Síða 1 af 1

2TB media mappa hvarf af hörðum disk

Sent: Fim 29. Feb 2024 17:31
af sxf
Sælir, mig vantar tæknilega aðstoð með dæmi sem ég hef aldrei séð áður. Ég er með litla Optiplex tölvu sem ég nota fyrir plex, sonarr, radarr osfrv. og við tölvuna er ég með utanáliggjandi harðan disk (icybox) sem geymir allt efnið en svo allt í einu gerist það að þrjár möppur hreinlega hverfa. Það eru möppurnar TV, Movies og Other, downloads og annað varð eftir, sem er í sömu yfirmöppunni. Það sem skrítið er, er að það er bara ca 2TB laust en diskurinn er 4TB og er svo gott sem tómur eftir þetta atriði.

Hér er það sem ég er búinn að prófa til að endurheimta möppuna:
Restart, indexa harða diskinn, skoða recycle bin, skoða hidden files, ath hvort windows security hafi eytt þessu en ekkert í protection history, tengja harða diskinn við aðra tölvu, error checking. Það síðasta sem ég prófaði að gera vara að sækja data recovery forrit, það finnur 50GB af rar fælum og fleira sem sabnzbd eyðir eftir notkun en ekki eina einustu kvikmynd.

Hvað gæti hafa gerst? ](*,)

Re: 2TB media mappa hvarf af hörðum disk

Sent: Fim 29. Feb 2024 18:24
af sxf
Update - allir fælarnir fundnir og mér tókst að endurheimta þá. Þeir voru í falinnni möppu sem heitir found.000 og ég gat einfaldlega fært þá á upprunalega stað. En nú langar mig að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Hvað gæti hafa gerst og hvernig get ég komið í veg fyrir að þetta komi fyrir aftur?

Re: 2TB media mappa hvarf af hörðum disk

Sent: Fim 29. Feb 2024 18:59
af rapport
Hef aldrei heyrt um svona en lærði af biturri reynslu að nota öryggisafritun, eitthvað eins og backblaze.

Re: 2TB media mappa hvarf af hörðum disk

Sent: Fim 29. Feb 2024 19:03
af jonfr1900
sxf skrifaði:Update - allir fælarnir fundnir og mér tókst að endurheimta þá. Þeir voru í falinnni möppu sem heitir found.000 og ég gat einfaldlega fært þá á upprunalega stað. En nú langar mig að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Hvað gæti hafa gerst og hvernig get ég komið í veg fyrir að þetta komi fyrir aftur?


Þetta bendir til þess að harði diskurinn sé að bila og indexið hafi hreinlega spillst og því hafi allt horfið.

Re: 2TB media mappa hvarf af hörðum disk

Sent: Fim 29. Feb 2024 20:08
af Gunnar
eftir stutta google leit fann ég þetta
FOUND.000 is a system folder used to store fragmented files recovered by CHKDSK.
https://www.minitool.com/news/found-000.html

vonandi gefur þetta eitthvað ljós hvað þetta er.

Re: 2TB media mappa hvarf af hörðum disk

Sent: Fös 01. Mar 2024 08:41
af motard2
jonfr1900 skrifaði:
sxf skrifaði:Update - allir fælarnir fundnir og mér tókst að endurheimta þá. Þeir voru í falinnni möppu sem heitir found.000 og ég gat einfaldlega fært þá á upprunalega stað. En nú langar mig að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Hvað gæti hafa gerst og hvernig get ég komið í veg fyrir að þetta komi fyrir aftur?


Þetta bendir til þess að harði diskurinn sé að bila og indexið hafi hreinlega spillst og því hafi allt horfið.


Sammála diskurinn er að byrja að bila hef lent í þessu áður með harða disk. Myndi skipta út strax ef þú vilt ekki missa gögnin.