Síða 1 af 1

Kaupa tölvu í NY, USA?

Sent: Sun 15. Jan 2006 23:56
af BS^
Sælir,
Ég er á leiðinni til NY í lok mánaðarinns og ætla að kaupa mér tölvu þar (mun ódýrara vonandi). Var að spá í að kaupa sem mest í hana úti en svo kassann og jaðarhluti hérna heima.
Er búinn að finna eina verslun í NY sem mér líst vel á, http://www.jr.com

Ég var búinn að hugsa mér 80k í budget hérna á Íslandi en ætti að sleppa með eitthvað ódýrara í USA.

Þetta verður sett upp með það í huga að spila tölvuleiki í henni.
BF2, CS Source og fleiri leiki.

Er einhver þarna sem er jafnvel nýbúinn að kaupa sér vél úti og þekkir þetta út og inn. Jafnvel mælir með einverjri annari verslun í NY. Hvernig er með skatta og toll á leið til landsins?

Hvað mælið þið svo með. Hvort á maður að velja Intel eða AMD?
Í dag þá er ég með Dell Inspiron 8500 lappa þannig að þetta ætti að boosta leikina hjá mér verulega.

Kær kveðja,
BS

Sent: Mán 16. Jan 2006 01:30
af Vilezhout
Þú getur dottið inná útsölur á þessum tíma og gert alveg frábær kaup í miðlungsvélbúnaði

Passaðu þig bara á því að varan passi við umbúðirnar :)

Sent: Mán 16. Jan 2006 10:04
af wICE_man
Og mundu að reikna með VSK og gefa þetta upp við komuna til landsins, nema þú viljir eiga á hættu að vera tekin af tollinum. Það er miklu dýrara.