Vantar upplýsingar um uppsetningu á vaktmyndavélum...
Sent: Fim 12. Jan 2006 22:58
Ég fékk nýlega í hendurnar tvær vaktmyndavélar, svona svipaðar og eru í bönkum og víðar, ein sem tekur upp í svarthvítu og ein sem tekur upp í lit. Vélarnar eru merktar þýska vaktmyndavélaframleiðandanum Bischke og ég hef leitað vel á síðunni hjá þeim en hvergi fundið upplýsingar um þessar vélar, líklega vegna þess að þær eru gamlar en þetta eru alveg svartar vélar með snúru aftanúr þeim sem tengist í lensuna að framan. Núna er svo spurningin, hvernig set ég vélarnar upp? Hvernig tengi ég þetta allt saman og hvar get ég nálgast 12v spennugjafa og snúru með BNC tengi á einum endanum og tengi á hinum endanum til að tengja vélarnar við videotæki/sjónvarp? Einhver sem getur sagt mér hvernig ég fer að þessu öllu saman?