Síða 1 af 1
Vitið þið um einhverja góða rafeindavirkja?
Sent: Þri 30. Júl 2024 20:19
af Gislos
Hæ er að leita að góðum rafeindavirkja.
Vitið þið um einhvern sem þið getið mælt með?
Re: Vitið þið um einhverja góða rafeindavirkja?
Sent: Þri 30. Júl 2024 20:44
af arons4
Hvað þarftu að laga?
Re: Vitið þið um einhverja góða rafeindavirkja?
Sent: Mið 31. Júl 2024 19:57
af Gislos
Þetta er:
Asus router wireless-Ax5700 dual-band gigabit router
Athugasemd varðandi biluna:
Ný dottinn úr ábyrgð.
Það slökknaði á honum án fyrirvara.
Rofinn er í lagi og spennugjafinn.
Hef tekið hlífina af og sé ekkert augljóst brunnið eða skemmt.
Re: Vitið þið um einhverja góða rafeindavirkja?
Sent: Mið 31. Júl 2024 20:44
af russi
Gislos skrifaði:Þetta er:
Asus router wireless-Ax5700 dual-band gigabit router
Athugasemd varðandi biluna:
Ný dottinn úr ábyrgð.
Það slökknaði á honum án fyrirvara.
Rofinn er í lagi og spennugjafinn.
Hef tekið hlífina af og sé ekkert augljóst brunnið eða skemmt.
Hvernig sérðu að það sé í lagi með spennugjafan?
Það er lang líklegasta bilunin, það að þú mælir rétta spennu útaf honum segir ekki til um hann sé í lagi
Re: Vitið þið um einhverja góða rafeindavirkja?
Sent: Sun 11. Ágú 2024 21:14
af Gislos
Já það er góð ábending á ekki annan 19V spennugjafa en þarf bara að leita betur eða spyrja vini.
Re: Vitið þið um einhverja góða rafeindavirkja?
Sent: Þri 13. Ágú 2024 20:56
af asgeirj
sjibbí
hér er 19V spennubreytir að leita að nýju heimili:
viewtopic.php?f=57&t=97660