Síða 1 af 1

Leitar að fartölvu

Sent: Fös 06. Sep 2024 07:07
af Hizzman
sælir, er að leita að windows fartölvu, kröfurnar eru: 16g ram amk, þyngd ekki yfir 1.3 kg, skjárinn þarf að hafa matta áferð.
verð undir 200þ
Það er soldið merkilegt að engin af innlendu verslununum leyfir að leita eða flokka eftir þyngd

einhver með hugmynd?

Re: Leitar að fartölvu

Sent: Fös 06. Sep 2024 07:18
af rapport
Þessar kröfur = EliteBook 830 G7 hjá Fjölsmiðjunni fyrir 1/4 - 1/3 af þessu budget... ef þú ert svo heppinn að þeir eiga svoleiðis inni.

Annars eiga þeir alltaf ágætis úrval.

Prívat lappinn minn er Latitude 7490 i7/64Gb/1Tb sem ég fékk hjá þeim í janúar.

En fyrir 2-3 vikum fékk ég svona EliteBook 830 hjá þeim fyrir eina sem var að byrja í menntó og hún er þrusu ánægð með hana.

Re: Leitar að fartölvu

Sent: Fös 06. Sep 2024 08:33
af dadik

Re: Leitar að fartölvu

Sent: Fös 06. Sep 2024 10:59
af TheAdder
https://verslun.origo.is/tolvur-og-skja ... 12gb-36546

Þessi er 90 gr þyngri en 1,3Kg, og innan verð marka.

Re: Leitar að fartölvu

Sent: Fös 18. Okt 2024 16:43
af traustitj
Bara aðeins að skjóta inn. Ég sá á blandinu bæði Thinkpad T490 á 60.000 (má líklega prútta smá), og nokkrar T4. Þessar vélar standast allar þær kröfur sem þú ert að setja þó það gæti munað nokkrum grömmum á þyngdinni. Flottir skjáir, virkilega flott lyklaborð.

Svo eru þessar vélar þjónustanlegar. Þú getur keypt allt í þær á vefnum, nýja skjái, móðurborð og annað mjög ódýrt ef þú missir hana í poll eða eitthvað.

Einnig, þú getur stækkað minnið sjálfur og sett sjálfur nýja harða diska, í sum módel geturu sett meira en 1 disk sko.

Myndi kaupa slíka vél ef þú þarft ekki kraftinn, þessar vélar eru samt plenty kraftmiklar.