Síða 1 af 1

Razer Blade 15

Sent: Sun 01. Sep 2024 15:59
af traustitj
Ég er Razer blade 15. Þetta er alls ekki ný vél, 8-9 gen Intel i7.

Rafhlaðan fór allt í einu að bólgna upp, svo ég tók hana úr vélinni.

Þá spyr ég ykkur snillingana, fer ég bara með rafhlöðuna í endurvinnsluna? Hvar mæliði með að ég kaupi nýja rafhlöðu?

Vélin er ennþá alveg mögnuð og er ekkert að fara að leggja henni.

Re: Razer Blade 15

Sent: Sun 01. Sep 2024 16:10
af einarhr
traustitj skrifaði:Ég er Razer blade 15. Þetta er alls ekki ný vél, 8-9 gen Intel i7.

Rafhlaðan fór allt í einu að bólgna upp, svo ég tók hana úr vélinni.

Þá spyr ég ykkur snillingana, fer ég bara með rafhlöðuna í endurvinnsluna? Hvar mæliði með að ég kaupi nýja rafhlöðu?

Vélin er ennþá alveg mögnuð og er ekkert að fara að leggja henni.


Já hún fer í Endurvisnnsluna, ég myndi byrja á að skoða rafhlöður á Ebay td en svo er þetta nær öfugglega til á Aliexpress. Það er bara spurning hvað þú ert til i að borga mikið fyrir hana.

Re: Razer Blade 15

Sent: Sun 01. Sep 2024 16:11
af olihar
Vandamálið er alltaf að fá þetta sent til íslands. Vill enginn senda þetta.

Re: Razer Blade 15

Sent: Sun 01. Sep 2024 16:47
af Harold And Kumar
Ekki viss um að það væri þess virði, þetta er það gömul tölva að þú gætir alveg eins fengið þér aðra notaða tölvu í stað þess að kaupa rafhlöðu, borga tollinn, vsk, & flutlingargjald. Gætir mögulega notað tölvuna án rafhlöðu sem borðtölvu.

Re: Razer Blade 15

Sent: Sun 01. Sep 2024 20:42
af rapport
Hugsanlega er einhver sem getur tekið packið í sundur og sett í nýjar rafhlöður... veit að þetta hefur verið gert með rafhlöður fyrir borvékar o.þ.h.

Re: Razer Blade 15

Sent: Mán 02. Sep 2024 11:30
af Moldvarpan