Flutningur á borðtölvu erlendis
Sent: Mán 08. Jan 2024 15:27
Sælir Vaktarar,
Mig vantar smá ráðleggingar frá fróðari mönnum en mér varðandi hvernig ég vil undirbúa tölvuna mína fyrir flug erlendis.
Ég er með þokkalega stóran turnkassa, Fractal Design Torrent með glerpanel á hliðinni ásamt eftirfarandi íhlutum sem ég vil taka erlendis, þar sem ég er að flytja út.
Ég á að ég held flestalla kassa af íhlutum vélarinnar (7900xtx skjákort, þokkalega stór Noctua CPU vifta og 13700k og einhverjir ssd diskar og fleira.
Það er s.s. alveg þokkalega takmarkað pláss í handfarangrinum, þannig hver hlutur sem fer úr kassa í handfarangur tekur vissulega pláss.
Því spyr ég í raun, hverju myndu menn mæla með varðandi hvað ég ætti að taka úr kassanum og setja í handfarangur fyrir flugið, eða er þetta galin hugmynd og ég ætti að selja kassann ásamt móðurborði/örgjörva hér og endurnýja þegar út er komið?
Get sett inn mynd af innviðum kassans í kvöld, svona ef það hjálpar eitthvað
Allar ráðleggingar eru vel þegnar,
kv. einn stressaður fyrir þessu
Mig vantar smá ráðleggingar frá fróðari mönnum en mér varðandi hvernig ég vil undirbúa tölvuna mína fyrir flug erlendis.
Ég er með þokkalega stóran turnkassa, Fractal Design Torrent með glerpanel á hliðinni ásamt eftirfarandi íhlutum sem ég vil taka erlendis, þar sem ég er að flytja út.
Ég á að ég held flestalla kassa af íhlutum vélarinnar (7900xtx skjákort, þokkalega stór Noctua CPU vifta og 13700k og einhverjir ssd diskar og fleira.
Það er s.s. alveg þokkalega takmarkað pláss í handfarangrinum, þannig hver hlutur sem fer úr kassa í handfarangur tekur vissulega pláss.
Því spyr ég í raun, hverju myndu menn mæla með varðandi hvað ég ætti að taka úr kassanum og setja í handfarangur fyrir flugið, eða er þetta galin hugmynd og ég ætti að selja kassann ásamt móðurborði/örgjörva hér og endurnýja þegar út er komið?
Get sett inn mynd af innviðum kassans í kvöld, svona ef það hjálpar eitthvað
Allar ráðleggingar eru vel þegnar,
kv. einn stressaður fyrir þessu