Síða 1 af 1

Kominn tími á alvöru tölvu

Sent: Mán 18. Nóv 2024 16:56
af DoofuZ
Daginn

Nú er loksins kominn tími á alvöru tölvukaup! :8) Ég keypti síðast nýja tölvu 2005 sem ég uppfærði svo að innan 2009 svo ég er mjög ryðgaður í öllu því nýjasta í dag 8-[

Ég er hvorki AMD né Intel fanboy en ég er með AMD í gömlu vélinni sem var líka með AMD fyrir uppfærsluna. Ég er aðeins búinn að kíkja á umræður hér um örgjörva og mér sýnist sem svo að AMD séu á toppnum í dag, er það rétt lesið hjá mér? :popeyed

Ég er ekki með neitt budget og vil bara alvöru mulningsvél sem endist vel inní framtíðina en ég ætla samt ekki að kaupa allt það dýrasta á markaðnum, bara það besta fyrir peninginn og það sem hentar fyrir það sem ég vil geta notað hana í.

Ég er nú þegar kominn af stað með tölvuherbergi, er kominn með upphækkanlegt borð og skjáarma fyrir 3 skjái svo nú vantar mig 3 skjái, tölvukassa, móðurborð, örgjörva, skjákort, minni og aflgjafa. Ég á nú þegar harðann disk sem er 1TB ssd diskur svo ég get sleppt því að kaupa nýjan disk. Síðan ætla ég að endurnýja lyklaborðið mitt og músina en ég ætla ekki að hafa það með í þessari umræðu.

Ég er ekki á kafi í tölvuleikjum en ég vil samt geta spilað nýjustu og stærstu leikina í sem allra bestu gæðum án vandræða. Svo dreymir mig um að eiga gott sýndarveruleikasett, hef ekki átt neitt slíkt, svo það má alveg líka benda mér á hvað er best að velja þar. Síðan má ekki gleyma hátölurum, er ekki bara fínt að hafa einhverja góða 2.0 hátalara?

Hvað á ég að kaupa? :-k

Re: Kominn tími á alvöru tölvu

Sent: Mán 18. Nóv 2024 17:23
af Langeygður
Ryzen 7 9800X3D AM5 8-kjarna örgjörvi með SMT
https://kisildalur.is/category/9/products/3735

ASRock X870E Nova WiFi ATX AM5 móðurborð
https://kisildalur.is/category/8/products/3682

G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz DDR5 (fyrir AMD)
https://kisildalur.is/category/10/products/2793

Eitthvað svona plús M2, skjákort og allt hitt.

Re: Kominn tími á alvöru tölvu

Sent: Mán 18. Nóv 2024 17:32
af TheAdder
Doka ef hægt er með skjákort fram yfir áramót, ef 5000 serían er að detta hjá nVidia.

Re: Kominn tími á alvöru tölvu

Sent: Þri 19. Nóv 2024 11:52
af gnarr
TheAdder skrifaði:Doka ef hægt er með skjákort fram yfir áramót, ef 5000 serían er að detta hjá nVidia.


Það er aldrei vit að bíða eftir næsta nýja dóti. Það er alltaf eitthvað nýtt handan við hornið og þú munt þá bíða að eilífu.
Þar fyrir utan þá verðru nýja dótið líklegast mjög dýrt til að byrja með.

Re: Kominn tími á alvöru tölvu

Sent: Þri 19. Nóv 2024 12:07
af olihar
gnarr skrifaði:
TheAdder skrifaði:Doka ef hægt er með skjákort fram yfir áramót, ef 5000 serían er að detta hjá nVidia.


Það er aldrei vit að bíða eftir næsta nýja dóti. Það er alltaf eitthvað nýtt handan við hornið og þú munt þá bíða að eilífu.
Þar fyrir utan þá verðru nýja dótið líklegast mjög dýrt til að byrja með.


Þá verður perfect að taka notað 4090 t.d.

