Síða 1 af 1

Router hugleiðingar

Sent: Lau 24. Feb 2024 22:48
af tommimb
Hvaða router er fólk að mæla með s.s. fyrir leikjaspilun, og getað stjórnað flestir tækjunum á heimilinu ?

Re: Router hugleiðingar

Sent: Lau 24. Feb 2024 23:39
af einarhr
https://www.mii.is/vara/mi-aiot-router-ax3600/

ég er mjög sáttur við þennann

Mjög fljótur að borga sig upp ef maður er að leigja router af þjónustuaðila

Re: Router hugleiðingar

Sent: Mán 26. Feb 2024 23:09
af Starman
Er með Edgerouter 4 sem er búinn að vera uppi í tæpa 7 mánuði án endurræsingar.
Cpu load fer rétt í 16% við 930Mbps speedtest.
2 x Playstation + gaming PC, video streaming , nokkrir símar og önnur tæki sem er Wifi tengd.
Engir fancy features en ekkert vesen.
Get mælt með þessum router, en þú þarft auðvitað Wifi access point með þessu.

Re: Router hugleiðingar

Sent: Þri 27. Feb 2024 00:17
af TheAdder
Ég er sjálfur með Unifi DMSE, en hef verið að mæla með Mikrotik svona almennt, þeir eru með router á 50 þúsund rúmlega, með sfp+, 2,5G port og 7 1G port, og PoE á þeim öllum 8. Plús USB 3 tengi sem á að styðja 5G netkort held ég. Hann er ekki með WiFi sjálfur hins vegar.
Svo eru þeir með ódýrari týpu, án PoE, með 2,5G SFP port, og 8 1GB port og WiFi 6 á um 20 þúsund.

Re: Router hugleiðingar

Sent: Þri 27. Feb 2024 18:32
af agnarkb
Ég er einmitt í sömu hugleiðingum eftir að gamli góði Netgear routerinn minn drapst bara skyndilega í nótt eða morgun. Þurfti að hlaupa upp í Vodafone og fá draslið frá þeim að láni.
Hvað er fólk að fá sér fyrir einbýlishús? Ekkert flókinn, bara góðan nánast plug and play.