Igor's lab staðfestir að framleiðendur setja rusl thermal paste á dýr skjárkort

Skjámynd

Höfundur
Templar
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 403
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Igor's lab staðfestir að framleiðendur setja rusl thermal paste á dýr skjárkort

Pósturaf Templar » Fös 19. Júl 2024 07:54

Nýleg kort með hátt hitastig á hotspot eða kort sem klárlega kæla sig verr eftir t.d. einhverja mánuði, engin ímyndun heldur raunverulegt. Ég keypti notað 3090Ti hérna á Vaktinni sem var aðeins notað í nokkra daga, það var gas pump skallablettur á kortinu eftir næstum enga notkun, þetta var Asus TUF kort sem kostaði slatta.

Igor í Þýskalandi byggði sérstakan rig til að prófa thermal paste, lítur faglegt út fyrir mér en minn bakgrunnur er í hugbúnaði og ekki vélbúnaði en vinur minn sem er að taka masterinn í eðliðsfræði sagði að tólin sem hann væri að nota þarna væru rock solid og ekki ósvipað því sem hann hefur gert í skammtatilraunum. Það er því hægt að treysta þessum niðurstöðum en þetta er faglega unnið.

Ef menn nenna ekki að lesa þetta þá er orsökin á lélegri frammistöðu hitakremsins frá framleiðendum sparnaður, þeir notast við ódýr efni en virka í stutta stund nokkuð vel en þetta sannar að allt sem gott er þarf auðvitað alltaf að borga aðeins meira fyrir. Efnin þorna upp og of stórar áleiningar í kreminu til að drýgja efnið.

https://www.igorslab.de/en/cause-and-re ... mal-paste/


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6342
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 448
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Igor's lab staðfestir að framleiðendur setja rusl thermal paste á dýr skjárkort

Pósturaf worghal » Fös 19. Júl 2024 08:05

áhugavert en kemur ekki á óvart, svo er þetta ekki fyrir hin meðal jón að skipta um kælikrem og púða án þess að hafa áhyggjur af því að missa ábyrgðina.
Ég væri líka til í að sjá svona samantekt á milli framleiðanda skjákorta og mig sterklega grunar að mitt 3080 sé með einhvern baldspot

Mælir einhver með einhverju kitti (paste og púðar) til að fá betri tölur? :D


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Höfundur
Templar
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 403
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Igor's lab staðfestir að framleiðendur setja rusl thermal paste á dýr skjárkort

Pósturaf Templar » Fös 19. Júl 2024 08:28

Samkvæmt prófunum á kremum frá Igor's lab er Corsair TM70 besta kælikremið í prófunum fram að þessu. Ástæðan að hann getur ekki sérstaklega mælt með að kaupa Thermalright sem er á toppnum hjá honum er sú að Thermalright outsourc-ar þetta og tryggja ekki fyrirfram að þú fáir alltaf sama kælikremið en Corsair gerir það. Kom mér á óvart hvað Artic MX-6 kom slappt út en það er alveg klárt að þetta Corsair TM70 er geggjað efni, sérstaklega auðvelt að setja það á. Er að bíða eftir hvernig Kryonut Extreme kemur út þó en hann er að prófa 1-2 í viku núna og allt getur en það er samt safe buy topp efni þetta Corsair TM70.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

Höfundur
Templar
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 403
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Igor's lab staðfestir að framleiðendur setja rusl thermal paste á dýr skjárkort

Pósturaf Templar » Fös 19. Júl 2024 08:34

Þessir testarar eins og Igor eru að gera Guðs verk fyrir okkur neytendur, núna byrja þeir að laga hitakremið loksins. Pælið í því að næstum öll kort sem eru seld eru að thermal throttla eftir e-h vikur eftir kaup og svo rennur þetta úr ábyrgð. Nvidia segir ekkert því að þetta tryggir að menn uppfæri frekar en eitthvað annað..
Annað sem er klárt, þú kaupir nýtt kort, láttu skipta um Thermal paste strax á því.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||