Nú er loksins kominn tími á alvöru tölvukaup!


Ég er hvorki AMD né Intel fanboy en ég er með AMD í gömlu vélinni sem var líka með AMD fyrir uppfærsluna. Ég er aðeins búinn að kíkja á umræður hér um örgjörva og mér sýnist sem svo að AMD séu á toppnum í dag, er það rétt lesið hjá mér?

Ég er ekki með neitt budget og vil bara alvöru mulningsvél sem endist vel inní framtíðina en ég ætla samt ekki að kaupa allt það dýrasta á markaðnum, bara það besta fyrir peninginn og það sem hentar fyrir það sem ég vil geta notað hana í.
Ég er nú þegar kominn af stað með tölvuherbergi, er kominn með upphækkanlegt borð og skjáarma fyrir 3 skjái svo nú vantar mig 3 skjái, tölvukassa, móðurborð, örgjörva, skjákort, minni og aflgjafa. Ég á nú þegar harðann disk sem er 1TB ssd diskur svo ég get sleppt því að kaupa nýjan disk. Síðan ætla ég að endurnýja lyklaborðið mitt og músina en ég ætla ekki að hafa það með í þessari umræðu.
Ég er ekki á kafi í tölvuleikjum en ég vil samt geta spilað nýjustu og stærstu leikina í sem allra bestu gæðum án vandræða. Svo dreymir mig um að eiga gott sýndarveruleikasett, hef ekki átt neitt slíkt, svo það má alveg líka benda mér á hvað er best að velja þar. Síðan má ekki gleyma hátölurum, er ekki bara fínt að hafa einhverja góða 2.0 hátalara?
Hvað á ég að kaupa?
