.
LTBR ehf 94,31%
Reykjavík, 31.ágúst 2024
Félagið tapaði svo 71m 2023 and 77m 2022. Eigið fé var neikvætt um 37m 2023 og 34m 2022.
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Þri 26. Nóv 2024 13:07
af olihar
Já ég held það sé gleymt mál að þeir muni nokkurtíman svara.
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Þri 26. Nóv 2024 16:08
af GuðjónR
Epli.is er með fyrsta flokks ábyrgðarþjónustu! (þetta er ekki auglýsing heldur persónuleg skoðun).
Fór með iPhone 14 Pro til þeirra í sumar, það var innbruni í skjá, þeir tóku símann og skiptu um skjá samdægurs. (ábyrgð).
Fór svo með AirPods 3 um daginn, annar þeirra var með c.a. 75% volume og lítinn bassa, þeir létu mig fá nýtt par af AirPods. (ábyrgð).
100% fagmannlegt og gekk hratt og vel fyrir sig.
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Þri 26. Nóv 2024 16:11
af olihar
Já er að bíða eftir kvittun fyrir tölvunni. (Fékk ekki rétt þegar ég keypti tölvuna)
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mán 02. Des 2024 13:28
af olihar
Þetta er nú meira cluster fuckið, ég þarf ekkert frá Macland nema kvittun til að sækja þjónustu annað. En það er engan veginn hægt að nálgast þetta fyrirtæki.
Algjört fail hjá mér að hafa ekki passað að fá rétta kvittun við kaupin þegar ég keypti hana notaða hérna á Vaktinni. Tek það fail a mig.
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mán 02. Des 2024 13:49
af KaldiBoi
olihar skrifaði:Þetta er nú meira cluster fuckið, ég þarf ekkert frá Macland nema kvittun til að sækja þjónustu annað. En það er engan veginn hægt að nálgast þetta fyrirtæki.
Algjört fail hjá mér að hafa ekki passað að fá rétta kvittun við kaupin þegar ég keypti hana notaða hérna á Vaktinni. Tek það fail a mig.
Heyrðiru í Epli?
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mán 02. Des 2024 13:52
af olihar
KaldiBoi skrifaði:olihar skrifaði:Þetta er nú meira cluster fuckið, ég þarf ekkert frá Macland nema kvittun til að sækja þjónustu annað. En það er engan veginn hægt að nálgast þetta fyrirtæki.
Algjört fail hjá mér að hafa ekki passað að fá rétta kvittun við kaupin þegar ég keypti hana notaða hérna á Vaktinni. Tek það fail a mig.
Heyrðiru í Epli?
Jebb, tölvan er keypt af Macland Frá Epli. Þeir vilja kvittun. Það ætti nú ekki að vera mikið mál fyrir Macland að útvega kvittun, þarf ekki meiri þjónustu en það. En þeir svara engu, neinstaðar.
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mán 02. Des 2024 17:45
af ragnarok
Úrsögn er þegar aðili hættir í stjórn fyrirtækis og er nokkuð algeng breyting.
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mán 02. Des 2024 20:54
af Gullibb
skilst að Epli sé líka bara með eins árs ábyrgð nema þeir hafi flutt vöruna inn. Þekki einn sem lenti í samskonar vandræðum með tölvu keypta í Macland og veit að hann hafði eitthvað verið í sambandi við Neytandastofu um þetta, en ekki viss hvernig málið endaði.
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mán 02. Des 2024 22:51
af GuðjónR
Gullibb skrifaði:skilst að Epli sé líka bara með eins árs ábyrgð nema þeir hafi flutt vöruna inn. Þekki einn sem lenti í samskonar vandræðum með tölvu keypta í Macland og veit að hann hafði eitthvað verið í sambandi við Neytandastofu um þetta, en ekki viss hvernig málið endaði.
Neinei, sko...ef þú kaupir eplavörur hjá Nova eða Coscto þá færðu tveggjar ára ábyrgð hvort sem þú verslar sem einstaklingur eða með fyrirtækja kennitölu og epli.is sinnir henni. Þú þarft bara staðfestingu (kvittun) á kaupunum. Ég held að flestar aðrar verslanir hérna séu með 1 ár á fyrirtækjakennitölu og 2 á einstaklinga. Sem mér hefur alltaf fundist skrítið, ekki eins og þú farir verr með símann þín þó fyrirtækið borgi hann fyrir þig. Veit ekki með vörur sem þú kaupir erlendis, gruna að epli sinni þeim líka og á með eins árs ábyrgð, enda fá þeir greitt frá Apple.
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Þri 03. Des 2024 00:15
af olihar
Bara 1 árs ábyrgð ef verslað er á fyrirtækjakennitölu.
