hvað passar í ACER ASPIRE XC-703

Skjámynd

Höfundur
Le Drum
Ofur-Nörd
Póstar: 218
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
Reputation: 23
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

hvað passar í ACER ASPIRE XC-703

Pósturaf Le Drum » Mið 28. Ágú 2024 13:56

Sælir vaktarar.

Áskotnaðist kassi af Acer Aspire XC-703, reyndar með öllu innvolsinu líka. Móðurborðið ónýtt.

Var að láta mér detta í hug að fá nýtt innvols, en þar sem ég hef ekki komið nálægt tölvumixi í þónokkuð langan tíma þá datt mér í hug að spyrja hvaða stærð passar í kassann og hvort eitthvað væri finnanlegt hér á skerinu?

Búinn að gúggla en er ekki að fá skotheldar upplýsingar, þetta er náttúrulega forngripur þannig lagað séð.

Einhver snillingur sem gæti svarað mér?


Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1256
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 376
Staða: Ótengdur

Re: hvað passar í ACER ASPIRE XC-703

Pósturaf Njall_L » Mið 28. Ágú 2024 14:40

Miðað við myndir er líklegt að þetta sé ITX móðurborð svo ég myndi ráðleggja þér að stefna í þá áttina og fá að bera saman staðsetningu á skrúfugötum á gamla móðurborðinu og á ITX.

Þyrftir síðan að passa að aflgjafinn sé með standard pinout áður en þú stingur honum í samband við nýtt móðurborð. Það er ekki ómögulegt að hann sé með proprietary frá Acer


Löglegt WinRAR leyfi