demaNtur skrifaði:„Þegar fíflunum fjölgar í kringum þig þarftu kannski að fara að líta í eigin barm“
Ég hef verið harður intel maður í gegnum tíðina og ekki horft á amd. Í síðustu uppfærslu fór ég yfir í AMD og sé ekkert eftir því eins og er
7800x3d fyrir það sem ég geri er SUPER bang for the buck!
Ég skal alveg kaupa intel aftur, en þetta er ekki
united vs liverpool umræða.
Performance Sammála Demantinum, aldrei séð jafn háar tölur úr testum (youtube, tomsh, anandtech.com etc) úr leikjunum sjálfum í 1080 og 1440 fyrir 7800x3d og 7950x3d
Þessi benchmörk sem madur ser auglýst eru ekki alltaf
trúverðug, ég er sjálfur að fá hærri tölur en bencharking á geek. Þar sem er bara gefið eitt score oft á tíðum en ekki sýnt einstaka leiki.
Ég hef sjálfur enga reynslu á
4K og
nýjustu heavy leikjunum en fyrir 1080/1440p skotleiki er þetta alveg banger. (ásamt strategy og öðrum nýlegum leikjum sem eru ekki í 4K - situr 7800x3d nánast idle í 30-40C alveg silent)
VerðEr að fara uppfæra vél á næstunni hjá félaga, 7800x3d, minni og móðurborð kosta ekki mikið.. Geta svo uppfært cpu í næstu línu og þar næstu með sama móðurborð eins og intel í gegnum tíðina.. og þá aftur miðað við áætluð verð fyrir cpu 50-65þ... selur gamla fyrir 30-40þ þetta eru bara auðveldar og ódýrar uppfærslur.
ÞróunStundum þarf að horfa á þróun og notkun. Ég fór í 3900x og svo 5900x til að styðja þróun á hardwarei frekar en að styðja við nákvæmlega sömu tæknina á hærri woltum 300-400w hjá intel (voru mun betri örgjörvar til en 3900x á sínum tíma, en ef engin kaupir samkeppnina á sér ekki stað nein þróun).
Þetta er nær því að vera frekar rafmagnsbílar vs disel umræða ef menn vilja setja einhverja einfaldar myndlíkingar á þetta.
Diselinn hentar í margt, sérstaklega vetrarakstur út á landi, en það þýðir ekki að hann sé framtíðin.. við viljum samt sjá þróun í öðru? (Tek fram að ég er að leita mér að disel bíll)
Finnst nýjustu software uppfærslurnar hjá amd í gaming vera mjög metnaðarfullar og verið að þróa nýja hluti en ekki bara uppfæra software til að laga bugs. Anti lag2, amd fluid motion frames 2, smart access memeory - nýta cpu og gpu betur saman til að létta álag til að fá betri performance etc etc.
Ég vill sjá intel koma með
nýja tækni en ekki bara reka starfsmenn í þróun (R & D) eins og fréttir hafa verið síðustu mánuði. Þeir vinna ekki nvidia og amd í samkeppninni með að setja hærri wolt og support á önnur geggjuð product eins og high end minni.