Apple býður upp á Apple Care allstaðar í heiminum sem þeir eru sjálfir (ekki endursöluaðilar) það er 3 ára ábyrgð á heimavísu. Þeir leyfa þér ekki að versla Apple Care frá Íslandi en getur labbað inn í hvaða Apple búð sem er úti og keypt Apple Care fyrir íslenska tölvu, þeir þurfa bara fá að sjá hana. Svo er Apple Care plús líka fyrir einhverjar værur líka.
Ég hef því keypt Apple Care fyrir tölvu sem var verslað á fyrirtæki t.d. Og verið með 3 ára ábyrgð.
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mið 04. Des 2024 13:05
af olihar
Gullibb skrifaði:skilst að Epli sé líka bara með eins árs ábyrgð nema þeir hafi flutt vöruna inn. Þekki einn sem lenti í samskonar vandræðum með tölvu keypta í Macland og veit að hann hafði eitthvað verið í sambandi við Neytandastofu um þetta, en ekki viss hvernig málið endaði.
Ég er búinn að heyra í Neytendastofu og þeir segjast ekkert geta gert.
Þetta er auðvitað ekki frábært staða. Þetta er ekki mál sem stofnunin gæti tekið að sér, þar sem um að ræða einkaréttarlegan ágreining.
Það kann jafnframt að reynast erfitt að komast í samskipti við stjórnendur fyrirtækja sé fyrirtækið að hætta starfsemi, s.s. vegna gjaldþrots eða af öðrum ástæðum. Félagið er þó ennþá bundið af lögbundnum og/eða samningsbundnum skildum gagnvart neytendum.
Hvað næst.
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mið 04. Des 2024 13:30
af rostungurinn77
olihar skrifaði:Gullibb skrifaði:skilst að Epli sé líka bara með eins árs ábyrgð nema þeir hafi flutt vöruna inn. Þekki einn sem lenti í samskonar vandræðum með tölvu keypta í Macland og veit að hann hafði eitthvað verið í sambandi við Neytandastofu um þetta, en ekki viss hvernig málið endaði.
Ég er búinn að heyra í Neytendastofu og þeir segjast ekkert geta gert.
Þetta er auðvitað ekki frábært staða. Þetta er ekki mál sem stofnunin gæti tekið að sér, þar sem um að ræða einkaréttarlegan ágreining.
Það kann jafnframt að reynast erfitt að komast í samskipti við stjórnendur fyrirtækja sé fyrirtækið að hætta starfsemi, s.s. vegna gjaldþrots eða af öðrum ástæðum. Félagið er þó ennþá bundið af lögbundnum og/eða samningsbundnum skildum gagnvart neytendum.
Hvað næst.
Opið bréf til eigenda Macland.
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mið 04. Des 2024 14:49
af olihar
rostungurinn77 skrifaði:olihar skrifaði:Gullibb skrifaði:skilst að Epli sé líka bara með eins árs ábyrgð nema þeir hafi flutt vöruna inn. Þekki einn sem lenti í samskonar vandræðum með tölvu keypta í Macland og veit að hann hafði eitthvað verið í sambandi við Neytandastofu um þetta, en ekki viss hvernig málið endaði.
Ég er búinn að heyra í Neytendastofu og þeir segjast ekkert geta gert.
Þetta er auðvitað ekki frábært staða. Þetta er ekki mál sem stofnunin gæti tekið að sér, þar sem um að ræða einkaréttarlegan ágreining.
Það kann jafnframt að reynast erfitt að komast í samskipti við stjórnendur fyrirtækja sé fyrirtækið að hætta starfsemi, s.s. vegna gjaldþrots eða af öðrum ástæðum. Félagið er þó ennþá bundið af lögbundnum og/eða samningsbundnum skildum gagnvart neytendum.
Hvað næst.
Opið bréf til eigenda Macland.
Spurning hvert eigi að senda það.
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mið 04. Des 2024 16:37
af dadik
olihar skrifaði:
Spurning hvert eigi að senda það.
Hringir bara í eigendurna
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mið 04. Des 2024 16:41
af olihar
dadik skrifaði:olihar skrifaði:
Spurning hvert eigi að senda það.
Hringir bara í eigendurna
Bara ef þeir svöruðu.
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mið 04. Des 2024 17:11
af Tobbig
olihar skrifaði:
Hvað næst.
Þar sem þú keyptir græjuna notaða er réttasta leiðin náttúrulega að hafa samband við upprunalega kaupanda vélarinnar. Jafnvel sú auðveldasta ef fyrirtækið er að hætta. Sýnist starfsmenn Allir farnir að vinna á öðrum stöðum og Kringlan listar verslunina ekki sem eina af þeim sem opna aftur eftir bruna.
Næst í hvorugan af skráðu raunverulegu eigendunum?
Re: Macland - ábyrgðarmál
Sent: Mið 04. Des 2024 23:37
af olihar
Upprunalegi eigandi á jafn erfitt með að fá samband við Macland og ég.