Síða 1 af 1

Vandamál - Asus TUF GAMING B650 (8pin + 4 pin)

Sent: Sun 21. Jan 2024 20:22
af Gislos
Var að uppfæra tölvuna.
Móðurborð: Asus TUF GAMING B650-PLUS WIFI
CPU: Ryzen7 7800X3D
G-skill eitthvað ddr 5

https://pcpartpicker.com/list/tHsfkJ

Búinn að setja nýtt stýrikerfi upp og allt gengur ágætlega nema að stundum bootar tölvan og stundum ekki.

Getur verið að maður þurfi að setja líka 4 pin cpu plöggið?

Eða er nóg að setja í 8 pinna plöggið er nefnilega ekki með PSU sem býður uppá auka plögg.

Hafið þið lent í einhverju svipuðu?

Re: Vandamál - Asus TUF GAMING B650 (8pin + 4 pin)

Sent: Sun 21. Jan 2024 20:30
af TheAdder
Þetta 8 pinna plug á að geta annað allt að 235W til örgjörvans, 7800X3D var að taka undir 100W í prófunum hjá Tom's Hardware, og AMD gefur upp að þeir geti tekið allt að 125W. Ættir að vera í góðum málum með aflið, ég myndi prófa minnið, keyra með annað í einu, keyra memmory stress test.

Re: Vandamál - Asus TUF GAMING B650 (8pin + 4 pin)

Sent: Sun 21. Jan 2024 20:32
af Gislos
Já gæti gert það

Re: Vandamál - Asus TUF GAMING B650 (8pin + 4 pin)

Sent: Mán 22. Jan 2024 11:34
af gnarr
Mér finnst mjög líklegt að þetta séu timings á vinnsluminninu hjá þér. Ég er sjálfur með TUF GAMING B650M-PLUS WIFI og 64GB kit sem keyrir á 6400MT/s á 32-40-40-84-124 og hef lent í því að DOCP tweaked komi í veg fyrir að tölvan starti sér.
Prófaðu DOCP I eða DOCP II, ef hvorugt virkar prófaðu þá að setja minnin á einhvern DOCP profile og manually lækka klukkutíðnina á þeim.

Screenshot from 2024-01-22 12-33-30.png
Screenshot from 2024-01-22 12-33-30.png (45.25 KiB) Skoðað 1443 sinnum

Re: Vandamál - Asus TUF GAMING B650 (8pin + 4 pin)

Sent: Mán 22. Jan 2024 17:14
af Haflidi85
Þarft ekki að tengja í auka pluggið, bara hugsað fyrir eitthvað extreme overclocking, en það að uppfæra bios getur oft leyst svona bull.