Síða 1 af 1

Er sniðugt að tengja tölvu beint við ljósleiðarabox?

Sent: Fim 06. Jún 2024 14:10
af BirgirSnorrason
Hæhæ,

Mig langar að geyma plex serverinn inní þvottahúsi við hliðiná ljósleiðaraboxinu og þá væri þægilegt að tengja hann beint við boxið. Ég heyrði í Símanum og þeir sögðu að það væri hægt að nota tvö lan port í einu (þau eru 4 á boxinu frá mílu) en að þá skiptist hraðinn í tvennt, 500gbit á hvort sem er allt í lagi mín vegna. Þeir vöruðu mig hins vegar við því að eldveggurinn væri aðeins á lan porti 1. Er það eitthvað til að hafa áhyggjur af?

Ef ég geri þetta svona þá eru tækin á heimilinu væntanlega á öðru neti en plex serverinn er það ekki?

Hverju mælið þið með því að gera?

Kveðja,
Birgir

Re: Er sniðugt að tengja tölvu beint við ljósleiðarabox?

Sent: Fim 06. Jún 2024 14:45
af cmd
Svo lengi sem þú stillir eldveggin vel á tækinu sem er beintengt við boxið þá er það í góðu lagi.

Gott að loka á alla traffík nema á þeim portum sem þú ætlar að nota, plex portin sennilega þá. Til að vera extra öruggur væri líka sniðugt að takmarka hverjir geta tengst við þau port út frá IP tölum, þeas. bara hleypa IP tölum í gegn sem þú treystir.

Tækið er þá alveg aðskilið frá heimanetinu þínu og fær sína eigin ytri IP tölu.

Re: Er sniðugt að tengja tölvu beint við ljósleiðarabox?

Sent: Fim 06. Jún 2024 15:25
af GuðjónR
Hmm...ég vissi ekki að það væri eldveggur tengdur við annað portið. Hélt að það væri hlutvert netbeinis að vera eldveggur.

Re: Er sniðugt að tengja tölvu beint við ljósleiðarabox?

Sent: Fim 06. Jún 2024 22:23
af aether
GuðjónR skrifaði:Hmm...ég vissi ekki að það væri eldveggur tengdur við annað portið. Hélt að það væri hlutvert netbeinis að vera eldveggur.

Ekki alveg, basically tækið sem er beintengt í boxið er "nakið" á internetinu, allir sem finna IP töluna á því geta talað við það raw.

https://img-9gag-fun.9cache.com/photo/a ... 00bwp.webp

Þess vegna þarf viðkomandi tæki að vera með eldvegg. Venjulegir routerar eru með þannig en þeir eru líka með NAT, sem þýðir að ef þú ert ekki búinn að configga opnun inn, þá veit routerinn ekki hvert á að senda umferð á random port, nema þú hafir stofnað tengingu út og átt von á svari, routerinn trackar það í connection state table.

Ef þú villt t.d. tengja Windows tölvu í þetta, þá áttu eftir að lenda í stuði með windows firewall því hann er alltof opinn by default.

Það er hægt að gera kúnstir í gpedit.msc (muna að breyta öllum/réttum profile):

Screenshot 2024-06-06 222128.png
Screenshot 2024-06-06 222128.png (112.2 KiB) Skoðað 2643 sinnum


Með því að gera það þá eru reglur í normal windows firewall entirely ignoraðar og þú getur manually leyft ákveðin forrit í Local Group Policy í staðinn.

En það er vesen tbh.

Re: Er sniðugt að tengja tölvu beint við ljósleiðarabox?

Sent: Fim 06. Jún 2024 23:35
af Hizzman
Nei það er ekki sniðugt að tengja tölvu beint við ljósleiðaðrabox! ... NEMA hún sé detikeraður eldveggur. Þá er ég að tala um td pfsense eða svipað. Með slíkum eldvegg er mögulegt að vera með nokkur aðskilin LAN og DMZ td. Eitthvað svona er eiginlega möst ef þú vilt reka server eða eitthvað sem er aðgengilegt utanfrá.

Re: Er sniðugt að tengja tölvu beint við ljósleiðarabox?

Sent: Fös 07. Jún 2024 08:49
af KristinnK
Ég myndi halda að það væri betri hugmynd að tengja bara neitbeininn beint við ljósleiðaraboxið, en vera með hann þarna í þvottahúsinu, og tengja serverinn þannig við netbeininn, og svo nota snúruna sem áður lá frá ljósleiðaraboxinu inn í íbúðarrýmið til þess að tengja í sviss þar sem netbeinirinn var áður (og þaðan í tölvur heimilisins, þráðlausan aðgangspunkt, etc.).

Re: Er sniðugt að tengja tölvu beint við ljósleiðarabox?

Sent: Fös 07. Jún 2024 23:20
af BirgirSnorrason
KristinnK skrifaði:Ég myndi halda að það væri betri hugmynd að tengja bara neitbeininn beint við ljósleiðaraboxið, en vera með hann þarna í þvottahúsinu, og tengja serverinn þannig við netbeininn, og svo nota snúruna sem áður lá frá ljósleiðaraboxinu inn í íbúðarrýmið til þess að tengja í sviss þar sem netbeinirinn var áður (og þaðan í tölvur heimilisins, þráðlausan aðgangspunkt, etc.).


Já þetta hljómar vel.