Góðan dag
Ég er að gæla við þá hugmynd að lappa upp á tölvumálin mín um næstu mánaðramót. Hinsvegar er ég ekki alveg með puttana lengur í þessum efnum, hvað borgar sig að kaupa og hvaða græur eru að standa sig best miðað við aurinn.
Hugmyndin mín var að vera svo frekur að byðja hjálpfúsa aðila hérna á spjallborðunum að koma með tillögur að uppfærslu hjá mér.
Móðurborð, örgjörfi og minni: Móðurborð og örgjörfi - ég vill fá það sem ég á skilið fyrir peningana, mig langar ekki í eitthvað top of the line vélbúnað ef ég þarf að fara borga 40% meira verð fyrir það sem verður síðan orðið úrelt eftir 2 mánuði, mig langar bara í hraðvirka samsetningu á þessu tvennu sem keyrir smooth. Minnið má ekki vera minna en 1 gb og helst 2. Ég er bæði í leikjum (þó ekkert voðalega mikið) og svo í þungri vinnslu (grafík t.d.) þannig að þessi vél þarf að vera tiltölulega alhliða.
Skjákort - þarf að styðja bæði digital og analogue: Ætlunin er að uppfæra í 19" digital og nota gamla analogue líka - skjákortið þarf eins og annað að vera eitthvað sem er ekki beint top notch, en eitthvað sem kemst nálægt því. Ég er ekkert maður sem þarf alla nýjustu leikina í hæstu upplausn á fullri keyrslu - ég þarf eitthvað sem ræður við jú, flest alla leiki, og keyrir þá vel, en ekkert eitthvað sem er best og flotast í dag og hefur kannski 4-10% betri vinnslu en kostar þar á móti 50% meira... ég held að fólk vonandi skilji hvað ég er að fara
Skjár: mér líst mjög vel á xerox 19" lcd flatskjáinn - hefur einhver reynslu af honum? Mælir einhver með einhverju Sérstöku í þessum stærðarflokki og verðbili?
Kassi, diskar, hljóðkort, aflgjafi, viftur og annað má svosem fylgja með, en það er ekki eitthvað sem ég sé nauðsynlegt að skipta um.
Budgetið er ekki alveg á hreinu, og ég vill ekkert vera að festa mig í því svosem. Endilega komið með hugmyndir sem ég get skoðað.
Takk
Uppfærsla - Aðstoð
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 4
- Skráði sig: Mið 23. Jún 2004 23:18
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur