AMD Zen-5 spenningur og smá AM4 hrærigrautur á næstu dögum.


Höfundur
Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 495
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 156
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

AMD Zen-5 spenningur og smá AM4 hrærigrautur á næstu dögum.

Pósturaf Sinnumtveir » Fös 26. Júl 2024 23:23

Næstu tvær og hálf vika bjóða upp á allskonar áhugaverðar AMD fréttir.

15. júlí 2024 var dagurinn sem Ryzen AI 300 fartölvuörgjörvarnir "losnuðu" en við höfum ekki fengið neinar prófanir á þeim enn. Einfeldni mín náði ekki til þess að í raun verða fartölvur með þessum örgjörvum ekki komnar í sölu fyrr en 28. júlí ~ 3. ágúst. Ryzen AI 300 er með Zen-5 og Zen-5c (orkusparandi/smærri útgáfa af Zen-5) kjarna og XDNA-2 NPU. XDNA-1 gervigreindarhraðlar eru nú þegar í Ryzen 8000 örgjörvum og sumum Ryzen 7000 fartölvuörgjörvum en XDNA-2 mun vera 4-5 sinnum afkastameira ein XDNA-1.

Fjórir AM5 Zen-5 borðtölvuörgjörvar áttu að verða fáanlegir 31. júlí. Eitthvert ófyrirséð "gæðamál" veldur því að AMD afturkallar alla þessa örgjörva til endurprófunar og frestar "losun" til 8. og 15. ágúst. 9600X og 9700X frestast til 8. ágúst en 9900X og 9950X frestast til 15. ágúst. Smámál uþb, en kamon, mar er búinn að vera að telja dagana og mínúturnar um drjúgt skeið :)

Að síðustu eru tveir nýjir AM4 örgjörvar á leiðinni. Nei, þú mislast ekki, tveir AM4 örgjörvar eiga að fást þann 31. júlí. Annars vegar er það Ryzen 7 5800XT sem klukkar 100Mhz hærra en 5800X. Hinn örgjörvinn heitir Ryzen 9 5900XT og sú nafngift er óvænt. AMD hefur áður farið í þennan XT leik, td Ryzen 9 3900XT sem klukkar100MHz hærra en 3900X en allt annað var eins, rétt eins og 5800X vs 5800XT.

Svo er ekki með 5900XT, hann er ekki 12 kjarna örgjörvi sem klukkar 100MHz yfir 5900X. Ónei, 5900XT er 16 kjarna örgjörvi sem klukkar 100-200MHz neðar en 5950X. Smá WTF hérna. Kannski hefði verið meira vit í 5925XT.

Urmull leka á afkastagetu allra þessara örgjörva höfum við fengið. Ég les svo sem sumt af því en sætti mig ekki við annað en að óháðir prófendur hafi græjurnar í eigin höndum til rækilegrar athugunar.

Semsagt spennandi tímar. Strax eftir helgi (vonandi), Ryzen AI 300 fartölvur, 2-3 dögum síðar 5800XT og 5900XT. 6 og 8 kjarna Zen-5 borðtölvuörgjörvar 8. ágúst. 12 og 16 kjarna Zen-5 örgjörvar þann 15. ágúst.

Góðar stundir ... vonandi :)




TheAdder
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: AMD Zen-5 spenningur og smá AM4 hrærigrautur á næstu dögum.

Pósturaf TheAdder » Lau 27. Júl 2024 09:47

Orðið sem þú ert að leita að er útgáfa, það er rétt þýðingin á "release" í þessu samhengi.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1444
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: AMD Zen-5 spenningur og smá AM4 hrærigrautur á næstu dögum.

Pósturaf nidur » Lau 27. Júl 2024 12:00

Bíða eftir vandamálunum og kaupa eitthvað í kringum black friday, er það ekki plan?