Re: Kominn tími á alvöru tölvu

Sent: Mið 20. Nóv 2024 23:58
af Sinnumtveir
gnarr skrifaði:
TheAdder skrifaði:Doka ef hægt er með skjákort fram yfir áramót, ef 5000 serían er að detta hjá nVidia.


Það er aldrei vit að bíða eftir næsta nýja dóti. Það er alltaf eitthvað nýtt handan við hornið og þú munt þá bíða að eilífu.
Þar fyrir utan þá verðru nýja dótið líklegast mjög dýrt til að byrja með.


Jú, víst er stundum tími til að doka pínu pons við. Skjákort hafa verið að koma út í nýjum kynslóðum ~ á tveggja ára takti.
Nú fyrir og uppúr áramótum koma nýjar skjákortakynslóðir frá Nvidia, AMD og Intel. Það er ekki að vísu ekki á vísan að róa með hvernig spilast úr þessu en ég veðja á að meira fáist fyrir peninginn við gefin afköst.

DoofuZ gæti td smíðað og græjað tölvuna ÁN skjákorts á næstu vikum og svo tekið ákvörðun um framhaldið.

Re: Kominn tími á alvöru tölvu

Sent: Fim 21. Nóv 2024 14:17
af Templar
Það er rétt sem menn segja hér, bíða eftir 5000 series skjákortum.

Re: Kominn tími á alvöru tölvu

Sent: Fös 22. Nóv 2024 00:47
af Sinnumtveir
Templar skrifaði:Það er rétt sem menn segja hér, bíða eftir 5000 series skjákortum.


Tja, eins og ég sagði, þá eru ný skjákort að koma frá Nvidia, AMD og Intel. Sagt er AMD muni ekki að þessu sinni reyna að keppa við allra dýrustu kort Nvidia en ég reikna með að fullt af stórfínum AMD kortum verði í boði. Enginn veit í raun afköst, verð eða almenna virkni Intel kortanna (hver veit kannski verður allt í gúddí þar).

Nvidia hefur oftar en ekki stundað að koma með top kortin fyrst og all löngu síðar með "mid-range" kort. Kannski verða engin mid-range kort frá græna liðinu fyrr en um mitt næsta ár.

Semsagt, það er margt að skoða og eftir atvikum er ástæða til að kaupa kort frá einum eða öðrum.

Í dag er engin þurrð á skjákortum og ég held að fáir búist við slíku ástandi á næstunni sem gæti m.a. þýtt að eldri kort falli í verði þegar þau nýju koma á markað. Undir slíkum kringumstæðum gæti mögulega verið hagstætt að kaup 4000 seríu frá Nvidia eða 7000 seríu frá AMD í stað nýburanna.

Þetta kemur í ljós á næstu 6-8 vikum.

Re: Kominn tími á alvöru tölvu

Sent: Fös 13. Des 2024 07:09
af aage
Ég er með gríðarlega öfluga vél sem ég keypti hjá Computer.is (Tæknibær) fyrir ca ári síðan.
Var sennilega það öflugasta sem hægt var að kaupa þá.

Asrock 670E Pro RS
AMd Ryzen 7950X3d
Vatnskæling
64gb mynni

Be Quiet Dark Base 901 Pro Kassi

Nvidia Geforce 4090 24gb skjákort
4TB Nvme Kingston SKC3000

1200 watt power supply

Kostaði ca 900.000 og ég get líklega fengið útprentun frá Computer.is Tæknibæ með fullum spekkum ef þú hefur áhuga.
Gæti mögulega átt nótuna með öllum spekkum hérna heima ef ég finn hana.

Til í að selja ef þú gerir mér gott tilboð.

