Síða 1 af 1

Minn var að uppfæra!

Sent: Fös 27. Jún 2003 12:39
af Oxide
Var að fá mér nýja tölvu...

MÓÐURBORÐ - ASUS P4C800 DL Raid, Pentium 4, 800/533/400 MHz FSB
ÖRGJÖRVI - Intel P4 2.80 GHz 800 MHz brautarhraði
MINNI - 2x 512 MB 184 pinna DDRAM PC3200 400 MHz
SKJÁKORT - ATI Radeon 9500 PRO
GEISLASKRIFARI, COMBO, SVARTUR - Samsung SM-352BENB
HARÐUR DISKUR - Seagate Barracuda 80 GB 7200RPM IDE ATA100
HARÐUR DISKUR - SATA! - Seagate (ST3120023AS) 120 GB Serial ATA
Kassi - Dragon Silfur


:D

Sent: Fös 27. Jún 2003 12:46
af Ekoc
Til Hamingju með þessa vél :8) En hvað kostaði hún?

Sent: Fös 27. Jún 2003 13:11
af Oxide
170 þús. Vel þess virði.

Sent: Fös 27. Jún 2003 13:20
af odinnn
taktu 3d marks test og settu thad hérna inn á vaktina

Sent: Fös 27. Jún 2003 13:23
af Oxide
Geri það þegar ég kem heim úr vinnu...

Sent: Fös 27. Jún 2003 13:26
af Mal3
BTW. Hvar fékkstu þetta Radeon 9500 Pro? Orðið erfitt að ná í þessa gæðinga...

Sent: Fös 27. Jún 2003 13:27
af Oxide
Á Computer.is Keypti allt þar nema kassan sem ég keypti í Hugver.

Sent: Fös 27. Jún 2003 13:30
af Mal3
Ég er enn að bíða eftir svari frá Computer.is um Radeon 9500. Þeir "ætluðu að athuga málið".

Fær mig til að velta fyrir mér hvort ég vil almennt kaupa eitthvað af þeim m.v. þessi viðbrögð. Hvar fær maður Maxtor diska annars staðar en þar og í Boðeind?

Sent: Fös 27. Jún 2003 13:31
af Mal3
BTW. Flott kerfi hjá þér, en afhverju fékkstu þér ekki bara tvo SATA diska og raidaðir þá? :D

Sent: Fös 27. Jún 2003 13:36
af Oxide
Ég fékk mér SATA diskinn eiginlega bara til að prófa. Ætlaði upphaflega að fá mér bara 2 IDE diska, en þegar ég sá að Seagate IDE 120 GB 8MB buffer kostaði það sama og Seagate SATA 120 GB 8MB buffer, þá ákvað ég bara að slá til.

Sent: Fös 27. Jún 2003 13:38
af Mal3
Ég er að hugsa um að halda mig bara við Parallel ATA næst og láta mig dreyma um að safna fyrir 2x Raptor 10.000sn. SATA diskum til að RAIDa saman. Það væri náttúrulega svalast :8)

Sent: Lau 28. Jún 2003 10:10
af MezzUp
eg aetla frekar ad fa mer 3 7200 diska i RAID5

Sent: Lau 28. Jún 2003 15:04
af halanegri
Hvað er málið með að fólk sé að RAIDa svona mikið á desktop systemi? Þið græðið svo lítið á þessu nema þetta sé fyrir einhvern SQL database server eða eitthvað, annars er þetta bara dýrt og borgar sig ekki(nema þið séuð loaded).

Sent: Lau 28. Jún 2003 15:17
af Gothiatek
halanegri skrifaði:Hvað er málið með að fólk sé að RAIDa svona mikið á desktop systemi? Þið græðið svo lítið á þessu nema þetta sé fyrir einhvern SQL database server eða eitthvað, annars er þetta bara dýrt og borgar sig ekki(nema þið séuð loaded).

Akkúrat það sem ég var að spá...!!!

Sent: Lau 28. Jún 2003 15:23
af Voffinn
og ef við höldum áfram með þessar pælingar, hvað höfum við að gera við 3ghz örgjörva ? :)

Sent: Lau 28. Jún 2003 15:24
af halanegri
Síðan þarf maður líka helst að nota SCSI(enn meiri $$$) til að marr græði eitthvað á RAID

Sent: Sun 29. Jún 2003 09:15
af Mal3
You may have a point there indeed, dear Watson. :)

En erum við ekki komnir að "Hvað hefurðu að gera við bíl sem kemst í 100 á 5 sekúndum" argumentið núna? Ég meina, það væri hella cool að hafa tvo Raptora RAIDaða á leikjavélinni sinni. Það kæmi kannski engar stórfelldar hraðaaukningar og sú aukning sem kæmi væri ansi kostnaðarsöm, en þetta væri samt töff. Erum við ekki bara komnir út í lögmál #1, The law of diminishing returns hér? ;)

Annars sýnist mér maður gera best í augnablikinu með að fá sér bara P-ATA. Ekkert fancy en mjög fáguð tækni sem skilar sýnu vel. Fréttir gærdagsins kannski, en tími SATA er væntanlega að renna upp.

Sent: Mán 30. Jún 2003 12:40
af Oxide
Jæja, það er greinilega eitthvað að kerfinu hjá mér. Ég tók 3dMark testið og fékk aðeins 8887 stig. Eftir að hafa overclockað um 10% (CPU keyrði á 3.08 GHz) þá fékk ég tæp 13000 stig. Hvað er best að gera til að finna út úr svona vandamáli?

Sent: Mán 30. Jún 2003 15:14
af gumol
Prófaðu að taka annað minnið úr, ef ekkert gerist eða þetta versnar, settu minnið aftur í og taktu hitt úr.
Þá ertu allavega búinn að útiloka að þetta sé gallað minni.
Settiru ekki windowsið upp frá grunni þegar þú uppfærðir?

Sent: Mán 30. Jún 2003 15:19
af odinnn
skoðaðu líka hvernig skjákortið þitt er sett upp, stillt á mikil eða lítil gæði. einnig gáðu hvort þú sért með hakað í anti-alias eitthvað dæmi.

Sent: Mán 30. Jún 2003 16:18
af Oxide
Tékka á þessu með minnið þegar ég kem heim. Ég setti Windows XP Professional frá grunni þegar ég setti saman tölvuna. Mig minnir svo að stillingin á skjákortinu sé á "Ballanced" eða eitthvað svoleiðis, og ekkert anti aliasing. Ég er líka búinn að dl uppfærslu á BIOSnum og ætla að setja hann upp líka.