Síða 1 af 1

Staðlaða leikjavélin

Sent: Mán 01. Apr 2024 13:02
af g0tlife
Sælir,

Ég fór að velta því fyrir mér hvað leikjavélin í dag er að kosta fyrir þann sem vill örugga vél til að spila allt það nýjasta næstu 3 - 5 árin án vandræða.

Ég hef skipt út á 3 - 5 ára fresti og fór að skoða gamlar vélar og tek eftir því að í hvert skipti er töluverð hækkun.

Þannig ég spyr, hvað kostar 2024 leikjavélin.

Re: Staðlaða leikjavélin

Sent: Mán 01. Apr 2024 13:05
af gunni91
Ef þú vilt future proof fyrir 3-5 ár og spila í high setting fyrir nýjustu release næstu árin, þá er þetta vél aldrei undir 300k.

Fyrir future proof væri þetta 4070Ti og ofar/dýrara.

Re: Staðlaða leikjavélin

Sent: Þri 02. Apr 2024 10:40
af Vaktari
Vélin sem ég er með i undirskrift kostaði mig um 380 k júní 2023.
Með tölvukassa sem er ekki i undirskrift og nvme 1 tb

Re: Staðlaða leikjavélin

Sent: Þri 02. Apr 2024 18:20
af Maddas
Fyrsta sem ég myndi spá í er hvernig skjá þú ert að nota við tölvuna, mikill munur hvað þig vantar eftir hvaða upplausn þú spilar í.




edit stafsetning.

Re: Staðlaða leikjavélin

Sent: Þri 02. Apr 2024 21:19
af g0tlife
Mín pæling er sú að fólk talar alltaf að matarkarfan sé að hækka og teknar mælingar. Mér finnst vanta svona fyrir 3 - 5 ára leikjavélina upp á gamanið. Mun leikjavélin árið 2030 kosta töluvert meira eða haldast eins.

Para léttar pælingar

Re: Staðlaða leikjavélin

Sent: Mið 03. Apr 2024 18:22
af Drilli
Nú er ég búinn að byggja nokkrar solid vélar að undanförnu. Allt nýtt nema skjákort notað en samt að ráða við 2k í top fps.
Þær hafa verið að kosta mig 240-300þ kr. Þá hef ég valið i5 14th gen Intel, 1TB M.2 gott móðurborð og 32GB vinnsluminni og vökvakæling og turn með 850W aflgjafa.

Re: Staðlaða leikjavélin

Sent: Mán 06. Maí 2024 05:31
af netkaffi
Damn, PC gaming fyrir nýjustu leiki er orðið svo dýrt að það borgar sig kannski að fara á console fyrir þá sem vilja ekki setja nokkur hundruð þúsund í þetta.