Síða 1 af 1

rústaði gamla móbóinu mínu );

Sent: Mán 09. Jan 2006 23:41
af Skoop
Ég var að skipta um kubbasettskælingu á 5 ára gamla shuttle ak31 móbóinu hjá mér og náði loksins helv. gamla heatsinkinu af eftir korter með viftu á heitustu stillingu yfir henni.

allt gengur fínt nema að það er eitthvað lím sem fer ekki af með hreinsuðu bensíni og ísóprópanóli eftir á kubbasettinu. ég læt það eiga sig og installaði systeminu aftur, það kviknar en ég fæ ekkert merki til skjásins, né takkaborðsins.

resetta biosnum en ekkert merki, prufa annað skjákort og ekkert gengur.
gefst upp, fín afsökun til að uppfæra held ég barasta.

málið er að ég á fínan kassa, silentx örgjöfva viftu, kubbasettskælingu, gott minni, og PSU og AGP 6600 GT, 4x 120gb ide harða diska og svo náttla 1800+ xp örgjörva sem ég hugsa að ég noti ekki á nýja móbóinu.


hvað er best fyrir mig að gera í þessu, þá sérstaklega til að nýta það sem ég á fyrir, AGP skjákortið t.d. verður það vesen með nýja móðurborðinu ?

skjót svör vel þegin, þyrfti að redda þessu á morgun , hálf vonlaust að vera tölvulaus :?

Sent: Þri 10. Jan 2006 00:44
af Fernando
Gætir fengið þér þetta móðurborð "ASRock 939Dual-SATA2 – USB2.0, LAN, SATA2 (S939) 8.000kr"

á http://www.kisildalur.is

Þá geturðu notað AGP skjákortið þitt og seinna uppfært yfir í PCI-E + að móðurborðið er ódýrt.


Örgjörvinn gæti verið "X2 3800+ Retail 30.950"

http://www.att.is


Annars held ég að þú ættir að taka því rólega, skoða hvað er í boði og kaupa þér síðan nýtt móðurborð og örgjörva.


Edit: Hvað ertu tilbúinn að eyða miklum pening í þessa uppfærslu ?

Sent: Þri 10. Jan 2006 00:56
af Skoop
þetta móðurborð lítur vel út, mér sýnist það vera akkúrat það sem ég þarf,
ég er tilbúinn að eyða slatta, alveg 10 - 50 þúsund, aðal málið er að ég vill geta nýtt þetta system áfram

og það þýðir ekkert að taka því rólega þegar maður er tölvulaus :)

btw passar þessi örgjörva kæling á þetta móðurborð ?
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=1241

Sent: Þri 10. Jan 2006 02:18
af viddi
hún ætti að passa, allavega ég er með svona borð, og þetta er að virka fínnt, mæli með því fyrir akkúrat svona, þægilegt að geta uppfært svo yfir í pci-e kort seinna :8)

Sent: Þri 10. Jan 2006 08:53
af gnarr
Skoop skrifaði:btw passar þessi örgjörva kæling á þetta móðurborð ?
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=1241


Afhverju að taka þessa þegar þú getur fengið ódýrari og betri kælingu sem að er ekki stolin hönnun?

http://start.is/product_info.php?cPath=76_41&products_id=960

Sent: Þri 10. Jan 2006 10:04
af Skoop
útaf því að ég á þetta silentX dóterí fyrir

Sent: Þri 10. Jan 2006 10:22
af Stutturdreki
SilenX útgáfan er líka lágværari, ef það er eitthvað að marka upplýsingarnar frá framleiðanda, og er léttari. Hún er hinsvegar aðeins breiðari.

Finnst alltaf svoldið skrítið að Start.is, sem er með umboð fyrir Zalman, sé að selja eftirlíkingar. Þeir eru reyndar líka með umboð fyrir Silenx og það getur vel verið að Silenx sé með licence frá Zalman. Eða bara að Zalman hafi ekki verið nógu gáfaðir til að fá einkaleifi á hönnunnini eða einkaleifið þeirra sé svona ónákvæmnt.

Sent: Þri 10. Jan 2006 11:01
af wICE_man
Thermaltake, coolermaster, northQ og fleiri hafa komið með svona klón á markaðinn svo að það virðist ekki vera neitt einkaleyfi á þessu, nema að þeir séu að selja það eins og heitar lummur.

Sent: Þri 10. Jan 2006 12:02
af gnarr
Stutturdreki skrifaði:SilenX útgáfan er líka lágværari, ef það er eitthvað að marka upplýsingarnar frá framleiðanda, og er léttari. Hún er hinsvegar aðeins breiðari.


Það er ekkert að marka db tölur frá SilenX. Það mætti halda að þeir mældu þetta í lofttæmi á 15m færi.

Sent: Þri 10. Jan 2006 12:14
af Stutturdreki
Er einhvern tímann að marka tölur gefnar upp af framleiðanda, hvað sem hann framleiðir?

Annars er ég frekar ánægður með SilenX, hef prófað nokkrar gerðir og núna er ég bara með SilenX viftur nema á skjákortinu og í PSU.