Síða 1 af 1

RPM

Sent: Mán 16. Jan 2006 23:37
af Nornin
Mig langar að vita eitt, skiptir máli fyrir mig sem fartölvunotanda hvort diskurinn er 5400RPM eða 4200RPM?
Ég er afskaplega venjulegur notandi, spila ekki mikið af leikjum (það gerist þó) en nota oft mikið af forritum í einu (yfirleitt með word, powerpoint, msn, firefox, fireworks og media player í gangi).

Nota tölvuna allann daginn og er yfirleitt með hleðslutækið með mér, ef einn mest áberandi munurinn skildi vera að 5400RPM éti hraðar upp rafhlöðuna.

Sent: Þri 17. Jan 2006 08:25
af Stutturdreki
Stýrikerfið er örlítið lengur að ræsa og forrit lengur að opnast á hægari diskum, þar sem tölvan er lengur að staðsetja gögn á disknum og lestur er hægari.

Hinsvegar eyða hægari diskar mun minna rafmagni eins og þú hefur tekið eftir.

Sent: Þri 17. Jan 2006 11:53
af wICE_man
Það á ekki að vera teljandi munur í rafmagnsnotkunn og já 4200RPM diskur er flöskuháls alveg sama hvernig þú horfir á það.

Í hvert sinn sem þú opnar forrit eða þarft að sækja gögn á diskinn þá tekur það diskinn lengri tíma að finna það og síðan lengri tíma að lesa. munurinn er amk. 20-30% svo að maður tekur eftir honum.

Og að segja að drifin séu hljóðlátari er allmenn sölubrella, þau eru ódýrari, "that's why they use them". :)

Sent: Þri 17. Jan 2006 12:54
af gnarr
í rauninni, þá eyðir 5400rpm diskur minna rafmagni en 4200rpm. Ef maður lítur á hversu mikið styttra maður þarf að bíða eftir 5400rpm disk.

Frekar vill ég eyða batteríinu í aukinn hraða frekar en aukna bið.

Sent: Þri 17. Jan 2006 21:49
af arnarj
7200rpm fartölvudiskar all the way !