Síða 1 af 1

Aðstoð með að uppfæra BIOS

Sent: Fim 21. Nóv 2024 10:33
af Storm
Ég keypti mér B660 móðurborð og i5 13500 örgjörva en vantar að uppfæra BIOS til að móðurborðið taki við örgjörvann.
Getur einhver hér aðstoðað með því að lána mér 12 gen intel örgjörva á næstunni svo ég geti reddað þessu?

Re: Aðstoð með að uppfæra BIOS

Sent: Fim 21. Nóv 2024 10:43
af gnarr
Hvaða móðurborð ertu með? Er ekkert flashback eða álíka í boði á því ?

Re: Aðstoð með að uppfæra BIOS

Sent: Fim 21. Nóv 2024 13:38
af Templar
Flashback er USB port aftan á borðinu sem uppfærir BIOS án þess að það sé CPU notaður.

Re: Aðstoð með að uppfæra BIOS

Sent: Fim 21. Nóv 2024 13:54
af Storm
Mér sýnist einmitt þetta móðurborð vera ekki með þann fídus

https://www.msi.com/Motherboard/PRO-B660M-A-DDR4/

Re: Aðstoð með að uppfæra BIOS

Sent: Fim 21. Nóv 2024 15:17
af Moldvarpan
Biðja tölvubúðina sem þú keyptir þetta um að gera það fyrir þig?

Re: Aðstoð með að uppfæra BIOS

Sent: Fim 21. Nóv 2024 15:34
af KaldiBoi
Skila þessu og fara í AMD :-"

Intel þarf bráðum að fara borga með hverjum örgjörva m.v. hvaða leikföng þeir eru að gefa út.

Re: Aðstoð með að uppfæra BIOS

Sent: Fim 21. Nóv 2024 16:00
af Moldvarpan
KaldiBoi skrifaði:Skila þessu og fara í AMD :-"

Intel þarf bráðum að fara borga með hverjum örgjörva m.v. hvaða leikföng þeir eru að gefa út.


14600kf er það besta sem þú færð fyrir peninginn, fyrir almennan notanda

Re: Aðstoð með að uppfæra BIOS

Sent: Fim 21. Nóv 2024 16:55
af KaldiBoi
Moldvarpan skrifaði:
KaldiBoi skrifaði:Skila þessu og fara í AMD :-"

Intel þarf bráðum að fara borga með hverjum örgjörva m.v. hvaða leikföng þeir eru að gefa út.


14600kf er það besta sem þú færð fyrir peninginn, fyrir almennan notanda


Er að reyna veiða einn í netið :sleezyjoe

Re: Aðstoð með að uppfæra BIOS

Sent: Fim 21. Nóv 2024 18:30
af Storm
Moldvarpan skrifaði:Biðja tölvubúðina sem þú keyptir þetta um að gera það fyrir þig?


full langt.. keypti þetta notað á ebay

Re: Aðstoð með að uppfæra BIOS

Sent: Fim 21. Nóv 2024 18:40
af andriki
Storm skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Biðja tölvubúðina sem þú keyptir þetta um að gera það fyrir þig?


full langt.. keypti þetta notað á ebay

get gert þetta fyrir þig ef þú kemur með borið til mín eða get lánað þér cpu er staðsettur í grafarvogi sendu pm ef þú hefur áhuga