Áki
sharppc15000@gmail.com

Re: Kominn tími á alvöru tölvu

Sent: Lau 25. Jan 2025 12:20
af DoofuZ
Langeygður skrifaði:Ryzen 7 9800X3D AM5 8-kjarna örgjörvi með SMT
https://kisildalur.is/category/9/products/3735

ASRock X870E Nova WiFi ATX AM5 móðurborð
https://kisildalur.is/category/8/products/3682

G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz DDR5 (fyrir AMD)
https://kisildalur.is/category/10/products/2793

Eitthvað svona plús M2, skjákort og allt hitt.

Ætti ég ekki frekar að taka Ryzen 9 7950X3D AM5 16-kjarna örgjörvann? Hann er aðeins ódýrari, með 16 kjarna í stað 8 kjarna og annað spec lítur betur út líka. En svo sé ég að Ryzen 7 er mun yngri örgjörvi og flestir eru að segja að hann sé líka betri. Skiptir fjöldi kjarnanna ekki máli? Er sjöan betri kostur?

Svo sé ég ASRock X870E Taichi Lite ATX AM5 í Kísildal, það virðist vera nánast það sama og Nova borðið nema það er 15 þúsund krónum dýrara. Er eitthvað vit í að eyða meira þarna? Það er að vísu Lite útgáfan af Taichi, en samkvæmt specs fyrir Lite og non-Lite þá virðist ekki vera neinn munur, nema þeir hafi bara gert copy og paste á specs :-k

TheAdder skrifaði:Doka ef hægt er með skjákort fram yfir áramót, ef 5000 serían er að detta hjá nVidia.

Nú er ég búinn að doka við fram yfir áramót (ekki viljandi samt, hef bara ekki komist betur í að skoða þetta), er 5000 serían að detta inn?

Re: Kominn tími á alvöru tölvu

Sent: Lau 25. Jan 2025 12:32
af TheAdder
DoofuZ skrifaði:
Langeygður skrifaði:Ryzen 7 9800X3D AM5 8-kjarna örgjörvi með SMT
https://kisildalur.is/category/9/products/3735

ASRock X870E Nova WiFi ATX AM5 móðurborð
https://kisildalur.is/category/8/products/3682

G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz DDR5 (fyrir AMD)
https://kisildalur.is/category/10/products/2793

Eitthvað svona plús M2, skjákort og allt hitt.

Ætti ég ekki frekar að taka Ryzen 9 7950X3D AM5 16-kjarna örgjörvann? Hann er aðeins ódýrari, með 16 kjarna í stað 8 kjarna og annað spec lítur betur út líka. En svo sé ég að Ryzen 7 er mun yngri örgjörvi og flestir eru að segja að hann sé líka betri. Skiptir fjöldi kjarnanna ekki máli? Er sjöan betri kostur?

Svo sé ég ASRock X870E Taichi Lite ATX AM5 í Kísildal, það virðist vera nánast það sama og Nova borðið nema það er 15 þúsund krónum dýrara. Er eitthvað vit í að eyða meira þarna? Það er að vísu Lite útgáfan af Taichi, en samkvæmt specs fyrir Lite og non-Lite þá virðist ekki vera neinn munur, nema þeir hafi bara gert copy og paste á specs :-k

TheAdder skrifaði:Doka ef hægt er með skjákort fram yfir áramót, ef 5000 serían er að detta hjá nVidia.

Nú er ég búinn að doka við fram yfir áramót (ekki viljandi samt, hef bara ekki komist betur í að skoða þetta), er 5000 serían að detta inn?


Varðandi örgjörva, þá eru X3D örgjörvarnir frá AMD toppurinn, 9800X3D er kóngurinn í dag, ef þú vilt spara aðeins í þeim flokki, þá myndi ég mæla með 7700X3D frekar en 7950X, þar sem að X3D eru betri í leikjum, ef þú villt vera með öflugri tölvu í öðrum flokkum, þá væri 7950X flottari.
Móðurborðið og minnið sem þú ert með eru flott, Taichi Lite móðurborðið virðist vera með fleiri SATA tengi og öflugri PCIe uppsetningu.

