Síða 1 af 1
Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Þri 15. Okt 2024 11:57
af Fennimar002
Sælir Vaktarar!
Í vinnuni er ég með nokkra HDD diska sem voru formataðir í EXT2/3 fyrir eihverjum árum. Núna síðustu mánuði hef ég verið að færa gögn til og breyta formatinu á þessum diskum í NTFS. Málið er að þegar ég nota EXT2 Volum Manager til að láta Win11 vélina lesa diskinn og eyði því Volume í Disk Management þá slekkur tölvan á sér og restartar ekki nema ég tek diskinn úr sambandi. Og ef ég tengi aftur, þá slekkur tölvan á sér aftur.
Vitið þið hvort það sé hægt að laga þessa diska?
Öll ráð vel þegin!
Re: Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Þri 15. Okt 2024 12:40
af olihar
Ertu að nota USB dokku? Eða tengja beint í SATA?
Re: Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Þri 15. Okt 2024 12:48
af Fennimar002
olihar skrifaði:Ertu að nota USB dokku? Eða tengja beint í SATA?
Er að nota USB dokku
Re: Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Þri 15. Okt 2024 12:49
af olihar
Ertu nokkuð með aðra? Þetta hljómar mikið frekar eins og dokkan/usb tengi/kapall sé biluð.
Re: Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Þri 15. Okt 2024 13:20
af Fennimar002
Aðrir diska án vandræða
Re: Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Þri 15. Okt 2024 13:23
af olihar
Þetta er magnað, gerist þetta með alla diskana? Það make-ar ekkert sense að tölvan slökkvi á sér nema það sé hardware vandamál, eins og short í disknum sjálfum.
Re: Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Þri 15. Okt 2024 13:24
af jonfr1900
Þú verður að nota Linux til þess að eyða partinum og búa til tóman disk og láta Windows síðan búa til nýja töflu og setja síðan NTFS á diskinn. Windows 11 ræður ekki ennþá við Ext2/3 skráarkerfið án vandamála.
Re: Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Þri 15. Okt 2024 13:31
af olihar
Getur USB dockan formattað diskinn beint, Ég er með docku sem getur gert alveg clear á diskinn. Þá eyðir dockan öllu, töflum og alles og drif eins og nýtt úr kassanum.
Re: Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Þri 15. Okt 2024 13:35
af olihar
ChatGPT segir að það sé best að nota
https://www.diskgenius.com/free.phpEn ef tölvan slekkur bara á sér þegar diskur fer í gang þá kemstu ekki svo langt.
Re: Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Þri 15. Okt 2024 17:11
af GuðjónR
Tengja við aðra tölvu (Win10).
Og nota diskpart til eyða partiton.
Re: Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Þri 15. Okt 2024 17:15
af olihar
GuðjónR skrifaði:Tengja við aðra tölvu (Win10).
Og nota diskpart til eyða partiton.
Windows getur ekki snert EXT. Þarf 3rd party tól.
Re: Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Mið 16. Okt 2024 17:48
af Fennimar002
Er að nota EXT2 volume manager.
Er hægt að nota CMD og diskpart í safe mode eða í win10 install media?
Re: Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Mið 16. Okt 2024 18:10
af olihar
Væri ekki bara auðveldast að boot-a upp Linux á usb
Re: Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Fim 17. Okt 2024 11:17
af Fennimar002
olihar skrifaði:Væri ekki bara auðveldast að boot-a upp Linux á usb
Júu ætli það ekki.
Kann ekkert á linux.... hvaða linux stýrikerfi væri þæginlegast að nota?
Re: Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Fim 17. Okt 2024 11:21
af olihar
Ætli Puppy sé ekki fínt í þetta verkefni, er bara Single user keyrir allt í root.
https://puppylinux-woof-ce.github.io/
Re: Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Fim 17. Okt 2024 12:22
af Fennimar002
Snilld. takk. Prufa þetta
Re: Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Fös 18. Okt 2024 17:43
af Fennimar002
Update - virkaði að nota linux til að formata diskanna
Re: Utanáliggjandi drif að crasha eftir volume delete
Sent: Fös 18. Okt 2024 17:46
af olihar
Snilld. En ennþá einstaklega skrítið að tölva skildi Insta slökkva á sér og neita að ræsa…