Síða 1 af 1

Skápur á vegg

Sent: Mán 18. Nóv 2024 13:42
af ABss
Góðan dag.

Ég hef áhuga á því að setja upp skáp úti í bílskúr í nýbyggingu. Þar er fyrir stór rafmagnsskápur, en ég vil helst færa tölvudótarí úr honum yfir í sér skáp, sem getur verið rétt við hliðina á honum.

Það er ekki á planinu að setja xU server eitthvað í þetta eins og er, heldur nokkrar micro from factor vélar og kannki eitthvað fleira tengt því, s.s. sviss eða álíka.

Þannig að það þyrfti að vera gott fjöltengi, jafnvel lítill UPS. Loftun hlýtur að skipta máli, eins að verja þetta aðeins fyrir lífinu í bílskúrnum.

Hvar mælið þið með að kaupa svona og hvað ætti ég að velja mér? Ég hef ekki keypt svona lagað áður.

Þetta má auðvitað ekki vera fokdýrt þar sem þetta er aðallega hobbý.

Re: Skápur á vegg

Sent: Mán 18. Nóv 2024 13:54
af oliuntitled
Pronet (www.pronet.is)
Ískraft (www.iskraft.is)
Öreind (www.oreind.is)

Þessir eiga flestir fína skápa í þetta, hef séð bæði 10" og 19" breiða skápa, það er mjög þægilegt að vera með rackmount skáp.

Ef þú hefur plássið þá mæli ég með 19" skáp, það er hægt að fá temmilega ódýr fjöltengi sem skrúfast í 19" skápana sem og ódýrar skúffur/hillur í þá fyrir non-rackmount dót.
19" skáparnir eru töluvert algengari og meira úrval í boði af aukahlutum í þá framyfir 10" skápana þegar ég skoðaði þetta seinast fyrir sjálfann mig (fyrr á þessu ári)

Re: Skápur á vegg

Sent: Mán 18. Nóv 2024 15:06
af TheAdder
Ef þú vilt ekki vera með rackmount kassa, undir smátölvurnar, þá er 10" skápur fín lausn, það eru til þreföld og fjórföld fjöltengi í þær, og eins hillur sem væri hægt að raða tölvunum í. Öreind eins og oliuntitled benti á hér að ofan, eru með nokkrar stærðir af 10" skápum, og þessi fjöltengi.

Re: Skápur á vegg

Sent: Þri 19. Nóv 2024 11:00
af Stutturdreki
Bílskúrar, sem notaðir eru sem bílskúrar, eiga það til að fyllast af ryki og drullu. Það fer kannski illa saman við
Loftun hlýtur að skipta máli, eins að verja þetta aðeins fyrir lífinu í bílskúrnum.

En já, loftun er alltaf af hinu góða en ef lofthitinn í bílskúrnum er lágur (þe. ef hita inntakið fyrir húsið er ekki í skúrnum) væri hugsanlega betra fyrir búnaðinn að vera með loftþéttann skáp. Fer náttúrulega allt eftir aðstæðum.