5000 serían er að fara í sölu um mánaðarmótin, þannig að menn eru farnir að auglýsa 4000 kort til sölu, og sú sería því hagkvæmari í innkaupum núna en fyrir 2 mánuðum.

Re: Kominn tími á alvöru tölvu

Sent: Sun 26. Jan 2025 00:20
af gnarr
5000 serían er samt nánast bara relaunch á 4000 seríunni. Í rauninni engin munur á 4000 og 5000 nema að 5000 styður mutli frame generation í nokkrum leikjum.
Það er líklega enginn að fara að selja 4000 seríu kort til þess að uppfæra í 5000, nema einhverjir örfáir (3-5 manneskjur) sem fara úr 4090 í 5090.
Sakar svosem ekkert að auglýsa eftir notuðu korti, en ég myndi ekki veðja á að þér takist að finna það.

Re: Kominn tími á alvöru tölvu

Sent: Sun 26. Jan 2025 08:48
af Klemmi
Held að menn hér séu líka að vanmeta möguleikann á alvarlegum skorti á nVidia kortum næstu mánuði, bæði nýju kortunum og 4000 kortunum.

Allar fréttir eru á þá leið að framboð verði mikið minna en eftirspurn á nýju kortunum, og framleiðsla er hætt á 4000 kortunum. Jafn vel þó það væri nóg til af 5000 kortunum, þá er ekki búið að gefa neitt út hvað kemur í staðin fyrir allt frá 4070 og niður... Ekkert að koma i staðin fyrir 4060, 4060 Ti og 4070. Ég veit af 5070, en það er verðlagt talsvert hærra en 4070 er og var.

Held að næstu mánuðir verði hundleiðinlegir hvað þetta varðar, ég eiginlega fagna ekki komu 5000 útaf þessu...

Mjög hræddur um svipað ástand og þegar 3000 línan kom út, þar sem öll kort hækkuðu í verði og héldust þannig í langan tíma.

En vonandi hef ég rangt fyrir mér.

Re: Kominn tími á alvöru tölvu

Sent: Sun 26. Jan 2025 12:02
af vesley
TheAdder skrifaði:
Varðandi örgjörva, þá eru X3D örgjörvarnir frá AMD toppurinn, 9800X3D er kóngurinn í dag, ef þú vilt spara aðeins í þeim flokki, þá myndi ég mæla með 7700X3D frekar en 7950X, þar sem að X3D eru betri í leikjum, ef þú villt vera með öflugri tölvu í öðrum flokkum, þá væri 7950X flottari.
Móðurborðið og minnið sem þú ert með eru flott, Taichi Lite móðurborðið virðist vera með fleiri SATA tengi og öflugri PCIe uppsetningu.




Ef verið er að spila í Ultra í 2K eða þokkalegum gæðum í 4K þá verður munurinn á milli 9800X3D og I7-14700K umtalsvert minni.

Afköst I7/I9/U7/U9 eru svo töluvert breiðari og spilar þar aðallega inn fleiri kjarnar.
Uppfærslur á BIOS virðast hafa þurrkað upp vandamálin á Intel örgjörvunum, allavega heyrir maður ekki neitt af vandræðum lengur.

7800X3D og 9800X3d eru ótrúlega flottir örgjörvar, hinsvegar er fínt að fólk viti af því að ef það á að vera með beint streymi eða keyra í 4K að þá eru þessi afköst ekki jafn afgerandi og sést í flestum prófunum. Enda eru nánast allar prófanir keyrðar í 1080P og þar nær t.d. 4090/5080/5090 ekki að njóta sín.


Samhliða því bendir allt til þess eins og hann Klemmi segir að það verði lítið sem ekkert framboð af 5000 kortunum fyrr en í mars.
Hvort við náum inn einhverjum eintökum fyrir það kemur í raun ekki í ljóss fyrr en eftir 30. janúar.